Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 39

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 39
Oröbragö borgarstjórans Á öðrum stað í Veru segir Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra frá nýliðinni kjaradeilu fóstra og borgaryfir- valda. Hér verður ekki farið nánar út í þá sálma held- ur aðeins vakin athygli á stóryrðum borgarstjóra og lítilsvirðingu hans I garð fóstra. Margrét Pála Ólafsdóttir var sérstakur skotspónn borgarstjóra í þessari kjaradeilu. Borgarstjóri lýsti því yfir í fjölmiðlum að hún stjórnaðist af „annarleg- um hvötum" í kjarabaráttunni og vísaði til þess að hún væri meira að segja svo róttæk að hún hefði ekki haldist við í verkalýðsmálaráði Alþýðubanda- lagsins. Það hefði ekki verið nógu „fjörugt" fyrir hana. Með þessum orðum var borgarstjóri að safna sprekum í þann bálköst sem konur sem berjast fyrir rétti sinum hafa oft verið brenndar á undir því yfir- skini að þær séu samviskulausar frenjur. En borgarstjóri sagði fleira. í hádegisfréttum út- varps þann 1. maí, á alþjóðadegi verkalýðsins, lýsti hann fóstrum sem ,,öfgastarfsmönnum“ og talaði um að uppsagnir þeirra væru ekki kjarabarátta held- ur „bara uppþotsvilji". Það dapurlegasta var þó að Haraldur Hannesson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, tók í sama streng og borgarstjóri í þess- um fréttum. í sjónvarpsfréttum þennan sama dag var borgar- stjóri í ham og talaði ekki lengur um fóstrur heldur „þettafólk". „Þettafólkerhætt. Þaðerbúiðaðsýna það að við það er ekki hægt að tala.“ Og áfram hélt hann. „Þeir sem leiða þennan hóp núna þeir sýna það að þeim er gjörsamlega sama um hagsmuni — ég tala nú ekki um hagsmuni borgarinnar — en hagsmuni barnanna og foreldranna og nota þessa aðila bara sem black mail gagnvart borginni." Af orðum borgarstjóra mátti helst skilja að bylting væri í aðsigi því hann sagði: „Ég óttast það að það sem hér sé að gerast sé það að tiltölulega fámennur hóp- ur fái að ráða þarna ferðinni og sé bara að reyna að skapa upplausnarástand. Það er engin önnur skýr- ing.“ Borgarstjóri var samt ekki alveg búinn að gefa upp vonina og sagði — rétt eins og hann væri að tala um börn eða skepnur — að hann vonaði „að eitt- hvað af þeim sem að skynugri eru og vilja ekki svona framkomu, mæti til vinnu.“ Þurfum við frekari vitna við um það að karlveldið er til — þetta er borgarstjórinn ,,okkar“ sem svona talar til kvenna! Ingibjörg Sólrún Gisladóttir. BORGARVERND — getur leitt til stórslysa í náttúruvernd Á nýsamþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur er að finna nýtt hugtak á sviði náttúruverndar s.k. borgarvernd og borgarvernduð svæði. Þetta hugtak á sér enga stoð í lögum og engin rök eru færð fyrir því hvers vegna ekki má notast við það form friðlýsinga sem fyrir er í landinu. Að manni læðist sá grunur að tilgangurinn sé að- eins sá að komast fram hjá öryggisventlinum, þ.e. Náttúruverndarráði, við stjórn þessarra svæða. Þá verður það sami aðili sem bæði hef- ur hag af nýtingu svæðanna og á að meta hvort eigi að nýta þau, t.d. til bygginga eða fram- kvæmda. Slík tilhögun hefur margoft leitt til stórslysa í náttúruvernd og siðmenntaðar þjóð- ir á því sviði reyna að koma í veg fyrir þess hátt- ar fyrirkomulag. Friölýsing lands á sér tvö megin markmið. Annars vegar er land friðlýst vegna þess að þar er náttúran sér- stæð að einhverju leyti og mikilvægt að hún fái að þró- ast eftir eigin lögmálum en verði ekki breytt af manna völdum, hins vegar er land friðlýst til að auðvelda al- menningi aðgang að náttúrunni. Sum svæði eru friðlýst með annað hvort þessarra^triða að megin markmiði en í flestum er reynt að samræma þessi tvö markmið og reynist oft erfitt. Samkvæmt íslenskum lögum sér Náttúruverndarráð um friðlýsingar lands, þ.e. leitast við að semja við eig- endur lands og rétthafa hlunninda um að á svæðunum gildi ákveðnar umgengnisreglur, t.d. þær að allt jarð- rask og mannvirkjagerð sé háð leyfi ráðsins. Þetta ætti að tryggja að einn eða örfáir einstaklingar geti ekki með látum eyðilagt eitthvert náttúruverðmæti sem er allri þjóðinni, eða stórum hluta hennar, dýrmætt. Samning reglugerðanna um friðlýstu svæðin og stjórn þeirra er alls staðar gerð í nánu samráði við landeigendur og þá sem með hefðum hafa skapað sér ein hvern rétt á svæð- unum, (oftast of nánu, finnst flestum sem til þekkja og bera hag náttúruverndar og almennings fyrir brjósti). Friðlýstum svæðum er skipt í fjóra flokka, friðlönd, nátt- úruvætti, þjóðgarða og fólkvanga. Á þriggja ára fresti gefur Náttúruverndarráð út s.k. náttúruminjaskrá. Þarer listi yfir friölýst svæöi og einnig annar listi, miklu lengri, yfir þau svæði sem Náttúru- verndarráð vildi gjarnan friðlýsa, en hefur ekki getað af einhverjum ástæðum. I síðustu náttúruminjaskrá, sem kom út fyrir rúmlega þremur árum, eru 64 friðlýst svæði

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.