Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 21
spellsbrotum (geti því sjálfum sér um kennt) og aö heilbrigð börn
bíði engan líkamlega skaða af því að hafa kynferðissamband við
fullorðna.
Þekktasta fræðimannaumfjöllunin tengist hinni frægu „Ödi-
Pusarduld" sem flestir hafa heyrt minnst á, kenningu setta fram
af sálfræðingnum Sigmund Freud.
— Samkvæmt kenningu Freuds átti það að vera æðsta ósk lítilla
barna (4—5 ára) að hafa kynferðissamband við foreldri af
gagnstæðu kyni. En þar sem barninu þykir einnig vænt um
foreldri af sama kyni, veldur þetta þvi mikilli geðkreppu.
Drengir óttast hefnd föðursins í því formi að þeir veröi sviptir
kynfærunum. Lausn kreppunnar felst í því að barnið reynir að
líkja eftir foreldri af sama kyni og telur Freud (Dessa eftiröpun
mikilvægasta þáttinn í siöferðisþroska barnsins. Ennfremur
telur Freud siðrænan þroska kvenna vera á lægra plani en
karla, þ.e. þær séu ekki reknar áfram af þeim geldingakvíða
sem hvetur drengi til dáða. —
Þessiþáttur íkenningu Freudshefurvissulegaveriðgagnrýnd-
Ur af mörgum ólíkum aðilum, en það sem er nýtt og fullrar athygli
Vert í þessu sambandi, er að vestur í Bandaríkjunum hefur hafist
omræða um áður óbirtargreinar og bréf er Freud skrifaði. í ritgerð
trá 1896 tilkynnir Freud fagnandi, að hann hafi fundið „upptök
Nílar“ _ þ.e. orsök taugaveiklunar, en hana megi oft rekja til
Þess að börn hafi verið misnotuð kynferðislega.
Hér var vissulega djörf framsetning á ferðinni, á þeim tíma þeg-
er arfgengi geðrænna sjúkdóma var viðurkennt kennilíkan. Hér
var bent á félagslegan orsakavald, en ekki líffræðilegan. En hitt
var ekki siður djarft, að ráðast gegn karlmönnum, feðrum hinna
sjúku (oft virtir Vínarborgarar).
Viðbrögð fræðimanna voru háð og spott — „vísindaskáld-
saga“, „nornageðlæknisfræði"! — og Freud breytti kenning-
unni. í stað þess að taka þá alvarlega er höfðu frá kynferðislegri
misnotkun í bernsku að segja, túlkaði Freud þetta sem óskhyggju
viðkomandi vegna bældrar kynhvartar til foreldris. Sökinni var
komið yfir á barnið.
Florence Rusk skrifaði „The Best Kept Secret, Sexual Abuse
Of Children" (Prentic Hall, 1980) og segir þar að með Ödipusar-
kenningunni hafi verið sett fullkomið lok á sifjaspellsumræöuna.
Þar hafi verið komin pottþétt ,,fjarvistarsönnun“ fyrir feður sem
hafi dugað í þau nénast 100 ár sem liðin eru frá þessum tíma og
þar til nú að sifjaspellsumræðan er að fara í gang, víða um hinn
vestræna heim.
Þar sem umræður og rannsóknir eru vel komnar af stað, eins
og til dæmis í Bandaríkjunum, hafa menn líkt þessu við faraldur,
tíðni tilfella er af þeirri stærðargráðu.
25% stúlkna misnotaðar kynferðislega
Á áttunda áratugnum hafa komið fram sláandi tölur um kyn-
ferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, sambærilegt við það er gerð-
ist á sjöunda áratugnum er augu manna opnuðust fyrir misþyrm-
ingum á börnum. Ýmsar tölur hafa verið nefndar í þessu sam-
bandi. Hér eru nokkur dæmi:
□ Áttundu hverja mínútu er konu naugðað í Bandaríkjunum.
Helmingur þeirra er yngri en 18 ára, fjórðungur innan við 12
ára aldur!
21