Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 16

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 16
verið þó nokkuð rannsökuð (Sacks 1974; Jefferson 1974; Goodwin, 1980). í Ijós hefur komið að áheyrendur styðja ekki endilega þann sem segir frá heldur fær sá sem er að tala á sig skot og gagnrýni meðan á frásögn stendur. Nauðsynlegt er fyrir stráka að læra að þola og bera af sér gagnrýnisskot annarra jafn- framt því að halda athygli og klára frásögn sína (Byggt á sam- antekt Maltz og Borker, 1982: 205—208). Stelpur leika sér í smærri hóþ- um en strákar. Þær eru oft tvær og tvær saman, oftast jafnaldr- ar. Þær eru yfirleitt útaf fyrir sig að leika, eða við þannig aðstæð- ur að það þarf að bjóða þriðja aðila formlega að vera með ef til kemur. Leikurinn byggist upp á samvinnu og er yfirleitt ekki gerður fyrir keppni (Lever, 1976; Goodwin, 1980). Teikningar: Sigga Lillý Samskipti milli stelpna eru yfirleitt ekki valdasamskipti heldur byggjast upp á vináttutengslum. Felst vinátta fyrir stelpum í nán- um tengslum, skuldbindingum og tryggð og hugmyndin um bestu vinkonuna er mjög mikilvæg. Stelpur tengjast náið og oft getur ein vinkona orðið til þess að önnur er útilokuð. Vegna þess hve stelpur verða nátengdar hver annarri geta vináttuslit orðið til- finningalega mjög erfið (Maltz og Borker, 1982: 205). Goodwin (1980: 1972) bendir á að þessi grasrótar umgjörð á samskiptum stelpna þar sem eru engin eða lítil valdasamskipti, þjálfar stelpur í að mynda með sér samtök jafningja gegn öðrum hópum. Aftur á móti kemur fyrir að stelpur lendi í vandræðum þvi það myndast oft togstreita, deilur og andúð og af því að það er enginri sérstakur leiðtogi í stelpnahópi sem allar hlýða getur reynsterfitt að leysa vandamálin. Ekki þykir réttlátt meðal stelpna að leysa deilur með valdbeitingu, eins og leyfilegt er meðal stráka né heldur er réttlátt að beita sterkri persónu eða félagslegum styrkleika. Því kemur fyrir þegar deilur rísa í hópi stelpna að þær gera ekkert, gefast upp og leysa upp hópinn (Lever, 1976). Strák- ar myndu líklega leysa vandamálið með áflogum og stríði. Stelp- urnar læra meðtímanum aö leysa vandamál sín meðorðum. Þær læra að stofna og viðhalda sambandi sem byggir á nánum tengsl- um og jafnrétti. Þær læralíkaað gagnrýna aðraá réttan og viður- kenndan hátt og í þriðja lagi að túlka rétt það sem aðrar stelpur segja. Vináttu er komið á með tali. Þær læra að styðja hvor aðra í orðum og læra að viðurkenna rétt annarra til þess að tala. Þær samþykkja oft það sem sagt er í þeim tilgangi að koma upp og við- halda sambandi sem byggist á jafnrétti og nálægð (Maltz og Borker, 1982:205—206). Stelpur skiptast á upplýsingum og trún- aði til að viðhalda nánu sambandi en einnig til að skapa skuld- bindingar. Þær læra að gagnrýna og deila án þess að virðast of árásargjarnar og án þess að fólki finnist þær vera stjórnsamar og frekar. Stjórnsemi er bönnuð því hún eyðir jafnrétti og komið hef- urfram að í stelpna hópi er álitið mjög neikvætt að skipa jafningja sínum fyrir og er aðeins viðeigandi í leik og ef um yngra systkini er að ræða (Goodwin, 1980). Deilur og gagnrýni í heimi stelpna er áhættusamt fyrirbæri vegna þess að hún getur snúist gegn gagnrýnandanum. Stelpur læra því að fara pent í gagnrýni og setja hana oft fram í nafni einhvers annars