Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 18

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 18
Viö fullorðna fólkið furðum okkur oft á unglingum og oft heyrum við foreldra segja frá því hve þau kvíði því þegar börn þeirra komist á unglingsárin. Sérstaklega virðast margir foreldrar verða hræddir um dætur sínar á þessum árum. Stelp- urnar hætta að verða litlu sætu stelpurnar sem eru í dúkkuleik, í skátunum, í fimleikum o.fl. og byrja að mála sig, hugsa um útlitið, stráka og eru ekki lengur í boltaleik þegar þær eru úti á kvöld- in. Þær fjarlaégjast heim barnsinssemforeldrarn- ir gátu fylgst svo vel með og tilheyra heimi unglingsárana. Margir foreldrar finna til hræðslu og óöryggis gagnvart því lífi sem unglingurinn þeirra er að lifa og treysta barni sínu illa á þessum árum. En hvað eru stelpur að hugsa um á þess- um árum, hver eru áhugamál þeirra, draumar og lífsviðhorf. SPJALLAÐ VIÐ S Einn morgunn í maí hitti Vera aö máli íjórar bráö- hressar 12 ára stelpur, í því skyni að forvitnast um hvað stelpur á þessum aldri eru aö gera og hvaö þær hugsa. Þetta voru þær Erna, Arney og Rósa sem eru í Snælandsskóla, og Anna sem er í Digra- nesskóla. Þær eru vinkonur og eru öllum stundum saman, eða eins og þær geta komiö því viö, því er þaö eðlilegt að áhugamál þeirra séu þau sömu. Það var einmitt um þau, áhugamálin sem ég spurði fyrst. Þær voru fljótar að svara að þau væru íþróttir og leiklist. Allar eru þær í fótbolta en líka í frjálsum íþróttum, tennis og djassballett. En það er greinilegt að fótboltinn skipar þar stærstan sess. ,,Hvað er svona skemmtilegt við fótboltann?“ spyr ég sem aldrei hef getað skilið hvaða ánægju er hægt að fá út úr því að sparka bolta — enda aldrei látið mér detta í hug að reyna! „Bara allt“ segja þær. ,,/Efingarnar eru skemmtilegar, þó sérstaklega fyrir keppnir, þá verða þær miklu strangari, já það er mest gaman að taka þátt í keppnum“. Þær eru allar i Breiðablik en Anna var áður i Í.K. „Þjálfarinn þar nennti ekkert að vinna með okkur, hann hafði enga trú á okkur, hélt að við gætum ekki neitt og að við værum svo aumar og vitlausar. Ég fann það þegar ég kom í Breiðablik hvað þjálfarinn þar hafði mikla trú á okkur. Hún var svo ákveðin í að drífa okkur áfram og þá nær maður miklu meiri árangri.“ Arney tekur undir þetta og segir að þaö sé miklu betra fyrir stelpurað hafa kvenþjálfara. „En hvers vegna?“ spyr ég. „Sumir leggja áherslu á samspil og svoleiðis, en margir karlþjálfarar eru ofsalega grófir, leggja áherslu á hörku og bardaga,“ segja þær. „Ef við værum með svona þjálfara myndum við örugglegagefast upp. Svo er sagt um okkur að við séum svo kurteisar og að við þorum ekki að tuddaokkur áfram, en samt gengur okkur vel.“ Ég spyr hvort þessi lýsing gildi um karlþjálfara yfirleitt. „Flesta" segja þær, „annars vorum við með einn sem var ágætur. Hann var opinn og hægt að tala við hann, maður verður að geta sagt hvað manni finnst." Nú hefur fótbolti fram að þessu verið stráka/karla íþrótt, af hverju halda þær að strákar líöi þessa hörku en ekki stelpur? „Þeir eru sennilega bara búnir að venjast þessu. Það er líka alltaf sagt að strákar eigi að vera harðir og slást en stelpur eigi að vera upp á punt. Allavega hefur þetta verið svona, það er eitt- hvað að skána en þó ekki alveg. Eins og t.d. á íslandsmótunum höfum viö venjulega fengið að gista yfir helgi en núna seinast þurftum við að koma á sunnudeginum, við þurftum að víkja fyrir einhverjum karlaflokki sem var að keppa.“ En vinkonurnar hafa áhuga á fleiru en fótbolta, þær hafa brenn- andi áhuga á leiklist. Arney, Rósa og Erna hafa veriö á leiklistar- 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.