Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 32

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 32
fólk af ættinni geti ekki hugsað sértækt. . . að breyta einstaklingi í hugtak sem nefndist ,,einn“ var of erfitt fyrir flesta. „Hvernig getur þessi manneskja verið einn í þetta skipti og svo önnur seinna einn — eru þær ekki sín hvor mann- eskjan?" var venjulega fyrsta spurningin sem fólk- ið var vant að spyrja.“ (bls. 130) Einnig kemur fram að fólk- ið af Ættinni á erfitt með að mynda heildir. Þannig eiga þau nöfn yfir flest alla hluti en engin tegundaheit. Til dæmis eiga þau nöfn yfir all- ar gerðir trjáa en ekkert heild- arhugtak sem merkir tré. Samt sem áður er mál þeirra fullt af lífi og litum en nær engar sértekningar segir enn- fremur á bls. 130. Aftur á mót er minni Aylu ekki eins gott og fólksins af ættinni. Iza fósturmóðir henn- ar þurfti að hlýða henni yfir aftur og aftur þegar hún var að kenna henni læknislistina. Uba er dóttir Izu og fæddist þvi með þekkingu á læknis- listinni. Formæður hennar höfðu allar verið töfralæknar og það þurfti því bara að minna hana á þekkingu sem þegar var geymd í heila hennar og venja hana síðan við að nota þá þekkingu (bls. 191). Þó að mikil áhersla sé lögð á að fólkið af Ættinni sé vitsmunalega öðruvísi en Ayla þá er margt sem bendir til þess að það sé ekkert síðra. Einn munurinn á Aylu og fólkinu af Ættinni er að hún hefur talfæri sem geta myndað fjölbreytileg hljóð en fólkið ekki. Samt sem áður notar það mál, málfræöikerfi sem byggir á því að blanda saman hljóðum, handa hreyfingum, táknum og svip- brigðum. Til dæmis þýðir ákveðið hljóð (orð) vatn en hljóðið ásamt ákveðinni hreyfingu (tákni) þýðir renn- andi vatn. Ákveðin handa- hreyfing ásamt hljóðinu (orð- inu) ,,fætur“ þýðir fætur á hreyfingu eða ganga. Önnur handarhreyfing lík hreyfing- unni sem þýðir ,,ganga“ þýðir að hlaupa ef gerð með hljóðinu sem táknar ,,fætur.“ (sjá bls. 104—106). Samkvæmt þessu eru nafn- orðin mynduð meö hljóðum og sagnirnar táknaðar með höndunum. Þannig getur fólk Ættarinnar látið hendur eða hreyfingu handa tákna hlaupa eða ganga og hljóð tákna tré, hluti eða ein- staklinga. Það getur notað þetta mál til að segja sögur af veiðum, segja þjóðsögur sem hafa gengið milli manna ætt- lið fram af ættlið, o.m.fl. Mál er í eðli sínu sértekið fyrir- bæri. Það losar okkur undan ,,hér og nú“ og gerir okkur kleift að tala um hluti og fyrir- bæri sem tilheyra ekki nú- tímanum eða eru úr sjónmáli. Þannig skilur fólk Ættarinnar sértekin hugtök eins og fortíð og framtíð. Það hefur Minn- ingar frá því í upphafi Ættar- innar og man uppruna sinn. Mog-urinn skynjar einnig framtíðina og veit að Ættin á eftir að deyja út. Ennfremur, þrátt fyrir að þau myndi ekki heildir úr trjám og jurtum, mynda þau heildir úr fólki. Þannig er ætt- flokkur Bruns ein heild og síðan hittast fleiri ættflokkar á Ættarþingi sem haldið er með reglulegu millibili. Þar sam- einast allar heildirnar (ætt- flokkarnir) og mynda eina stóra heild sem er Ættin eða Þjóð Bjarnarins Mikla. Samkvæmt heimsmynd Ættarinnar eru vitsmunahæfi- leikar kallaðar Minningar og þar sem Ayla er ekki af Ætt- inni passar