eða óbeint í gegnum þriðja aðila. (Maltz og Borker 1982: 206) Stelpur verða að læra að túlka nálægö vináttunnar og átta sig á því hvað í henni felst ásamt því að læra að þekkja gagnrýni. Þær stelpur sem ekki aðlagast eiga á hættu að verða útilokaðar og hæddar. Þannig eru það bæði foreldrar, ættingjar, vinir, skólinn og börn- in sjálf sem viðhalda ólíkri félagsmótun kynjanna. En ekki bara þessir aðilar, fjölmiðlar og bókmenntir eiga mjög stóran þátt í að viðhalda hefðbundinni félagsmótun. STELPUM MISMUNAÐ Á meðan þjóðfélagið er kynskipt verða til hinar ýmsu hefðir og venjur sem tengjast kynjunum sérstaklega. Bókmenntirnar endurspegla oft hlutverk kynjanna í þjóðfélaginu og eiga sinn þátt í að móta börnin. Þó nokkuð hefur verið gert af því í bókmenntum að fjalla um leikmenningu stráka. Til dæmis eru vinsælar núna upp á síðkastið svokallaðar ,,pollabókmenntir“ (sjá Veru 6/1986) þar sem sagt er frá litlum drengjum þegar þeir eru að alast upp. Hinsvegar hefur lítið verið gert af því að skrifa ævintýri eða sögur um stelpur, samskipti þeirra og ævintýri og hvernig þær geta bjargað sér úr vandræðum. í bókum (og sjónvarpsmyndum) eru stelpurnar iðulega í aukahlutverkum. Þær fá að vera með strák- unum og eru síður en svo afgerandi í sögunum. Þegar eitthvað spennandi og jafnvel hættulegt fer að gerast eru þær oft skildar út undan. Gott dæmi um þetta eru hinar sívinsælu Fimm- og Ævintýrabækur eftir Enid Blyton, þar sem Georgína er alltaf að reyna að ná sama sess og strákarnir. Hún vill láta kalla sig Georg og berst á móti því að vera skilin eftir meö Önnu sem er hrædd við allt. Sama má segja um gömlu ævintýrin. Hlutverk prinsess- anna í ævintýrunum er alltaf það sama, þ.e. að vera fallegar, ynd- islegar og viðkvæmar. Þær geta ekki bjargað sér sjálfar heldur verða að bíða þangað til riddarinn á hvíta hestinum kemur og bjargar þeim úr höndum hins vonda og svona mætti lengi telja. Eins og mæður þeirra, eru stelpur og leikmenning þeirra ekki eins áberandi í þessu þjóðfélagi og strákar. Gott dæmi um það eru íþróttasíður dagblaðanna sem segja ósjaldan frá „pollamót- um“ í hinum ýmsu íþróttagreinum en gleyma jafnoft að segja frá íþróttum eða tómstundaiðju stelpna jafnvel þó þær séu að keppa í hefðbundnum karlaíþróttum. Þrátt fyrir þessa litlu athygli er vitað að það er margt í menningu og leikhefð stelpna sem er sérstakt og athyglisvert og ýtir undir ákveðinn þroska og skilning á mannlegum samskiptum, en þótt einkennilegt megi virðast nýtist þeim ekki til framdráttar þegar út í þjóðfélagið er komið. En í rauninni er það ekki svo skrýtið því þjóðfélagið er mótað af karlmönnum og það gildismat og eigin- leikar sem tengjast konum sérstaklega ekki hátt skrifaðar. Þannig hefur þjóðfélag okkar og menning þróast i gegnum tíðina í það að konur og karlar gegni ólíkum hlutverkum og þess vegna er félagsmótun stelpna og stráka í dag ólik. Stelpur efla og styrkja aðra eiginleika en strákarnir, eigjnleika sem bæði kynin hafa í sér en þurfa misjafnlega mikið af þegar út í þjóðfélagið er komið. Hvorugu er þessi mótun eiginleg og er það mjög ein- staklingsbundið hvernig tekst að móta hvern og einn. Sumir strákar eiga erfitt með að aðlaga sig að karlamenningunni og sumar stelpur að kvennamenningunni. Konur hafa i gegnum 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.