Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 42
heföu haft áhuga á aö kynna sér málin þá heföu þeir
einfaldlega getað lesiö stefnuskrána og séö þar hver
áhersluatriðin eru.
Dræmar undirtektir
En víkjum þá að starfinu fyrstu vikurnar eftir kosning-
ar, sem sumar Kvennalistakonur höföu ímyndaö sér aö
yröi timi slökunar og samveru með fjölskyldunni. Þaö
var nú ööru nær, Jón Baldvin bað um fund strax á
sunnudeginum 26. apríl og ákveöiö var aö hitta hann á
mánudagsmorgni til spjalls og einskis annars. Þessi
ákvöröun var tekin á fyrsta stóra fundinum eftir kosn-
ingar sem haldinn var á Hótel Vík aö kvöldi 26. apríl. Á
fundinum meö Jóni Baldvini var skipst á stefnuskrám
og nokkur málefni rædd. Jón haföi að vísu ákveðnar
hugmyndir um hvaö gera skyldi næstu daga, en tillögur
hans hluti dræmar undirtektir enda höföu þær sem hittu
hann ekki umboð til að ákveöa eitt eða neitt á þessum
spjallfundi.
Á fyrsta Fimmfundinum á Víkinni, mánudaginn 27.
apríl, sem ber þetta nafn vegna tímasetningar fundar-
ins, var staðan rædd og þá leit út fyrir að forsetinn
mundi fela einhverjum umboö til stjórnarmyndunar í
þeirri viku. Inn á hina daglegu Fimmfundi bárust ýmis
skilaboð frá fulltrúum annarra flokka og voru þau rædd
og afstaða mótuð. Fundir þessir vöktu töluverða athygli
og vildu fjölmiölamenn ólmir taka myndir og fylgjast
meö. Ákveðið var aö þaö sem fram færi á þessum fu nd-
um væri trúnaðarmál enda var þar verið aö móta vinnu-
brögö og ræöa hvaöa leiðir væru heillavænlegastar til
árangurs og til aö nýta þann meðbyr sem Kvennalistinn
og málefni hans heföu fengiö í kosningunum.
Fljótlega var farið að vinna aö útfærslu á málefna-
grundvelli fyrir væntanlegar stjórnarmyndunarviöræö-
ur og tóku margar konur þátt í því starfi. Unniö var dag-
lega frá því snemma á morgnana og fram á kvöld að
málefnagrundvellinum og skipti þá ekki máli hvort var
virkur dagur eða helgi. Eins og fram hefur komiö veltu
margir fyrir sér skilyröum Kvennalistans i stjórnarmynd-
unarviöræöunum. Þaö er engin launung og hefur kom-
iö fram þegar þetta er skrifað að bætt kjör láglaunafólks
og elli- og örorkulífeyrisþega, eru meðal megináherlsu-
atriða Kvennalistans. Einnig má nefna dagvistunarmál,
lánamál námsmanna, úrbætur í skólamálum, um-
hverfismál, húsnæöismál og friðar- og utanrikismál.
Hér er aðeins stiklað á stóru en það eru mörg mál sem
mikilvægt er aö gera stórátak í. Þaö var því lítiö um frí
eftir kosningar eins og margar höföu leyft sér aö
dreyma um. En Kvennalistakonur vildu vanda vinnuna
og undirbúning stjórnarmyndunarviöræöna þannig að
það hefur veriö nóg aö gera. Þessi vinna á eflaust eftir
aö nýtast okkur vel þegar þinghald hefst í haust hvort
sem af ríkisstjórnarsamstarfi veröur eða ekki. En þegar
þetta er skrifað þá er óljóst hvaöa ríkisstjórn kemur til
meö aö veröa mynduð.
Tíu dögum eftir kosningar boðaöi forseti fulltrúa
stjórnmálaflokkanna á sinn fund og þangað fóru frá
Kvennalista þær Kristín Karlsdóttir (Austurlandi) og
Guðrún Agnarsdóttir (R.vík). Þetta var í fyrsta sinn sem
forsetinn heimilar tveim fulltrúum einhverra stjórnmála-
samtaka að koma á sinn fund í þessum erindagjöröum.
Það þótti nauðsynlegt aö fela einhverjum ákveönum
hópi umboð til aö taka þátt í stjórnarmyndunarviðræö-
um og varð þingflokkurinn fyrir valinu. Þaö er ekki þar
meö sagt aö þingflokkurinn sé einráöur um hvaö gert
er í viöræöunum, heldur á hann aö bera upp og
kynna mál á Fimmfundunum. Auk þess er gert ráð fyrir
að kallaöar séu til konur eftir því sem nauðsynlegt þykir,
þegar og ef verður farið i raunverulegar stjórnarmynd-
unarviöræður. Ekki má gleyma því aö fundir þingflokks-
ins hafa verið og eru opnir Kvennalistakonum þannig
aö ef þær hafa tök á þá er sjálfsagt aö mæta.