Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 24

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 24
„Við hreyfum okkur í hringi" Viö lifurm í hreyfingu. I okkur og umhverfis okkur. Götuhljóðin berast inn um lokaðan glugga. Það glymur í diskum, eyrað hlustar á meðan höndin stjórnar pennanum, varirnar mynda orð á meðan hugsunin flýgur útúr umræðuefn- inu — útúr herberginu. Lífið er ,,kaós". Mitt í þessu situr Márta Tikkanen, rithöfundur. Það er hún sem bendir okk- ur á ,,kaósið" — sundrungin sem þrátt fyrir allt myndar heild. Einu sinni dreymdi hana um að skrifa bók sem endurspeglaði þetta kaós sem við lifum í. ,,En kaós er ekki list. Uppúr kaósinu verðum við að veiða sjónarhornin", segir Márta. Hún gerði það og Rauðhettan (Rödluvan) óx fram, bók sem eins og fyrri verk Mártu fjallar um að lifa sem kona. Bók þar sem tími og rúm renna saman í eitt. Marta Tikkanen situr við háborðið í Lækjarbrekku. Verið er að fjar-t lægja diska, glös og hnífapör. Síðustu þátttakendurnir f hádegis- verðarfundi Kvenréttindafélagsins, þann 8. maí eru að tínast út úr salnum, niður stigann. Yfir súpunni hefur Márta sagt frá þeirri erfiðu baráttu sem kvenrithöfundar þarf að há til að fá viðurkenningu. Jafnframt sagði hún frá tilraun sem hún tók þátt í að hrinda í fram- kvæmd og var til þess gerð að vekja athygli á kvenskáldum í Finn- landi, bæði þeim sem hafa finnsku að móðurmáli og þeim sem hafa sænsku að móðurmáli. En þótt tíminn væri naumur tókst henni einnig að varpa nokkru Ijósi á það verkefni sem henni er ef til vill hugstæðast um þessar mundir, en hún hefur ennþá hönd á ,,Rauð- hettu”, bókinni sem kom út 1986. Á 31 3 síðum ferðast hún óheft og án takmarkana fram og aftur í tíma og rúmi. Á blaðsíðu 129 er Rauðhetta 9 ára og með áhyggjur af hvítum ullarbuxum, á blaðsíðu 140er hún fullorðin kona meðáhyggjur húsmóðurinnar, á blaðsíðu 138 er hún unglingur í fyrsta skipti á föstu. Hvernig er hægt á þenn- an hátt að skapa heilsteypt verk, eins og Márta gerir þó? Svarið er einfalt: ,,Ég skrifa einfaldlega út frá reynslu minni sem kona. Það er þannigsemégupplifi tilveruna. Mér finnstégberaalla mína reynslu með mér og það er hún sem ber mig uppi'' útskýrir Márta. ,,Ekkert af því sem ég hef upplifað verður skilið eftir á bak við mig. Draumar, tilfinningar, upplifanir — allt býr þetta í mér og mér finnst stundum engin mörk vera á milli tíma og rúms. Þetta kemur einkum yfir mig þegar ég dvel í skerjagarðinum, í sumarbústaðnum okkar, sem toreldrar mínir áttu. Þar sé ég móður mína fyrir mér þar sem hún gengur að húsinu með stóra hvíta hattinn, ég sé okkur systkinin og upplifi leiki mína á klöppunum aftur. Þetta er engin ný skynjun hjá mér. Þegar sem lítil stelpa skynjaði ég (jfið á svipaðan hátt, og ég veit að þegar ég var þriggja ára reyndi ég að lýsa tímanum eins og slöngu sem hringaði sig áfram en gleypti að lokum afturhlutann á sjálfri sér. Tíminn varð að hring:án upphafs og enda. Á sama hátt vex konan í mér, eins og gormur. Mig langar t.d. að sitja á gólfinu og hafa börnin mín í kringum mig, vera í miðju lífins, nærast af margbreytileika þess, auðlegð þess". Þegar Rauðhetta kom út hófst einmitt umræða um tírnaskynjun 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.