Vera - 01.07.1986, Page 26
Akvöroun
Kvenna-
framboðsins
Miklar umræður áttu sér stað í Kvennahúsinu í vet-
ur um það, hvort Kvennaframboðið ætti að bjóða
framtil borgarstjórnarkosningannaívor. Niðurstaða
þeirra umræðna varð að ekki var boðið fram af hálfu
Kvennaframboðsins heldur Kvennalistans. í yfirlýs-
ingu, sem samþykkt var á félagsfundi Kvennafram-
boðsins síðast í janúar, sagði m.a.:
„Tilgangurinn með stofnun Kvennaframboðsins var
að vekja athygli á og efla umræðu um stöðu kvenna og
berjast fyrir kvenfrelsi. Fyrir fjórum árum var valin sú
baráttuleið að bjóða fram til borgarstjórnar. Við teljum
tvímælalaust, að sú leið hafi borið árangur, sem lýsir
sér í aukinni vitund kvenna um stöðu sína og stórauk-
inni umræðu um málefni kvenna, þótt við höfum því
miður ekki haft erindi sem erfiði innan borgarkerfisins.
Það er mat Kvennaframboðsins, að endurtekning þess-
arar glæsilegu aðgerðar sé ekki líklegasta leiðin til
árangurs að sinni og mun það því snúa sér að starfi á
öðrum vettvangi. Engu að síður er Ijóst, að Kvennalist-
inn í Reykjavík hefur fullan hug á að bjóða fram til borg-
arstjórnar og telur mikilvægt að rödd kvenna heyrist þar
áfram. Við hljótum að óska þeim góðs gengis í starfi.
Hver einasta kona verður að vera virk í baráttunni á
þann hátt, sem hún telur vænlegastan hverju sinni.
Framboð Kvennaframboðsins til borgarstjórnar 1982
var einn liður í baráttu íslenskra kvenna og hún heldur
áfam og á eftir að skila okkur sigri að lokum."
Kvennaframboö — Kvennalisti
Að baki þessarar yfirlýsingar lágu, eins og fyrr sagði
miklar umræður. Rétt er að rekja í stórum dráttum þær
umræður og skýra að einhverju hvers vegna það var
Kvennalistinn, sem bauð fram í vor og fékk fulltrúa kjör-
inn í borgarstjórn Reykjavíkur.
E.t.v. liggja ræturnar allt aftur til ársins 1982 þegar
Kvennaframboðið varö til. Strax þá komu fram tvær
raddir um tilganginn; ein sem sagði að um væri að ræða
tímabundna aðgerð byggða á grasrótinni, aðgerð al-
mennrar kvennahreyfingar og svo önnur, sem kvað um
að ræða stofnun stjórnmálaafls í ætt við flokkana. Sú
rödd var þó lágvær og almennt má fullyrða að þátt-
takendur í Kvennaframboði litu á það sem eina aðgerð
kvennahreyfingarinnar.
Þegar leið að alþingiskosningum árið 1983 kom
snemma fram sú skoðun að Kvennaframboðið hlyti að
freista þess að koma konum á þing undir merki kven-
frelsis. Umræðurnar um þetta fóru fram lungann úr
vetrinum og mátti ekki alltaf á milli sjá hvort sjónarmiðið
yrði ofan á. Félagsfundur Kvennaframboðsins tók af
skarið með atkvæðagreiðslu, þar sem þingframboð var
fellt. Sá hópur, sem var á annarri skoðun, stofnaði þá
Samtök um Kvennalista. Mikið starf vegna undirbún-
ings og kosningabaráttu og svo áframhaldandi vinna
við þingstörf varð Kvennaframboðinu mikil blóðtaka,
því við það hurfu margar röskar konur úr stafi þar og sá
ágreiningur, sem orðið hafði um þingframboð skildi eftir
sig sprungur, sem brúa þurfti af kostgæfni.
Kvennaframboðið og Samtök um Kvennalista hafa
starfað undir sama þaki, oft hlið viö hlið. Kvennalistinn
gerðist eignaraðili aö Veru til jafns við Kvennaframboð-
ið svo dæmi sé nefnt um affarasælt samstarf. Mörgum
þeim, sem félagar eru í báðum samtökunum, hefur þótt
það næsta kátbroslegt að gera skýran mun á milli. Þær
benda á að Samtök um Kvennalista hafi orðið til þess
að efla kvennahreyfinguna, sem nú eigi sér að auki
málsvara á þingi sem bragð er að. Vera kvenfrelsissjón-
armiða á Alþingi hafi bætt um betur það átak, sem
Kvennaframboðið hafi átt upptökin að 1982. Þær, sem
ekki voru hlynntar þingframboðinu 1983 taka undir
þetta, margar þó með fyrirvörum varöandi stefnu
Kvennalistans á þingi og efasemdum um að kvenna-
hreyfingin fái haldið grasrótareðli sínu með þátttöku í
fjokkapólitíká þingi eöaí sveitarstjórnum. Nokkrar hafa
látið bæði Kvennaframboð og Kvennalista lönd og leið
en snúiö sér að störfum að öðrum vettvangi. í það heila
tekið er þó óhætt að segja, að sú skoðun ríki, að
kvennahreyfing hljóti fyrst og fremst að vera hréyfing I
þá átt, sem konur vilja fara sjálfar og að í slíkri hreyfingu
sé engin eignarréttur hugmynda eða stefnu.
Umræður í vetur
Það var með þetta í huga, sem farið var að ræða kosti
og ókosti framboðs til borgarstjórnarkosninganna í vor
og það var meö þetta i huga, sem ekki var látið á það
reyna með atkvæðagreiðslu hvort úr framboði yrði eða
ekki. Fyrir augum var hafður sá möguleiki, að hægt
væri að komast að samkomulagi, þar sem hver og ein
veldi sér sína leið. Snemma í vetur varð Ijóst að lang-
flestar þeirra, sem á sínum tíma voru hlynntar þingfram-
boði, voru nú á því að bjóða aftur fram til borgarstjórnar.
Sá kjarni, sem 1983 tók ekki þátt I stofnun Samtaka um
Kvennalista og hafði síðan starfað í borgarmálaráði
Kvennaframboðsins og að öðrum störfum innan þess,
var mótfallinn framboði á nýjan leik. Og það var rætt
fram og til baka hver niðurstaðan ætti aö vera.
Hollar umræður
Um hvað var rætt? Það var skoðaður árangurinn af
starfi Kvennaframboösins innan borgarkerfisins og ut-
an. Það var rætt um það, hvort Kvennaframboðið hefði
verið tímabundin aðgerð, sem ekki yrði endurtekin og
um það hvort það væri ekki enn þá tímabundin aðgerð
— tíminn væri bara enn ekki liðinn. Það var spurt hvort
rödd kvenfrelsis mætti missa sín úr borgarstjórn eða
ekki. Það var rætt um grasrót og flokkakerfi, um starfs-