Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 8

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 8
í desember 1979 ákvað NATO að koma fyrir skammdrægum kjarna- eldflaugum (cruise missiles) í nokkrum löndum Evrópu. Kjarnaeld- flaugarnar eru fjarstýrðar eldflaugar, sem hver um sig bera kjarnorku- sprengju (nuclear warhead). Hver þessara sprengja er 1 5 sinnum sterkari en sprengjan sem varpað var á Hiroshima. NATO stefnir að því að koma fyrir 464 slíkum eldflaugum í Evrópu: 96 eiga að vera stað- settar í Greenham Gommon herstöðinni; 64 í Molesworth; 112 í Comiso á Sikiley; 96 í Vestur-Þýskalandi; 48 í Hollandi; og 48 í Belgíu. Flaugum þessum á að skjóta frá Iandi þó ekki frá herstöðinni þar sem þær eru geymdar heldur er þeim komið fyrir á stórum trukkum sem flytja þær á stað sem er um það bil 50 til 100 mílur frá herstöðinni. (1) Flestir hafa heyrt talað um konurnar sem dvalið hafa við Greenham Common herstöðina í Englandi. Friðarbúðirnar á Greenham Cómmon urðu til þegar fréttist að til stæði að koma þar fyrir skammdrægum kjarnaeldflaugum. Hópur kvenna sem hræddust afleiðingar þess að kjarnaeldflaugar væru geymdar í Englandi, ákváðu að reyna að hafa áhrif á þessa ákvörðun. Þær voru hræddar um að Bretland yrði enn frekar skotmark ef til styrjaldar kæmi og fylltust óhug yfir gjöreyð- ingarkrafti sprengjanna. í október 1981 voru þær sestar að á Greenham Common og í júní 1 983 höfðu þær verið við herstöðina samfleitt í 21 mánuð. (1) Nú orðið minnast blöðin sjaldan á Greenham konurnar. „Þær eru farnar, þær geta ekki verið þarna óslitið árum saman", segja margir. í byrjun apríl fór Vera í heimsókn til Greenham Common til að freista þess að ná tali af Greenham konunum hvort sem þær væru fyrir utan herstöðina eða annars staðar. Ekki þurfti að leita lengi því við fyrsta hliðið að Greenham Common herstöðinni sem Vera kom að sátu tvær konur í gömlum þreytulegum hægindastólum við varðeld. Vera fór til þeirra og sagðist vera komin frá íslandi til að tala við Greenham konur. Þær brostu, sögðu að þetta væri fjólubláa hliðið og að það væru konur við fjögur hlið. Þær sögðust sjálfar vera að fara en vísuðu leiðina að blá og græna hliðinu. GREENHAM Vera hélt því ferö sinni áfram og kom að bláa hliðinu. Þar sátu Kate, Chris og Jo undir stóru plasti sem haldið var uppi meðspýtum við hvert horn. Það var grenjandi rigning og drundi í plastinu undan regninu. Vera kynnti sig og spurði hvort hún mætti tala við þær um lífið, tilveruna og Greenham Common friðarbúðirnar. Þær játtu því og buðu Veru sæti undir plastinu við lítin eld sem þær höfðu kveikt upp. Ekkert gat var á plastinu svo að reykurinn notaði sömu leið og þær undan því. Veru var boðið upp á te og síðan sátum við undir plastinu, supum heitt te og spjölluðum saman. Greenham konur eru búnar að vera fyrir utan herstöðina samfleitt í u.þ.b. fimm og hálft ár. Vera ákvað að spyrja þær Kate, Chris og Jo hvað þær væru búnar að vera þarna lengi. Þær brostu og sögðu að þetta væri spurning sem allir spyrðu. Kate sagði að núna væri hún búin að vera i tvo daga. Chris og Jo sögðu að þær væru búnar að vera álíka lengi. Eru einhverjar konur hérna sem hafa verið hérna frá upphafi? Já sögðu þær, sumar eru búnar að vera hér meira og minna frá upp- hafi. Til dæmis er Jane sem er í réttinum í dag búin að vera mjög lengi. Hvað er hún að gera í réttinum spurði Vera eins og það gæti verið að hún væri þar sér til skemmtunar? Þær horfðu vorkunsam- lega á þessa fávísu veru og svöruðu að lögreglan fyndi alltaf eitthvað til að kæra þær fyrir og því væru þær reglulega í réttin- um. ,,Það versta er að við vitum aldrei hvenær þeir koma. Þeir koma að meðaltali einu sinni í viku en stundum líður heil vika og stundum koma þeir tvisvar á dag. Þeir kæra okkur fyrir allt mögulegt sem þeir geta fundið til. Til dæmis að hindra umferð, trufla lögregluna, vera með drasl á almenn- ingi, vera á bannsvæði og fyrir að leggja

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.