hún ekki inn í heimsmynd þeirra og hefur því ekki Minningar. Þegar í Ijós kemur að Ayla er líka fær um að gera rétt við lækning- arnar án þess að einhver segi henni það þá verður að útskýra það með einhverju öðru en Minningunum. Fósturmóður hennar dettur helst í hug að hún hljóti að vera komin af ætt kvenna sem verið hafa töfralæknar, en Ayla hefur sérstakan hugsunarhátt, sérstakan skilning og getur því orðið góður töfralæknir (bls. 222). Skilningur Izu er útskýrður með Minningunum en skiln- ingur Aylu er útskýrður með sérstökum hugsunarhætti. Árangurinn virðist sá sami. Þó Ayla sé alin upp meðal fólksins er hún fædd af Hinum. Hún er örðuvísi en það, sem verður til þess að hún er þrátt fyrir allt alin upp á annan hátt en hin börnin. Hún fær veiðimannatótem sem verndartákn þó að að- eins karlmenn megi veiða og Mogurinn (æðsti presturinn) kennir henni af sínum fræð- um ýmislegt sem ekki einu sinni karlmennirnir mega vita. Sérstaða hennar verður til þess að höfðingjasonurinn verður afbrýðisamur út í hana og margir reyna að hafa áhrif á uppeldi hennar. Hún er oft áminnt því hún hegðar sér ekki eins og konu sæmir. Konurnar eru kúgaðar. Þær mega ekki tala nema karlar leyfi þeim það og verða að hlýða körlunum í einu og öllu. Þær verða að þjóna körl- unum, ekki bara mökum sínum heldur öllum karl- mönnunum hvort sem er til borðs eða sængur. Þó hefur makinn einkarétt á sinni konu og hinir karlarnir nota þær síður ef karlinn vill hafa hana út af fyrir sig. Ayla er upp- reisnargjörn og á erfitt með að sætta sig við stöðu sína. Hún er sterk kona, fulltrúi framtíöarinnar en ættflokkur Þjóðar Bjarnarins Mikla er fulltrúi þess sem er og hefur verið. Menning þeirra er mörg þúsund ára gömul og þar sitja hefðir og reglur í fyrirrúmi. Þar er lítið svigrúm fyrir undantekningar hvað þá breytingar. Þegar Ayla kemur til Ættarinnar mætast tveir ólíkir heimar Ayla passar ekki inn í heimsmynd Ættarinnar og því rís samfélagið upp á móti henni. Höfðingi Ættar- innar með hjálp Mog-ursins, fósturföður Aylu, reynir að finna leiðir til þess að láta Aylu passa inn í samfélagið, en relgurnar eru ófrávíkjan- legar og gefa lítið svigrúm til undantekninga. Þetta íhald- sama samfélag mótar allan hugsanagang fólksins og maður spyr sig hvort það eigi ekki sinn þátt í að marka ör- lög kynstofnsins. Það er margt í samfélagi Ættarinnar sem við þekkjum úr okkar samfélagi og má sjá margt líkt með viðbrögðum nútímasamfélagsins við kven- frelsisbaráttu og viðbrögðum samfélags Ættarinnar við Aylu. Þessi skemmtilega bók minnir mann á hve langt maðurinn er kominn frá upp- runa sínum I steinsteypu samfélögum nútímans og fær mann til þess að skoða nátt- úruna út frá öðru sjónarhorni. Lýsingar á lifnaðarháttum í þjóðfélagi Bjarnarins Mikla eru það nákvæmar að sagan verður trúverðug og meðan á lestri stendur er nauösynlegt að minna sig á að þetta er skáldsaga og skal skoöast sem slík. Vonandi þurfum við ekki að bíða lengi eftir næstu sögu um Aylu en allt í allt eru bækurnar þrjár ,,The Clan of the Cave Bear" eða Þjóð Bjarnarins Mikla, ,,The Valley of Horses“ og ,,The Mammoth Hunters“. bb 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.