Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 26

Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 26
kannski rétt aö taka fram aö maðurinn minn er áskrifandi aö Veru og er búinn aö vera frá upphafi! En svona í alvöru talað, þá var margt annað en karlamórallinn sem kom mér á óvart í sambandi viö þennan hljómsveitabransa. Til dæmis hélt ég aö þaö væri meira upp úr þessu aö hafa, en komst aö því aö þetta er hugsjónastarfsemi . . . það er alltaf verið aö spila upp í hinn eöa þennan kostnað i sambandi viö hljómsveitina. Svo þaö aö margir hugsa meira um hárgreiösluna á manni eöa í hvernig buxum maöur er heldur en hvers konar músik verið er aö flytja . . . ég hef til dæmis heyrt um konu sem hætti viö aö kaupa plötuna okkar handa barnabarni sínu þegar hún sá myndina á albúminu, þrátt fyrir meðmæli afgreiöslumannsins: ,,En þau eru svo ljót“, sagöi aumingja konan.“ Svo finnst mér ekki spennandi aö allir þekki mann. Mér finnst aö vísu gaman aö koma fram með skemmtilega músik, en maöur getur fengiö það sama útúr því aö spila fyrir . . . ja, til dæmis mömmu sína — hún hafði alltaf tíma til aö hlusta . . . já, svo er eitt sem ég hef aldrei getaö vanist í þessum rokkbransa, og það er aö tímasetningar standast aldrei . . . þaö er alltaf verið aö bíða eftir einhverjum . . . þetta er meyjan í mér, og svo er ég náttúrulega að kikna af ábyrgöartilfinningu af að vera elsta systkinið í öllum þessum krakkaskara. . . . . Þegar hér er komiö sögu er rétt aö taka fram aö viðtalið hefur ekki runnið eins upp úr okkur Andreunum og sýnist; Gylfadóttir er mjög hæversk manneskja og lætur lítið yfir sér . . . frekar aö hún laumi út úr sér upplýsingum um þaö sem hún er spurö — á frekar sposkan hátt á stundum — og lætur frekar lítiö yfir sér — þaö virðist fremur sem allt gerist eins og af sjálfu sér í kringum hana, án þess aö hún eigi þar nokkurt frumkvæöi. Dóttir Jóns spyr hana hvort þetta sé reyndin: ,,Ja, þetta hefur bara þróast svona allt saman — kannski er ég bara tækifærissinni. En i sambandi viö framtiöina hef ég ekki tekið neinar fastar ákvarðanir, þaö er erfitt að gera áætlanir um aö fara út í söngnám af alvöru . . . þaö tekur mörg ár og ég er ekki viss um að ég sé tilbúin til þess. Þaö er töff mórall á þessum vígstöðvum og þarf mikla hörku til aö berjast áfram sem klassísk söngkona — ég er t.d. sópran og 75% af 26 söngvurum eru meö þá rödd, þannig aö þú sérö að maður má vera helvíti góöur til aö komast áfram. Og þá er þaö ekki bara tæknin sem gildir.“ — Hefur þér aldrei dottiö í hug aö hafa sjálf frumkvæðið aö því aö stofna hljómsveit i kringum sjálfa þig? ,,Nei, þaö hefur nú ekki veriö á dagskrá — en hver veit hvað verður? En ég sé varla að það veröi tími til þess fyrr en svona á fimmtugsaldrinum. Annars er á vissan hátt erfiöara fyrir söngvara en hljóðfæraleikara hér aö vinna fyrir sér í sínu fagi —þaö er ekki nema einstaka söngvari sem hefur haft nóg aö gera. Hljóðfæraleikarar geta auðveldlega spilaö út um hvippinn og hvappinn meö hinum og þessum bæði á hljómleikum og viö plötuupptöku, en söngrödd er miklu persónulegri og á ekki viö hvar sem er. En eins og ég sagöi áðan þá hef ég mjög gaman af aö reyna mig viö blús og djass og langar aö víkka þaö svið. Ég er núna að syngja meö Friðrik Karls gítarleikara í Mezzoforte, Steingrími Guömunds trommuleikara og Richard Korn bassaleikara. Ýmist hafa þeir komiö meö lög eöa þá aö ég vel eitthvað sem mig langar aö syngja — einnig stendur til aö vera með frumsamið efni — núna er ég t.d. aö spreyta mig á lögum sem Nina Simone og Joni Mitchell hafa sungið. Ég vildi gjarnan hafa lengri tíma til aö æfa þetta áður en ég syng þaö opinberlega . . . þeir virðast ekki alveg skilja að þaö tekur sinn tíma aö læra erfiða texta, eins og til dæmis þá sem Joni Mitchell semur — ekki bara aö læra þá utanað, heldur að koma öllum orðaflaumnum út úr sér í takt viö músikina.11 . . . og þar meö sláum viö botn í viðtalið viö perfeksjónistann Andreu, og hinni er örlítið skemmt aö Joni Mitchell skuli bland- ast málum meö þessum hætti — undirrituð heyröi nefnilega þá sögu um þá snjöllu konu aö á hljómleikum á Isle og Wight árið 1970 hafi hún staðið upp, grátandi, og gengiö út af sviðinu, eftir aö ein fölsk nóta haföi heyrst í undirleiknum . . . eöa réttar sagt: hún haföi heyrt hana sjálf. Þetta kallar maður aö gera kröfur til sjálfrar sín og mætti margur af læra, þótt óþarfi sé kannski aö ganga svo langt aö út sé. . . Andrea Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.