Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 22

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 22
MOÐIR VERÐANDI KVENNA segir frá Stelpurnar mínar voru alveg einstaklega róleg börn. Þær fóru hljóðalaust í rúmið, sváfu allar nætur, fengu aldrei í eyrun og aldrei í magann (jæja — kannski kvöld og kvöld), voru aldrei handóðar. . . Fólk sagði: Mikið er þetta rólegt barn, en þetta er nú líka stelpa. Vegna þess að ég á enga stráka fékk ég aldrei að vita hvort þær væru svona góðar af því að ég væri svo stórkostlegur uppalandi eða af því að þær eru stelpur. Vinkona mín, sem á aftur bara stráka, veit hins vegar alls ekki hvort þeir voru svona fyrirferðamiklir vegna þess að þeir voru strákar eða vegna þess að hún hefði gert eitthvað rangt. „Strákar eru svo erfiðir" sagði fólk við hana. Ein enn, sem á bæði stelþur og stáka segist engan mun hafa fundið og enn önnur, sem líka á bæði kynin segir að hún hafi aldrei haft neitt fyrir stelpunum. Og hvað sem hver segir þá er eitt víst: Öll segja eitthvað. Og ræða þetta fram og til baka. Hvað er meðfætt, hvað ekki. Og hverju fá foreldrarnir ráðið? BLÁTT OG BLEIKT Mér finnst alveg ofboðslega gaman að eiga þrjár stelþur. Þrjár verðandi konur! Ég geri mér vonir um að ég sé að skapa sterkar, sjálfstæðar konur, sem muni standa fast á sínum rétti og fara þær leiðir sem þær kjósa. En hvernig á ég aö fara að því? Þegar ég eignaðist þá fyrstu voru reglurnar skýrar. Öll vissu að barn lærir furðu fljótt að bregöast við viðmóti umhverfisins og að viðmót umhverfisins færi eftir því hvers kyns barnið væri. Málið var að láta engan sjá hvort hvítvoðungurinn væri stelpa eða strákur. Allt sem ég fékk á sængina var bleikt eða rautt. Sjálf hafði ég auðvitað forðast bæði bleikt og blátt; prjónað grænar peysur keypt gul náttföt. M.a.s. sængurfötin voru alls ekki bleik og vagninn var dökkblár en það var nú bara af því að ég erfði hann frá kunningjum og réði svo sem engu um litinn. Ég klæddi hana í þleiku fötin þegar ég ætlaði örugglega ekki með hana á mannamót. Engin skyldi læsa þessa litlu stúlku inni I einhverju kyn- hlutverki. Þegar hún varð tveggja ára — og hafði aldrei verið rauðklædd utandyra, gáfum við henni bíl í afmælisgjöf. Að kvöldi afmælisdagsins lagði hún bílinn á hliðina hjá rúminu sínu, breiddi ofan á hann teppi og söng hann í svefn. Og þaö þrátt fyrir brúnröndótta gallann og grænu húfuna? Eftir það hætti ég að hugsa mikið um kyn leikfanga. SLEIF í BLEYJU Þetta með dúkkurnar hefur þó löngum setið I mér. Eins og við allar vitum þá er okkur kennt það með dúkk- um að við séum verðandi mæður og munum í það minnsta gegna aðhlynningarhlutverkinu. Þess vegna er best að gefa stúlkum ekki brúður en sniðugt að gefa strákunum þær. Þessi kenning stjórnaði jólagjafainn- kaupunum lengi vel, mínar stelpur fengu lestir, playmo, bíla, skiptilyklasett o.s.frv. En þeim tókst að troða sér inn í umönnunarhlutverkið þrátt fyrir geim-gallana. Ekkert reynir betur á úrræöagáfu barna en meðvitaðir foreldrar: Lengi vel var stærsta sleifin mín yngsta barn miödóttur minnar og svaf hjá henni eftir að hafa fengið bleyju. Neðsta eldhússkúffan varð að barnavagni fyrir sleifina. Sleifin datt og meiddi sig svo mamman breyttist snarlega í hjúkrunarkonu með plástra í öllum vösum. Hvers vegna viltu ekki verða læknir, spurði hin með- vitaða móðir í angist sinni? Hvers vegna viltu endilega verða hjúkrunarkona? Mér langar (hvar hafði barnið lært ÞETTA?) ekki til að verða hjúkrunarkona, ég er bara að leika hjúkrunarkonu, þær koma alltaf fyrst á spítlanum. Mór langar til að verða búðarkona. BARBIE MÆTIR Það kom auðvitað alls ekki til mála að gefa þeim Barbie. Barbie dúkkur hafa voðaleg áhrif á ungar stelp- ur, það er alveg klárt. Svo erfðu þær gamlar Barbie dúkkur og þá var fjandinn laus. Ég hélt uþþi gáfulegum samræðum af því tagi sem þroska hug barna, — um kvenímyndir, fyrirmyndir, konur og karla, fegurð, augna- yndi o.s.frv. Þær vissu ekkert um hvað ég var að tala. Barbie kann að vera fáránlega vaxin og vekja upp rang- ar kenndir í ómótuðum barnshugum en ef kvenímyndin, sem hún líkamnar á sinn hræðilega hátt, gegnir hlut- verkunum, sem stelpurnar mínar fólu Barbie dúkkunum sínum, þá held ég ekki heimurinn farist. Barbie er snoð- klipþt og klífur fjöll (toguð I snúru uþþ á svalirnar), syndir yfir Atlantshafið (I baðinu), stjórnar umferð (úr aftursæt- inu), breytist í hest ef indíáni þarf að komast yfir stöðu- vatn, fer til tunglsins I þlaymo-geimfari. . . henni eru engin takmörk sett. Það er aumingja Ken, sem dúsir óhreyfður uppi [ hillu og fær aldrei að fara spönn frá rassi. HVER GERIR HVAÐ? Líklega var það ekki I leikföngunum og litnum á fötunum, sem mótunin faldist! Auðvitað sækja börn hug- myndir sínar um hlutverk kynjanna beint til foreldranna sjálfra. Kenning: Dótti líkir eftir móður, sonur eftir föður. Ergo: Foreldrarnir verða að rugla saman kynhlut- verkunum. Pabbi eldar matinn, mamma gerir við bílinn. Pabbi ryksugar, mamma skiþtir um kló. (Þessi verka- skipting reyndist í fyrstu mjög tímafrek vegna þess að fyrst þurfti pabbi að kenna mömmu að skipta um kló og mamma varð alltaf að ryksuga aftur þegar pabbi hélt hann væri búinn að því.) Þrátt fyrir allt það endurskipu- lag, endurhæfingu, allt þrasið og þruglið er þessu haldið til streitu, kannski ekki síst mín vegna. /Ö ENDURMAT Á STÖRFUM KVENNA Og svo kom líka hvort eð er þar í kvennasögunni að ekki skipti lengur höfuðmáli hver gerði hvað heldur hvers virði hvað væri sem hver gerði. „Láttu mig I friði, ég er að vinna“ sagði pabbinn þar sem hann stóð við upþvaskið. Húsverk eru vinna. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.