Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 7

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 7
— Líklega byggjast hugmyndir okkar á íslandi um ítalskt samfélag á þeirri vitneskju að þar ræður kaþólska ríkjum og maður ímyndar sér að kirkjan sé mjög sterk og staða kvenna í samræmi við það? ,,Já, þetta halda mjög margir. Stað- reyndin er hins vegar sú að páfinn, ímynd kaþólsku kirkjunnar, nýtur ekki þeirrar virðingar á Ítalíu og í mörgum öðrum kaþólskum löndum. Hann hefur alltaf ver- ið í Róm og við erum kannski orðin svo vön honum! Ég held það sé frekar í lönd- um þar sem kaþólikkar eru í minnihluta, sem líf kvenna dregur dám af kenni- setningunni. T.d. á írlandi þar sem getnaðarvarnir og fóstureyðingar eru bannaðar." — Er ekki svo á Ítalíu? ,,Nei. Getnaðarvarnir eru ókeypis og fóstureyðingar eru leyfðar fyrstu 12 vikurnar, okkar lög eru mjög lík ykkar. Þannig hefur það verið síðan á 6. ára- tugnum, enda hefur barneignum mjög fækkað á Ítalíu, við viðhöldum ekki lengur stofninum!" — Hvað um fæðingarorlof? ,,Það er fimm mánuðir á fullum launum hjá öllum ríkisstarfsmönnum og flest verkalýðsfélög hafa svo sama samning. Orlofinu er skipt þannig, að það eru tveir mánuðir fyrir fæðingu barnsins, þrír eftir. Síðan er hægt að fá lengra orlof og þá dregst viss prósenta af launum — vinkona mín, sem er kennari er t.d. núna búin að vera í ársleyfi og hefur núna 30% launa sinna, hún fór í 50% eftir fimm mánuði og svo smálækkar þetta." — Er verra fyrir konur á barnseignaaldri að fá vinnu? ,,í sumum starfsgreinum já, þær eru álitnar ótraustari vinnukraftar. Og það er erfitt að sameina það að vera móðir og útivinnandi, ónæg barnagæsla t.d. En af því að við vorum að tala um kaþólskuna, þá er það misskilningur að hún ráði svo mjög ríkjum hjá okkur, í það minnsta ekki meðal yngra fólks. Og konur láta ekki segja sér fyrir lengur, viðhorf kvenna á Italíu í eigin garð hafi breyst mjög síðustu áratugina." — Hvar eru konur staddar launalega séð? ,,Konur hafa 70% af launum karla mið- að við ársverk og það þrátt fyrir lög um jöfn laun kynjanna. Konur eiga líka erfið- ara með að fá stöður, erfiðara eftir því sem ofar dregur í stiganum. Á Ítalíu eru bara örfáar konur í topp stöðum. Ég vann nýlega að grein um konur á fjölmiðlunum og ræddi þá við margar konur, sem vinna Ld. við ríkisreknu sjónvarps- og útvarps- stöðvarnar. Þær eiga varla nokkra mögu- leika á að komast áfram og samkeppnin og sundurlyndið er gífurlegt vegna eilífrar baráttu um að komast ofar í launastig- anum, þeim er beinlínis att saman. En nú eru þær þó farnar að ræða saman um að stofna samtök sín á milli og styðja hver aðra. Mjög mikið er um pólitískar stöðu- veitingar á þessum stöðvum og það eru karlarnir sem fá bitlingana jafnvel þó svo konurnar hafi lengri starfsreynslu og menntun. Noi Donne Eins og áður sagði er Noi Donne mjög glæsilegt blað, litprentað á fínan pappír og við Veru-konur urðum gular og grænar af öfund því ósköp virðist hún Vera okkar fátækleg í samanburðinum. í samtali okk- ar Patriziu kom þó í Ijós að Noi Donne berst í bökkum, blaðamenn eru á lægri launum en gengur og gerist á öðrum stærri tímaritum og þeim gengur jafnvel ver að fá auglýsingar en okkur! „Fyrirtæki eru mjög treg að auglýsa í Noi Donne, það hefur sterkan vinstri stimpil á sér. Reyndar er blaðið svona glæsilegt útlits, vegna þess að við erum að reyna að losa okkur við þann stimpil, við teljum okkur hvorki vera til vinstri né hægri heldur feministiskt tímarit." — Hvað á Noi Donne sér langa sögu? ,,Það hefur komið út alveg síðan 1944, þá var það fjölritað og dreift á óhernumdu svæðum Italíu, var málgagn andspyrnuhreyfingarinnar og gefið út af kvennasamtökum socialista og kommúnista. Eftir stríðið var farið að gefa það út um landið allt og upplagið stækkað. Konur úr vinstri flokkunum stofnuðu með sér