Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 19
þeir sjá í kvennakerfinu möguleika, sem vel væri hægt aö nýta ef
þaö verðuraðlagað þeirra hugmyndum. Þeir segja: ,,Kæru systur,
við skulum breyta þjóðfélaginu, saman. En vissum reglum verð-
um við að hlýta“. Mitt svar er: ,,Það eru einmitt þessar reglur, —
sem við þekkjum öll, en karlar best —, reglur sem byggja á þeirri
skoðun að veruleikinn sé einn og óbreytanlegur, sem standa í vegi
fyrir því að þær kerfisbreytingar sem við konur viljum, nái fram að
ganga“.
Valið/afneitunin
Konur eru auðvitað líka hræddar við að fe.'la núverandi kerfi.
Einhvers staðar í undirmeðvitund okkar allra, býr hræðslan við að
heyra hvergi til. Við konur lifum í jaðri kerfis sem karlar eru hús-
bændur í og hafa lagað sig að, og karlar hafa það gott. Eða hvað?
Ein leið til að hafa það gott er einfaldlega að laga sig að þeirra
kerfi, og um leið að afneita sínu eigin. Þessa leið hefur fjöldi
kvenna valið á síðustu áratugum og gera enn.
Aðrar konur sjá að þær hvorki geta né vilja aðlaga sig að kerfi
karlanna, kannski vegna þess að þær eiga börn og börn eru óvel-
komin í karlakerfinu, kannski eru þær ekki nógu ,,sterkar“ eða
rökfastar, kannski er það eitthvað annað. Þess vegna velja þær að
vera um kyrrt í sínu kerfi, og afneita karlakerfinu fyrir sína hönd og
jafnvel annarra kvenna einnig.
En svo eru konur, sívaxandi og sífellt öflugri hópur, sem hefur
að vissu marki aðlagast karlakerfinu, og vill gjarna eiga tilkall til
þess, en þær vilja ekki þurfa að afsala sér gæðum kvennakerfis-
ins og kvennasamstöðunnar.
Að prjóna kerfi
En þessi krafa er ekki einföld, eöa án átaka. Okkur finnst margt
gott í karlakerfinu, karlar vinna að og hafa vit á merkilegum og
e.t.v. nauðsynlegum þáttum í tilveru okkar. En margt sem þeir gera
og stefna að er ónauðsynlegt, ómerkilegt og því miður stórhættu-
legt á stundum. Við finnum að ýmislegt sem við lítum á sem hið
raunverulega, erfyrir þeim óraunhæft. Það sem okkur finnst rétt,
finnst þeim rangt. Það sem okkur finnst mikilvægt, segja þeir
smámál og það sem fyrir okkur er sterkt er fyrir þeim veikt. Sú
vissa verður æ áleitnari að sannleikurinn er ekki einn, okkar veru-
leiki er jafn góður og þeirra.
Með þessa vissu i hjarta byrjum við að prjóna flík í tveimur —
eða jafnvel 1000 — litum, þar sem hvorugur — enginn — litanna
er ráðandi. En þá eykst andstaðan til muna.
í karlakerfinu er nefnilega ekki prjónað, þar er byggt. Kvenna-
baráttan nýja felst í þvi að við tökum það besta úr báðum kerfum
— eða kerfunum 1000 — og prjónum úr þeim nýtt kerfi.
Tilfinningalega andstaðan
Eins og ég nefndi áður er sú tilhugsun freistandi fyrir ýmsa
karla, sem taka þátt í starfinu, eða vilja gera það. Þá finnst þeim
gjarna konurnar halda þeim utan við, þeir fá ekki að taka þátt í
kvenna/jafnréttisbaráttunni. Þeir verða sárir og óánægðir og
ásaka okkur um að vera að berjast fyrir forréttindum kvenna, fram
yfir karla.
Konur hafa ekkert lært betur en það að skilja aðra, og að taka
tillit til annarra. Þess vegna blossar upp i okkur samviskubitið,
þegar mennirnir okkar ásaka okkur um að einangra okkur og
gleyma þeim!
Þetta er án efa hættulegasta andstaðan, vegna þess að hún er
tilfinningalegs eðlis. Saman við hana fléttast ástin milli konu og
karls, og samband okkar við syni okkar, bræður og feður.
En konurnar verða að fá að hafa frið til að finna og fóta sig á ný
í eigin kerfi. Læraað þekkja það, finna aftur týnda sögu, týnd verð-
mæti, týndan styrk. Þær verða að safna saman brotunum til að
geta séð og fengið tilfinningu fyrir heildinni. Ef ekki, þá er til-
gangslaust að tala um sameiningu tveggja jafnrétthárra kerfa.
En aðgreiningin, sprungan sem myndast milli okkar og mann-
anna okkar, hún er erfið að sætta sig við. Fyrir bæði. En karlarnir
verða líka að skoða sitt kerfi upp á nýtt, frá nýjum sjónarhóli.
