Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 14

Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 14
„Karlar viðkvæmir fyrir jafnréttis málum“ Vilhjálmur Egilsson Ljósmynd: R.E. 14 Rætt var við Vilhjálm Egilsson (ramkvæmda- stjóra Verslunarráðs íslands. Vilhjálmur er 35 ára kvæntur og á þrjú börn. Hvað fínnst þér um efnið í síðasta tölublaði Veru? Meinarðu neyðarópin og allt það, mér finnst þetta mjög athygl- isvert og efast ekki um að þessar kvartanir kvenna eiga við rök að styðjast. Þó held ég að til séu mörg dæmi um hið gagnstæða það er alltaf hættulegt að alhæfa um vandamálin því að þá er stutt í fordómana. Það kemur fram í blaðinu að þessi könnun sem gerð var T Bandaríkjunum hafi fengið á sig ýmsa gagnrýni meðal annars að aðeins hafi svarað konur sem eru vonsviknar og reiðar, en það segir okkur bara að vandamálin eru vissulega til og við þeim verð- ur að bregðast. En þegar um er að ræða aðrar eins þjóðfélagsbylt- ingar og eiga sér stað á okkar tímum þar sem er verið að snúa þjóðfélaginu við fram og til baka mörgum sinnum, koma alltaf upp einhver persónuleg vandamál sem fólki tekst misjafnlega að ráða fram úr. Einstaklingarnir fylgja þessum breytingum misjafnlega vel og eru misjafnlega opnir fyrir þeim. Fylgja karlar konum eftir í jafnréttismálum? Margir gera það, en þeir eru líka margir sem gera það ekki. Sum- ir eru aldir þannig upp að þeir reikna með að konan sjái um börnin og heimilið, síðan eru aðrir sem eru vakandi fyrir heimilinu og börnunum. Er það ef til vill upþeldið sem veldur þessum vandamálum ? Ja, eins og ég sagði áðan breytingarnar eru miklar og einstakl- ingarnir misjafnlega í stakk búnir að fylgja þeim. Það má ef til vill líka segja að sumar konur byrja á aö venja menn sína við of mikið dekur, taka ekki rétt á málunum frá upphafi. Þær taka við strákun- um frá mæðrunum þaðan sem þeir hafa vissar hugmyndir um lífið og tilveruna og eru ekki nógu fljótar að berja í borðið, ef þær gerðu það strax gæti þetta orðið allt öðruvTsi. En þær eru jafnvel sjálfar aldar þannig upp að þannig eigi þetta að vera. Heldurðu að karlmenn á þínum aldri ogyngri fylgi konum frekar eftir /'þessum málum en þeir sem eldri eru? Mér finnst að þeir ættu að gera það, nútfma heimili getur ekki „funkerað" ööruvfsi en að allir gangi T öll störf og hjálpist að á heimilinu. Þetta er auðvitað mikið breytt frá því í gamla daga, til dæmisá sveitaheimilunum þarsemkonan varT raunogveru verk- stjóri á heimilinu. Heimilið T dag hefur T raun og veru miklu minni eða ekki sömu þýðingu og sveitaheimilin í gamla daga meðan það var ITka vinnustaður. Finnst þér þjóðfélagið koma fullnægjandi til móts við kröfur kvenna um jafnrétti? Þjóðfélagið er auðvitað ekkert annað en einstaklingarnir sem T þvT búa og þar eru T gangi fordómar sem koma frá þessum sömu einstaklingum. Þess vegna missir það marks þegar einhver er að skella skuldinni á þjóðfélagið. Eru það ekki karlarnir sem hafa að mestu mótað þjóðfélagið? Ég skrifa nú ekki alveg upp á það því þeir eru aldir upp af konum og kvæntir konum. í dag þegar þjóðfélagiö er ekki T föstum skorð- um eins og áöur eru komnir möguleikar fyrir konur til að hafa áhrif þær þurfa bara að nýta þá. „Fullt af efum“ Ef þín kona hefði svipaða möguleika og þú á vinnumarkaðnum værir þú þá tilbúinn til þess að fara inn á heimilið svo hún gæti sinnt sínum störfum? Þegar maður fer að tala um sjálfan sig er svo margt sem spilar inn T og varla hægt að gera það akademTskt „með fullt af efum". Hins vegar hef ég aldrei verið í vandræðum með áhugamál svo ég gæti vafalaust haft margt fyrir stafni án þess að ég sé að gefa út eitthvert dugnaðarvottorð um sjálfan mig. Sambúð gengur ekki nema með gagnkvæmu tilliti og samræmdum kröfum. Um leið og konan fer að ætlast til að maðurinn geri eitthvað og öfugt kemur upp togstreita, heimilislTfið verður erfitt og konan nær ekki sam- bandi við manninn. Það sem mér finnst athugavert við kvenna- baráttuna er skortur á umburðarlyndi. Mitt draumaþjóðfélag er að heimili og einstaklingar geti hagað sínum málum eins og þeim hentar og hvorki karlar né konur eru sett í ákveðin hlutverk. Á

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.