Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 20

Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 20
hiuti þeirrar breytingar truflar okkur því aö við ráðum ekki við hana. Þungunin velur andstöðu hjá körlum þvi að þeir eiga ekki möguleika á að upplifa það sem er að gerast á sama hátt og við, þeir sjá bara að við umbreytumst og vita að eitthvað grær innra með okkur. Fóstrið hefur tekið við stjórninni að vissu marki. Þrátt fyrir það viljum við eignast barnið og við berjumst fyrir því að það fái að fæðast og lifa. En hverjum kemur það til meö að líkjast mest? Okkur, móður- inni eða þeim, föðurnum? Báðir foreldrar eru full kvíða, því að þó við elskumst og virðum hvert annað, og viljum vissulega að barnið erfi einhverja af eigin- leikum makans þá vitum við að hún/hann er ekki fullkomin/n og það eru hliðar í fari hennar/hans og útliti sem við vildum helst ekki sleppa. Við þekkjum líka veikar hliðar hjá okkur sjálfum sem við óskum að barnið veröi laust við. Svo getur verið að við konurnar óskum þess innst inni að barnið verði stelpa, og karlarnir vilja frek- arstrák. Allt eru þetta þó þættirsem ráðast án okkar íhlutunar eftir getnaðinn. Það er ekki fyrr en barnið er fætt, að við getum virki- lega tekið til við uppeldið og þannig haft áhrif. Þá hafa bæði jafna möguleika og því er mikils virði að undirbúa sig vel. Vörn Heródesa r Annars konar andstaða, augljósari og ef til vill kröftugri kemur frá þeim sem vilja barnið/fóstrið feigt, og þau eru mörg. Það er Heródes, sem hræðist hinn nýja konung, hið ófædda barn, andstæðing sinn og arftaka, ekki síst ef hún verður drottn- ing; og það er drottning Heródesar sem baðar sig í auði og veldi konungs. Ungi prinsinn sem biður eftir að taka við ríkinu eftir föður sinn, hann hræðist hiðófæddabarn og þaögerirprinsessan unga líka. Hún sem í krafti ættar sinnar eða fegurðar, á aðdáun prinsins vísa og jafnvel konungs líka, og þar með hlutdeild í auði þeirra og völdum, en veit ekki hvað hún gæti boðið barninu. Auk þeirra tiginbornu er svo fólkið, sem veit hvað það hefur, og hvers það má vænta í ríki konungs, en veit ekkert hvers vænta má af hinu ófædda barni. Hræðslan við hið óþekkta Andstaðan í heild byggir því á hræðslunni við það óþekkta. Kvennasamstaðan ber í móðurlífi sínu fóstur nýs samfélags kvenna og karla, nýs kerfis sem hefur þróast úr eggi kvenkerfisins og sæði karlkerfisins. Fóstrið er háð kvennasamstöðunni ef það á að lifa og dafna, og kvennasamstaðan ein getur fundið fyrir þró- uninni í líkama sínum og sál. Karlarnir verða aö láta sér nægja að horfa á, leggja lófa á kvið kvennasamstöðunnar, til að finna spörk- in, leggja eyrað að og heyra hljóðin og undirbúa sig fyrir fæðingu hins nýja kerfis. Mörg eru þau öfl sem ekki vilja hið nýja kerfi, og þau berjast af krafti gegn því, karlar og konursaman og hvert fyrirsig af ótal ólík- um ástæðum. Þau reyna að hindra þróunina, tvístra kvennasam- stöðunni, drepa móðurina og fóstrið með. Þau geta líka eytt fóstr- inu, með því að taka næringu frá móðurinni, láta hana þræla fyrir næringunni, eða vekja hjá henni sífellt meiri óttaog áhyggjur. Þau geta gert lífið svo erfitt fyrir hinar verðandi mæður og feður, að þau komist að þeirri niðurstöðu að réttast sé að bíða með að eiga barn, nú verði þau að hugsa um það eitt að halda lífi. Það hræðilega er að mér sýnist reyndar engin þörf á sérstökum aðgerðum af hálfu andstöðunnar. Kerfið — eins og það er — getur sjálfkrafa séð um fóstureyðinguna. Verndun fóstursins Niðurstaða mín eftir þessa ferð um líkama minn og sál, er sú að fyrst og fremst verðum við að vinna aö því að styrkja kvennasam- stöðuna. Við veröum að sætta okkur við að fjarlægjast menn okk- ar um tíma, og muna að þrátt fyrir það, þá eigum við okkur sama markmið. Við verðum að venja okkur viðað skilgreina andstööuna sem viö mætum, því hún er margs konar, og krefst mismunandi við- bragða. Skilgreinum alltaf sjálfar stöðuna, starfið og aðferðirnar, látum Við verðum að færa kvennasamstöðuna inn í Kerfið... ekki kerfið skilgreina það fyrir okkur. Við verðum að læra kven/mannkynssöguna á ný. Hlusta á hvað hún segir okkur um kvennakerfi fyrri tima, mæðrasamfélögin og kvennabaráttuna síðustu hundruðir ára. Við verðum að muna að við vinnum ekki á andstöðunni með hæversku. En þó við ræktum nornina i okkur, þá sem er vitur en óvægin, þá duga okkur heldur ekki nornabál utan við Kerfið. Við verðum að færa kvennasamstöðuna inn í Kerfið þvi að einar gef- umst við upp fyrir andstöðunni — ekki síst þeirri ósýnilegu og óhöndlanlegu — og hinar andstæðu kröfur nornarinnar vitru og kerfisins sjúga úr okkur hvern blóðdropa. Jafnrétti er markmið sem kvennabaráttu þarf til aö ná. Eftir því sem kvennasamstaðan verður sterkari, þeim mun öflugri verður andstaðan. Hún mun án efa leggjast á okkur af auknum þunga á næstu árum, en þá verðum við að muna, hvert og eitt okkar, konur og karlar að við berum ábyrgð á því fóstri sem við höfum getið af okkur. Þunguðu konur verndið fóstrið. Feður undirbúið ykkur fyrir fæðinguna. Valgerður H. Bjarnadóttir Heimildir: Það sem hér er skrifað er sprottið úr samtölum minum við konur og karla, skrifum mætra kvenna og karla og draumum mínum og hugsunum og ekki síst eigin þungun. Þær bækur sem líklega hafa ert hugsun mína mest í einmitt þessa átt eru: ,,The Aquarian consþiracy; þersonal and social transformation in the 1980’s“ eftir Marilyn Ferguson, PaladinBooks, London 1982 og „Womens reality; an emerging female system in a white male society" eftir Anne Wilson Schaef; Winston Press USA 1981. 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.