Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 30

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 30
sínar uppsagnir til baka á grundvelli sömu launahækkana og hjá borginni. Galdrafár gegn fóstrum Á baráttudegi verkalýösins hófst galdrafáriö gegn fóstrum. Borgarstjóri sem fáum dögum áöur haföi sent lögreglulið á bruna- veröi, kunni fleiri leiöir til aö sýna vald sitt. Skriöu hótana og persónulegra svíviröinga var hleypt af stað í fjölmiðlum, ósann- indi borin á borö til aö gera kröfur fóstra tortryggilegar og öllum óskum um viðræður viö fóstrur var algjörlega hafnað. Formaður starfsmannafélagsins tók undir orö borgarstjóra og stjórn félags- ins sendi ekki frá sér eitt einasta orð. Heildarsamtök okkar, B.S.R.B., þögöu þunnu hljóöi og aðeins þrjár stuöningsyfirlýsingar bárust þessum 190 fóstrum sem fram á sunnudagskvöld neituðu að beygja sig fyrir valdboöinu. Þaö voru Samtök kvenna á vinnu- markaöi og brunaverðir í starfsmannafélaginu sem strax lýstu stuðningi sínum — sem var ómetanlegur þessa daga. Foreldra- samtökin bættust svo í hópinn á sunnudagskvöldið. í þessari stööu töldu fulltrúar fóstra nauösynlegt að gera eina tilraun enn og höfðu samband viö starfsmannafélagið. í framhaldi af því sátu borgarstjóri og formaður félagsins allan sunnudaginn og ræddu málefni fóstra. Fundargerð dagsins lá síöan fyrir fjöl- mennum fundi fóstra sem stóö fram yfir miðnætti þetta örlagaríka kvöld. í fundargerðinni voru hótanir borgarstjóra endurteknar en síöan kom yfirlýsing um að fyrri samþykktir yröu staðfestar. Loks kom bókun þess efnis aö mál fóstra, bæöi kjaraleg og stjórnunar- leg, verði áfram skoðuð af starfsmannanefnd og stjórnarnefnd dagvistar. — Vitaskuld sögöu þessi orö ekkert — en formaður starfsmannafélagsins lagöi höfuð sitt að veöi fyrir því aö þessi bókun þýddi aöstarfsheitiðdeildarfóstra kæmi inn um næstu ára- mót. Þar meö höföu meginkröfur okkar náö fram — sumt staðfest, annað í formi loforða og baktjaldasamninga. Þá ákváöu fóstrur að draga uppsagnir sínar til baka. Styrkur fóstra Er meira um máliö aö segja? Kröfur okkar voru ekki ósann- gjarnar og lutu bæöi aö launakjörum og ekki siður bættum vinnu- aðstæöum. Erfiðast gekk með nýtt starfsheiti — deildarfóstra — sem ekki aðeins þýöir launahækkuna heldur er staöfesting á stjórnar- og ábyrgðarstarfi fóstra. Ég leiði getum að því aö and- staðan viö þessu starfsheiti hafi fyrst og fremst verið þessi venju- lega fyrirlitning á kvennastörfum — að einhver kelling á barna- heimili telji sig yfirmann — þeim dugar víst lægstu launin og lægsta starfsheitiö! Aö lokum! Þaö má segja aö viö höfum náö langt í kröfum okkar. Fóstrur eru líka tvímælalaust sigurvegarar hvaö varöar áróöursstyrjöldina sem karlar réttu aö okkur og viö neituðum aö heyja á þeirra forsendum. Samt sem áöur töpuöu fóstrur þeirri orustu sem var mikilvægari en launaflokkar og sér- kröfur, orustunni um betri vinnubrögð, heiöarlegri samninga og sæmandi samtalsform!!! Sjálfsviröingin er ekki sett fram í kröfugerð — karlarnir alls stað- ar viö borðið trúöu aldrei aö óskir fóstra um eigin viðræöur og eigin forsendur væru mikilvægastar aö mati fóstra. Þaðan af síö- ur hafa þeir skilið tap okkar — lítilsvirðinguna, sem er greipt í þann hóp, sem mátti lúta valdboði og þola þaö að þeir gátu geng- iö aö kröfunum (og höfðu efni á því) — bara ef valdakerfinu væri ekki raskað og bara ef karlarnir fengju að úthluta eins og venju- lega undir borðið. Og þeir voga sér meira aö segja aö býsnast yfir því aö við skulum leyfa okkur að lýsa yfir tapi, meö kröfurnar í höfn og höfuð aö veði. 190 fóstrur hafa þannig sýnt