Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 9

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 9
=SSBF= Kate, Chris og Jo vid bláa hlidid. Ljósm.: b.b. KONUNUM farartækjum vitlaust", sögðu þær og bentu á hrörlegan barnavagn sem þær geymdu dótið sitt í. ,,Við höfum það fyrir sið að borga ekki sektir og þvi eru margar Greenham konur í fangelsum. Stundum láta konur sig hverfa ef búið er að gefa út hand- tökuheimild á þær. Þá vilja þær ekki að opinberir aðilar viti hvar þær eru." Afhverju borgið þið ekki sektir, eigið þið ekki til peninga spurði Vera? „Við fáum þeninga gefna til styrktar starfseminni. Einnig sendir fólk okkur föt, mat, teppi og fleira sem kemur sér vel. Við reynum að nota peningana eins vel og hægt er og því sitja margar konur þetta frekar af sér en borga. Þær sem ekki treysta sér til að sitja í fangelsi geta fengið peninga af bankareikningi sem við höfum. Allir peningar sem við fáum gefna eru settir á þennan bankareikning." Veru langaði að vita hvernig starfsemin fer fram, hvernig konurnar vinna saman og spurði því þær Kate, Chris og Jo hvort Greenham konur væru með skipulagða starfsemi þarna. „Það er engin sérstök skipulögð starfsemi héma", sögðu þær. „Stundum ákveða konurnar við eitt hliðið að halda fund og þá ganga þær á milli hlið- anna og smala saman konum á fundinn. Á fundum þessum eru síðan ákveðnar sérstak- ar aðgerðir og þær samhæfðar en þeir gera konum líka kleift að hittast og kynnast. Stundum kemur fyrir að konur hittast hérna, dvelja hér saman í ákveðinn tíma en fara síð- an og sjást þá jafnvel aldrei aftur. Stundum hafa þær samband áfram eftir að þær eru farnar héðan, ferðast saman eða vinna sam- an að ýmsum málefnum. Það búa margar Greenham konur í Bristol og líka í nokkrum hverfum í London, eins og Brixton og Stock- well. Greenham konur eru allstaðar en þó eru nokkrar konur sem sem búa hérna alltaf. Þetta er heimilið þeirra. Aðrar konur búa 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.