Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 44

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 44
íminist glee: Kristmundsdottir flanked by riking ake the helm Fjölmiðlar fyrir og eftir kosningar Áhugi fjölmiðla á Kvennalistanum hefur líklega aldrei veriö meiri en dagana eftir kosningar. ís- lensku fjölmiölarnir hafa sérstaklega áhuga á aö vita um næstu skref okkar og skilyrði fyrir ríkisstjórnar- myndun eins og kom fram hér aö framan. Þaö er af sem áður var aö viö þurftum yfirleitt að leggja okkur sérstaklega fram um aö koma aö smávægilegum upplýsingum um hvaö var að gerast hjá Kvennalist- anum. Til dæmis má nefna aö þegar hin ítarlega stefnuskrá okkar var kynnt á blaðamannafundi en í henni eru raunveruleg svör viö öllum spurningum fréttámanna, þá mættu aðeins þrír fréttamenn. Mik- iö var gengið eftir einum fjölmiðlinum og Kvenna- listakonur voru tilbúnar til aö mæta í viðtal hvenær sem var, en ekkert varö af viötalinu. Nú eru þeir hins vegar óhressir ef viö svörum ekki hverju sem þeir spyrja um samstundis og eiga erfitt meö aö skilja aö viö þurfum tíma til aö vinna aö okkar málum. Ekki er hér verið að kvarta undan viöbrögöum fjölmiöla viö niöurstööum kosninganna, hins vegar var þetta ný reynsla fyrir margar Kvennalistakonur og setti þaö sitt mark á umræður a.m.k. fyrstu dagana eftir kosn- ingar. Erlendir fjölmiðlar hafa líka sýnt Kvennalistan- um mikinn áhuga eftir kosningar, en þeir spyrja oft- ast annars konar spurninga en þeir íslensku. Samt hafa sumir veriö búnir aö kynna sér málin mjög vel. Fróttir af góöum árangri Kvennalistans hafa borist víöa t.d. má nefna Japan, Ástralíu, Bandaríkin, Kanada, Ítalíu, Holland, Spán, Bretland, Norður- löndin öll og svo mætti lengi telja. Eitt er þaö sem viö höfum þurft aö gæta sérstak- lega að í fjölmiðlafárinu svokallaöa og þaö er aö enginn okkar fái þann vafasama stimpil að teljast formaður Kvennalistans. Það hefur stundum tekið svolítinn tíma fyrir erlendu fjölmiðlamennina aö átta sig á þessu, en auk þess hafa íslensku fjölmiöla- mennirnir allt fram á þennan dag gjarnan viljaö finna út einhvern formann innan okkar raöa. Þaö hefur þeim ekki tekist og þá meöal annars vegna þess hversu vel þess hefur veriö gætt aö dreifa hlutverk- um í eftirleik kosninganna. Heillaóskaskeyti og kærar kveðjur víða aö úr heiminum hafa borist til Kvennalistans og það er greinilegt aö augu margra kvenna beinast aö okkur og því hvernig okkur gengur í náinni framtíð. Sigrún Jónsdóttir abendi R4ÐGJÖF OG FAÐNINGAR STARFSYAL ER EIN STÆRSTA ÁKVÖRÐUNIN SEM ÞÚ TEKUR í LÍFINU. - Vandaðu þvi valið. Eru oröin(n) leið(ur) é starfinu eba néminu, hefur þú é ti Ifínningunni að þao sé til eitthvað annað sem henti þér betur, ón þess ao vera viss urn hvað það er? Stendur þú ó tímamótum í lííinu, þarftu að taka ákvörðun um nóms- eðe starfsval, val sem ó eftir að hafa veruleg áhrif ó allt þitt líf? Hefur þú kannske ó tilfinningunni ab þú hafir enga hæfileika og hafir því enga valrnöguleika? Eða langar þig bara til að fá staðfestingu ó því að þú hafir valið rétt? Ef svarið er jó, leitaðu þá aðstoðar Ábendis s.f. Ábendi s.f. Ágústa Gunnarsdóttir, sálfræðingur Nanna Christiansen, ráðgjafi Þórunn H. Felixdóttir, ráðgjafi Ábendi s.f, Engjateigö 105 Reykjavik, sfrni 91-689099. Nnr. 571186-2099. 44

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.