fram á að peningarskiptaekki öllu máli í kjarabaráttu heldur sjálfsviröingin. Það sem ógnar karlaveldinu mest er tilfærsla á valdi og önnur vinnubrögð. Þaö er styrkur fóstra aö hafa þorað aö viðurkenna — og draga fram í dagsljósið — lágkúruna í öllu sínu valdi. Viö þurf- um aö vera fleiri — svo miklu fleiri — ef sigur á aö nást. Margrét Pála Ólafsdóttir Þjóð Bjarnarins Mikla: Skáldsaga um börn jarðar. Eftir Jean M. Auel. Þýð. Fríða Á. Sigurðar- dóttir. Vaka Helgafell 1986. Fyrir 35.000 árum varö mikill jaröskjálfti. Móöir Aylu litlu fórst i jaröskjálftanum og allt í einu er hún, fimm ára gömul alein í heiminum. Hún er of lítil til þess að geta bjargað sér sjálf. Hún ráfar um í nokkra daga þangað til hún hnígur niöur aðframkom- in af þreytu og hungri. Fólk af Ætt Bjarnarins Mikla finnur hana þegar þaö er að leita sér aö nýjum helli því gamli hellirinn þeirra hafði eyðilagst í jaröskjálftunum. Ætt Bjarn- arins Mikla er hin forna kyn- kvísl Neanderdalsmannsins en Ayla litla er af kynstofni nútímamannsins eöa Kromagnonmannsins. Hingaö til hafa þessir kynþættir forö- ast hvorn annan en Iza töfra- læknir hópsins, má ekkert aumt sjá, fær leyfi hjá Brun höföingja ættflokksins til aö bjarga lífi Aylu. Brun ákveöur aö leyfa henni það því nú er mikið í mun aö gera rétt ef andarnir eiga aö vera hópn- um hliðhollir og leiða þá að nýjum helli. Sagan segir frá hvernig Aylu reiðir af meöal fólks sem er svo gjörólíkt henni. Hún lýsir samfélagi Þjóðar Bjarn- arins Mikla, sem er fornt samfélag þar sem ósveigjan- legar reglur og hefðir gilda. Lesandinn horfir inn í þennan heim meö augum nútíma- mannsins og er minntur á þá staðreynd aö Neanderdals- maðurinn dó út en framtíð mannkynsins tilheyröi Krómagnonmanninum. Ayla er fulltrúi nútíma- mannsins og þrátt fyrir aö hún sé bara fimm ára þegar hún kemur til hópsins og ætti skv. öllu að geta aðlagast nokkuð vel aö siöum og hátt- um samfélagsins þá gerir hún þaö ekki. Hún er öðruvísi en þeir, Ijóshærö, bláeygð og hávaxin. Hávaxnari en karl- menn Ættarinnar. Fólk af þjóð Bjarnarins Mikla er lág- vaxiö og nokkuð loðið, hjól- beinótt, meö stórt höfuö, lágt enni, djúpstæö dökk augu og enga höku. Fæðingar eru farnar að vera mjög erfiðar vegna þess hve börnin hafa stór höfuö. Mog-urinn (æösti prestur- inn) og Iza töfralæknirinn, sem ala Aylu upp komast aö því aö hún er gædd eiginleik- um og gáfum sem gera hana enn frábrugðnari fólkinu af þjóö Bjarnarins Mikla. Fólk af Ættinni er fætt meö Minning- ar. Allir af ættflokknum virö- ast hafa þekkingu á landinu og umhverfinu, en á bls. 43 segir: „Minningarnar hjá fólki Ættarinnar voru kyn- bundnar. Konur höfðu enga þörf fyrir fróöleik í sambandi viö veiöar, ekki frekar en karlmennirnir höfðu þörf fyrir þekkingu á jurtalífi. Munurinn á heila- búum karla og kvenna var verk náttúrunnar, sem menning þeirra byggöi síöan á. Þetta var enn ein tilraun móöur náttúru til að takmarka höfuöstærðina svo að kynþátturinn mætti lifa. Ef barn fæddist með þekkingu sem réttilega til- heyröi hinu kyninu þá missti þaö þessa þekkingu vegna skorts á örvun um þaö bil sem þaö var aö veröa fullþroska." Þar sem Ayla er ekki af Ættinni er hún ekki fædd meö Minningar og verður að læra allt frá grunni. Þrátt fyrir þaö fær lesandinn þau skila- boð að hún sé komin lengra á þróunarbrautinni og sé vitsmunalega sterkari en fólk- ið í kringum hana. Til dæmis er hún fljót aö læra aö telja á meða’n fólk ættarinnar á erfitt með aö skilja tölur og fæstir geta talið lengra en upp að þremur. Á bls. 130 í bókinni er sagt aö vandamálið sé aö 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.