Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 25

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 25
Márta Tikkanen i Reykjavik. Ljósmynd: Sig. Mártu og í mörgu er hún í samræmi við framsettar kenningar um kvenlega skynjun andstætt skynjun karla. „Mérersagtaðbókinendurspegli einhverja sérstaka kvenskynjun og vissulega vitum við að að konur eiga erfitt með að lifa og virka beint af augum. Karlarnir hugsa í beinni línu bæði til góðs og ills. Þeir geta skipt lífinu niður í minni einingar, sett það í hólf óháð hvgr öðrum. Þetta getur þó skilað þeim árangri, t.d. í formi skjóts frama á vinnustað. Við konur erum lengui að þessu þar sem við hreyfum okkur ávallt í hringi í átt að markmiðunum''. Þegar Márta árið 1986 var loksins reiðubúin að setjlnrá sér hand- ritið af Rauðhettu hafði hún unnið í sex ár að gerð bókarinnar. Bókin er því ekkert fljótfæ.pisverk, en heldur ekki tilraun til að skapa hlut- verk meö ákveðnum frásagnarmáta. ,,Ég hef aldrei í vinnu minni við aðSmja bækur sett mig í stelling- ar til að finna formið, það verður allt til á huglægan hátt. Ég leyfi textanum að vaxa og verða til". Márta dregur po alls ekki úr mikilvægi formsins í sköpun sinni. Þegar í fyrstu bók hennar ,,nú á morgun" (nu imorron 1970) finnur maður fyrir þörf hennar á öðruvísi tjáningarmáta en hinum hefð- bundna með punktum og upphafsstöfum. Því hvar er upphafið og endinn í lífi fjögurra barna móður, sem jafnframt hefur áhuga á að sinna öðrum áhugamálum og verkefnum? ..Hvernig ég segi það skiptir mig jafn miklu máli og það sem ég hef að segja. Þetta er spurning um takt, um að samræma málfar og boðskap". Heildin sem þannig skapast úr fjölbreytileika lífsins er aðalatriðið fyrir Mártu. Hún er mikilvæg til að geta sýnt rétta tóninn, til að geta staðið fyrir sínu í listinni. ,,Sumir kvenrithöfundar leggja heiður sinn að veði til að semja samskonar bækur og karlar gera. Það finnst mér fáránlegt og sam- bærilegt við það að konur reyndu að fela kyn sitt með því að klæðast eins og karlar. Fyrir mig er þetta spurning um samstöðu, um að hlýða á eigin rödd þó það passi ekki inn í munstrið. Sjónarhorn karls getur aldrei orðið mitt. Ég é erfitt með að skrifa um karla, erfitt með að skilja hvernig þeir hugsa. Já, það er margt sem ég skil ekki varð- andi karla og það má segja að Rauðhetta fjalli einmitt um þetta. Um 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.