Ákveða hvað er þess virði að halda í og hverju þeir vilja henda.
Þeir verða líka að fá frið til þess.
Að missa tökin/öryggið
Við erum komin að þeim hluta þróunarinnar þar sem við ráðum
ekki fyllilega yfir atburðarásinni. Þetta á við á margan hátt.
Karlar eru að missa tök sín á konum, og auk þess/þess vegna
er kerfið að missa tökin á kvenna/jafnréttisbaráttunni, sem það
hefur þó reynt að stýra með ,,ágætis“ árangri. Konurnar hafa lika
að vissu marki misst tökin á eigin baráttu, því að nú fylgir þróunin
lika reglum sem tilheyra gleymdu kerfi, í nýuppgötvaðri vídd, sem
við sjálfar þekkjum ekki enn til fulls. Um leið og við missum tökin
missum við líka öryggið, um stund.
Að hafa yfirráð gefur öryggi, og að lúta yfirráðum gefur líka ör-
yggi. Þá er vitað hvaða reglum skal fylgt, hvað er rétt og hvað
rangt, og hvert hlutverk þitt er, þvi að það hafa aðrir ákveðið. Ef
þú fylgir reglunum, ertu nokkuð örugg.
Konur og karlar hafa búið við þetta öryggi. Einhver voru undir
og önnur yfir, og þau ákváðu reglurnar. Þau sem undir voru, gátu
átt sínar reglur, að svo miklu leyti sem það truflaði ekki eða braut
í bága við hinar ráðandi/drottnandi reglur, og það kerfi sem þær
byggðust á og voru undirstaða fyrir. Menn byggðu ný kerfi og
hrintu gömlum, en einnig í nýju kerfunum var Ijóst hver drottnaði.
Hvort sem það var kóngurinn, lénsherrann, kirkjan, ríkið eöa ör-
eigarnir, þá var það a.m.k. Ijóst og í baráttunni/stríðinu vissu
drottnararnir hver andstæðingurinn var.
Konur höfðu að vissu marki litið á það sem staðreynd að þær
yrðu alltaf undir yfirráðum, en þær vildu gjarnan vera með í að
ákveða hvar í röðinni þær væru. Hvort þær hefðu einungis menn
sína yfir sér eða bæði þá og aðra karla og konur. Þess vegna tóku
þær þátt í stéttabaráttu karlanna, jafnvel þótt þær sættu sig við að
vera undir yfirráðum þessara baráttubræðra sinna. Sumar háðu
þó jafnhliðastéttabaráttunni baráttu fyrir jafnrétti á við karla, hvort
sem þær voru verkakonur eða aðalbornar frúr.
Samfélag ó fósturstigi
Hin nýja kvennabarátta (sem vissulega er framhald baráttu
kvenna í hundruðir ára) virðist ef til vill ekki svo byltingarkennd
fljótt á litið. Oft heyrum við karla halda þvi fram, að það sem konur
kalla kvenfrelsisstefnu (feminisma) sé ekki annað en það sem þeir
hafi skilgreint fyrir löngu og kallað positivisma, sósíalisma eða
eitthvað annað, og innramma okkar hugsanir og hugmyndir í
ramma karlveldisins og framkalla þannig fósturlát hjá okkur. því
framtíðarsamfélag okkar erenn áfósturstigi, og ásama hátt og
fóstur tilheyrir einungis móður sinni, og er fullkomlega háð henni
þá er framtíðarkerfi okkar háð kvennasamstöðunni, sem nærir
það, umfaðmar og verndar gegn óæskilegum áhrifum frá öðrum
kerfum.
Þungunin — hinn ógnandi kviður
kvennasamstöðunnar
Þungaðar konur passa ekki inn í karlakerfið, og heldur ekki kon-
ur með börn. Þær eru ógnun viö annars styrkar stoöir kerfisins.
Þungaðar konur eru lika ógnun við alla karla, vegna þess að þær
eiga sér tilveru sem karlar geta aldrei átt, og þó eru karlarnir og
karlveldið háð þeim til að viðhalda sér.
Þungun er auk þess ógnandi fyrir konur, þær umbreytast að
innan jafnt sem utan. Þær blása upp og verða ólíkar sjálfum sér,
meira en þær sjálfar, en þó ekki gjaldgengar sem þær sjálfar.
Hin þungaða kvennasamstaða er einnig ógnun. Ekki bara fyrir
þau sem ekki vilja að barnið fæðist, heldur einnig fyrir þá sem vilja
gegna hlutverki föðurins, hina jafnréttissinnuðu karla.
Ég álít að það sé einmitt þessi ógnun sem þungunin hefur í för
með sér, sem skapar andstöðu gegn kvenna/jafnréttisbaráttunni
í samfélagi nútímans.
Hún veldur andstöðu hjá okkur sjálfum því við erum að um-
breytast. Við erum ekki óspjallaðar jómfrúr lengur. Sæðið sem
karlmaðurinn hefur gróðursett í skauti okkar er að breyta okkur og
19