Vera - 01.07.1986, Side 38

Vera - 01.07.1986, Side 38
ÞAÐ SAGÐI MÉR HAUSTIÐ Höf.: Þuríöur Guðmundsdóttir Skákprent 1985 Þuríöur Guðmundsdóttir hefur sent frá sér 5 Ijóðabæk- ur, nú síðast Ijóðabókina Það sagði mér haustið, sem kom út fyrir síðustu jól, Um þá bók verður fjallað hér og einnig lítil- lega um fjórðu bók Þuríðar Og það var vor sem kom út árið 1980. Þessar tvær bækur Þuríðar er athyglisvert að bera saman því þær eru að sumu leyti líkar en að öðru leyti ólíkar eins og kemur fram í nöfnum þeirra. Nafn annarrar vísar til vorsins, hinnar til haustsins og skapar það samtímis and- stæðu og hliðstæðu. Haust og vor eru andstæðar árstíðir en jafnframt hliðstæð þar sem þau eru millistig milli vetrar og sumars. Uppbygging nafn- anna er einnig hliðstæð, bæði samanstanda af fjórum orðum þar sem áhersluorðið, nafn árstíðarinnar, kemur aftast. Ljóð bókanna tveggja mynda á sama hátt bæði and- stæður og hliðstæður. í Og það var vor tengist vorið börn- um, bernsku og grósku, t.d. í Ijóðunum „Vornótt", ,,Barn vorsins" og ,,Það var vor“ en ekkert Ijóð er um haustið. í Það sagði mér haustið tengjast börn haustinu, og hringrás lífs- ins og hinn óhjákvæmilegi dauði eru áleitin yrkisefni, t.d. í Ijóðunum „ídag", „Áframseg- ir lífið" og „Tilbrigði við haust- sónötu". Hliðstæða bókanna kemur fram í myndmálinu sem er tekið úr daglegum störfum kvenna og börn eru þar áber- andi. Börn tengjast vori í Og það var vor og m.a.s. renna barn og vor saman í Ijóðinu „Það var vor“. Hins vegarfara börn og haust víða saman í Það sagði mér haustið. í Ijóð- inu „í dag“ er haustinu t.d. líkt við yfirgefið barn og í „Tilbrigði við haustsónötu" er talað um „börn haustsins/ með grátt- hár“. Ljóðin „Vorbarn" í Og það var vor og „Dagur í desember" í Það sagði mér haustið fjalla um fæðingu, barn fæðist í „Vorbarn" en móðirin situr og væntir barns síns í „Dagur í desember". Nöfn Ijóðanna vísatil andstæð- unnar, annars vegar er vor- barn hins vegar vetrarbarn og í Ijós kemur að vorbarninu fylgir hamingja en óvissa ríkir um framtíð vetrarbarnsins enda þótt móðirin ali „í brjósti/ óskir og vonir/ ófæddu barni til handa“. Það ríkir meiri bjartsýni í Og það var vor en í Það sagði mér haustið. Þuríður eru sömu yrkisefni hugleikin í báð- um bókunum en aðrar og dap- urlegri tilfinningar eru ráðandi í nýjustu bók hennar en þeirri næstu á undan. Dauðinn er víða á næstu grösum. í Ijóðinu „Tilbrigði við haustsónötu" segir t.d.: á bekk í garðinum sitjum við börn haustsins með grátt hár og hlustum í Ijóðinu er náttúran gerandi en mennirnir sitja aðgerðar- lausir, hlusta og horfa. Og síð- an hverfa þeir heim einn og einn „á meðan eldurinn kuln- ar/ og tónarnir deyja út“. Mennirnir deyja en náttúran lif- ir í sífelldri hringrás sinni. Tvö Ijóð fjalla beint um ham- ingjuna. í „Eintal við egóið“ er hamingjan persónugerð, hún er hugsanlegur gestur hjá okk- ur og við verðum að taka vel á móti henni þegar hún hefur tíma fyrir okkur. Hér er mynd- málið tekið beint úr reynslu kvenna, konur eru vanar að taka á móti gestum og bera fyr- ir þá veitingar: kannski droppar hún inn hjá þér einhvern daginn drekkur kaffi hjá þér og þiggur dýrðlegar kökur í Ijóðinu „Gömul flík“ er hamingjunni líkt við gamla flík sem getur orðið „svo hvers- dagsleg/ að við köstum henni frá okkur" og fáum okkur nýja: seinna þegar nýju fötin þrengja að þá hugsum við um söknuði um gamla flík fékk hana kannski einhver annar var henni hent eða hangir hún enn inni í skáp og bíður eftir okkur Hér höfðar myndmálið einn- ig sterkt til kvenna sem hafa það hlutverk á hendi að hirða um föt sín og annarra, klæða aðra og klæðaburður og útlit skiptir flestar konur miklu máli. Og konur tengja hamingju sína oft fötum og því fær þessi líking hamingjunnar við flík tvíþætta merkingu. Nokkur Ijóðanna fjalla um erfiðleika fólks við að ná sam- bandi við aðra persónu. Skiln- ingsleysi okkar gagnvart öðr- um veldur því að við stöndum eitt og eitt þótt við þráum að deila hugsunum okkar, sorg- um og gleði með öðrum. Þetta kemur m.a. fram í Ijóðunum „Inni og úti“ og „Þetta sem þú sagöir ekki“. Hins vegar sýna önnur Ijóð að við getum skilið hvert annað og hve mikilvægt það er, t.d. „Anna“ og einnig Ijóðin „Bók" og „Að særa þig“- í Ijóðunum kemur fram að fólk verður sjálft að stuðla að betri samskiptum sín á milli. Það verður að rækta hið góða í sér en reyna að deyða hið slæma sem einnig býr í brjósti hvers og eins, sbr. Ijóðið „Hvar“. Þarerspurthvarstríð- ið eigi upptök sín og síðan svarað: þú og ég berum fræ þess í brjósti okkar við hagstæð skilyrði nær það að spíra vaxa og blómgast Hver og einn verður að upp- ræta úr eigin brjósti þau skil- yrði sem fræ stríðsins þarfnast. Ljóðin í Það sagði mér haustið fjalla um samband fólks, um börn og umhyggju fyrir öðrum og um það hvert við stefnum. í þeim birtist ýmist sérstök reynsla kvenna eða sammannleg reynsla okkar allra. Það sagði mér haustið er bók sem sýnir lífið eins og það er. Hún flytur ekki beinan boð- skap um það hvernig við skul- um breyta en hún sýnir okkur að við verðum sjálf að reyna að skilja líf okkar og annarra til að geta haft áhrif á það hvernig framtíð okkar verður. Sigurrós Erlingsdóttir 19. júní 1986 var dregiö í kosningahappdrætti Kvennalistans eftirtalin núm- er komu upp: 1. 5572 13. 1762 2. 1505 14. 4906 3. 1194 15. 1922 4. 3369 16. 0498 5. 2542 17. 1497 6. 3850 18. 5624 7. 2072 19. 1245 8. 2141 20. 4686 9. 2905 21. 1234 10. 0760 22. 4546 11. 0523 23. 3561 12. 2131 Vinninga ber aö vitja á skrif- stofu Kvennalistans, Kvennahúsinu, Hótel Vík, 107 Reykjavík , sími 13725 eöa 21500 innan eins árs. 38

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.