samtökin IIDI (Samein- aðar Konur Ítalíu) og UDI var um skeið eigandi Noi Donne. Þegar kvenna- hreyfingarnar á 6. áratugnum fóru af stað, var UDI þar í fararbroddi. En smám saman fjarlægðist kvennahreyfingin flokkana og ÚDI, sem varð mjög stofnanakenndur félagsskapur með ströngu pyramidafyrir- komulagi — feministar vildu breyta þessu og verða sjálfstæðar: í lok '70 var svo stofnað samvinnufélag um Noi Donne og það er núna eigandi og útgefandi tíma- ritsins. í því geta bæði einstaklingar og félög verið meðlimir. Meðlimir eru núna um 20.000. Áskrifendur að blaðinu eru um 12000 og þeim fækkaði heldur eftir að UDI hætti að eiga blaðið. En nú erum við á uppleið aftur. Noi Donne er gefið út í Róm en því er dreift um alla Ítalíu. Upp- lagið er 45 þúsund nema í mars, þá gef- um við út 200.000 eintök, mars er mjög sérstakur mánuður fyrir ítalskar konur vegna 8. mars og þann dag vilja allar kaupa Noi Donne og heita kven- freliskonur!" — Er ritstjórnin óháð útgáfufélaginu hvað varðar efni blaðsins? „Já og nei. Á árlegum fundi félaga er fjallað ekki aðeins um fjárhag blaðsins heldur líka um efni, komið með aðfinnslur og uppástungur. En við höfum nokkuð frjálsar hendur og erum ákveðnar í að hafa það. Ein ástæðan fyrir því hversu áskrifendum fækkaði, var að mörgum konum þótti blaðið ekki nógu ein- strengislegt, þær vildu fá línuna að ofan — frá UDI — eins og þær voru vanar. Um það hvernig þær ættu að kjósa eða hver afstaðan ætti að vera til vissra mála. Við teljum ekki að Noi Donne eigi að segja konum hvað þær skuli hugsa, við viljum vekja til umhugsunar, benda á nýja fleti og örva umræður. Við getum ekki gefið út einhverja línu." — Til þess að gefa lesendum Veru hug- mynd um um hvað Noi Donne fjallar, bað ég Patriziu að segja mér frá því efni, sem hún hefði unnið að í síðustu blöðum: „Ég var lengi með fastan dálk um heilsu og skrifa enn dálítið mikið um heilsu- farsmál. Nýlega vann ég t.d. að grein um AIDS og hvernig það snerti konur. Konur hafa sýnt AIDS mjög lítinn áhuga enda hefur það einhvern veginn verið gert að karlamáli á Ítalíu. Ég hef einnig skrifað greinar um tæknifrjóvgun — ég sá að þið voruð einmitt að fjalla um þau mál í Veru. Þá for ég til London til að taka við- tal við Lady Warnock, sem var formaður nefndarinnar, sem skilaði af sér Warnock- skýrslunni um tæknifrjógvun og allt það. Mér sýnist reyndar, þegar þú segir mér frá efni Veru, að við séum að ræða hluti á sömu sviðum í þessum tveimur blöðum." — Sendið þið oft blaðakonur til annarra landa, líkt og þú varst send hingað til ís- lands núna? „Nei, varla nokkru sinni, við höfum ekki efni á því! Þó fór ég til London og einu sinni fór ég til Parísar til að tala við rit- höfund — hún heitir Badinter og hefur skrifað m.a. bók um þrá karlmanna eftir því að ganga með börn, sú bók varð mjög umtöluð á Italíu og ég fór á stúfana til að spurja hana eftir því efni." „Við fjöllum töluvert um kynferðis- mál, við höfum nýlega verið með greinar um ofbeldi, um lögregluna, um vændi. . . Stór hluti blaðsins er helgaður menningar- málum, umsögnum um bækur, bíómyndir og þess háttar, það eru viðtöl, við konur í ýmsum störfum. . . allt milli himins og jarðar. Og svo fréttir og tilkynningar um það sem er að gerast, ráðstefnur og þess háttar. Noi Donne á stundum frumkvæði að ráðstefnum, t.d. erum við að skipu- leggja eina núna um tæknifrjóvgun og svo stendur til að skipuleggja kvennaferð til Grikklands. Við ætlum að fara með hóp kvenna í heimsókn á kvennasamyrkjubú í norður Grikklandi. . ." Þegar hér var komið sögu leystist viðtal- ið upp í umræður um kvennaferðir og al- þjóðlegar ráðstefnur um kvennapólitík og drauma um skipti-gistingar íslenskra og ítalskra kvenna sem Vera og Noi Donne gætu skipulagt saman! Fer ekki frekari sögum af því samtali hér! Ms 7

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.