Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 23
Sunnudaginn 24. janúar s.l. hóf
göngu sína ný útvarpsstöð, utvarps-
stöðin Rót. Hún útvarpar ó FM
106.8 og heyrastútsendingarhenn-
ar austur ó Selfoss og vestur ó norð-
anvertSnæfellsnes. Nokkurkvenna-
samtök hafa fengið úthlutað útsend-
ingartíma í Rótinni ó milli 18 og 19 ó
hverjum fimmtudegi og er dagskró
þeirra endurflutt ó föstudöqum kl.
13:30.
Þau samtök sem hafa sameinast um
dagskrá þessa eru: íslensk lesbíska,
Kvennaráögjöfin, Kvenréttindafélag ís-
lands, Menningar- og friðarsamtök ís-
lenskra kvenna, Reykjavíkurangi Kvenna-
listans, Samtök um kvennaathvarf og
Vera. Munu þessi samtök fjalla um ýmis
mál, hvert í sínu lagi, og mun hver kvenna-
hópur bera ábyrgö á þeim skoðunum sem
fram koma í hans þáttum. Geta ein samtök
fengið allan klukkutímann til umráða eða
tvenn eða þrenn skipt honum á milli sín.
Einnig er ætlunin að samtökin fjalli um ein-
stök mál í sameiningu. Ekki ætti að skorta
efni til að taka fyrir í þættinum. Þarna má
taka fyrir mál sem efst eru á baugi hverju
sinni og konur láta sig varða. Einnig er
áhugi fyrir því aö kynna bækur sem skrif-
aðar eru af konum, listsýningar sem konur
halda og fundi og ráðstefnur sem konur
standa fyrir.
Þörfin fyrir að draga verk og sjónarmið
kvenna fram í dagsljósið kom vel fram í
þættinum Gleraugað í Ríkissjónvarpinu
nýlega. Þar voru þrír karlar spurðir um það,
hvað þeir hefðu lesið um jólin og beðnir að
láta álit sitt í Ijós á lesefninu. Gerði einn
karlinn tilraun til að fjalla um metsölubók
eftir konu án þess að hafa lesið hana, enda
skildist mér aö fáir viðurkenndu að hafa
gert það. Auk þess að ræða við þessa
menningarvita, var farið með upptökutæki
í gufubað fyrir karla og viðskiptavinir þar
spurðir um jólalesturinn. Það hefur greini-
lega ekki átt að taka þá áhættu að kona
Barátta
gegn
klámi
Kvenna-
Qtvarp!
sæti fyrir svörum um þessi mál, þó að þær
séu um helmingur þjóðarinnar. Verkefnin
fyrir þátt sem þennan eru því óþrjótandi.
Fyrsti þáttur Kvennaútvarps Rótar var
fyrst og fremst helgaður Kvenréttindafé-
lagi íslands. Það átti 81 árs afmæli daginn
fyrir útsendinguna og er lang elsta félagið
í þessum hópi og var þetta því vel við hæfi.
Kom vel fram í þættinum að í raun og veru
hefur lítiö breyst þrátt fyrir lagalegt jafnrétti
sem náðst hefur eftir stofnun Kvenréttinda-
félagsins. Þegar fréttist að konur ætluðu
að bjóða sig fram til bæjarstjórnar árið
1908, kepptust stjórnmálaflokkarnir við að
bjóða þeim sæti á listum sínum, en að
sjálfsögðu ekki örugg sæti. Þetta mun
hljóma kunnuglega fyrir konum sem hafa
boðið sig fram undanfarin ár.
Það er greinilegt að lagabreytingar eru
haldlitlar án viðhorfsbreytinga. Það eru
þær sem við þurfum að berjast fyrir núna.
Til þess þurfum við að láta raddir okkar
heyrast. Konur gefa út nokkur tímarit sem
Vestur-þýska kvennablaðið EMMA
stendur nú frammi fyrir alveg dæma-
lausri valdníðslu karlveldisins. Þannig
er mál með vexti að í fyrra hóf tímaritið
markvissa baráttu gegn klámi, en klám
er gifurlega mikið í V-Þýskalandi eins
og víðar þrátt fyrir lög sem banna klám
þar í landi. Þessi barátta blaðsins fól
m.a. í sér að fjallað var um þaö klám-
fengna efni sem var á markaðnum. Og
það var eins og við manninn mælt, v-
þýskir bóksalar risu upp á afturlappirn-
ar og neituðu að selja EMMU í verslun-
um sínum þar sem hún væri klámblað
og klám væri bannað samkvæmt v-
þýskum lögum!
ná til töluverðs fjölda kvenna og sjónarmið
þeirra heyrast öðru hvoru í öðrum fjölmiðl-
um, en betur má ef dugaskal. Meðtilkomu
Rótarinnar bætist einn möguleiki við fyrir
konur, að koma sjónarmiöum sínum á
framfæri. Auk þeirrar klukkustundar á viku
sem kvennaútvarpið lætur í sér heyra,
verða Samtök kvenna á vinnumarkaði
með hálftíma þátt á sunnudögum kl. 13:30.
Þar fjalla þær um kjaramál láglaunafólks,
einkum kvenna. ífyrstaþættinum upplýstu
þær hlustendur um nýgerðan samning
Starfsstúlknafélagsins Sóknar og viðsemj-
enda þess og munum við heyra meira frá
þeim í sambandi við þá kjarasamninga
sem nú standa fyrir dyrum. Auk þessa er
öllum útvarpsþáttum Rótarinnar endurút-
varpað og er því hægt að ganga að þátt-
um, sem konur standa fyrir, fjórum sinnum
í viku á Útvarpsstöðinni Rót.
Auk þessara þátta eiga konur hlut að
máli í ýmsums öðrum þáttum sem snerta
áhugamál þeirra, t.d. umhverfis- og friðar-
mál o.fl.
Kvennaútvarpið hefur sem stendur 1
klst. ávikutil umráðaogerþað vegnaþess
að færri kvennasamtök sýndu i fyrstu
áhuga á þátttöku en vonir stóðu til og þau
sem það gerðu hafa ekki getu til að standa
undir meiri dagskrárgerð. Hins vegar er
von okkar sú, að fleiri samtök bætist í hóp-
inn og að konur sem hafa efni í pokahorn-
inu, gefi sig fram og verður þá grundvöllur
fyrir því að lengja útsendingartíma
kvennaútvarpsins. Einnig eru konur hvatt-
ar til að láta kvennahópinn vita um fundi,
listsýningar og aðrar uppákomur sem kon-
ur standa fyrir svo hægt sé að vekja athygli
á þeim í dagskránni. Er hægt að ná til
kvennahóps Rótar með því að hringja á
Hótel Vik í síma 13725, Veru í síma 22188
eða til Þóru I. Stefánsdóttur i sima 34736.
Við vonum að sem flestar konur komi til
liðs við okkur til þess að við getum gert
kvennadagskrána í Rótinni sem mesta og
besta.
Reykjavík, 1. febr. 1988,
Þóra I. Stefánsdóttir.
Vitanlega var það ekki blygðunar-
semi bóksalanna sem var hér svo mis-
boðið, heldur sáu þeir fram á minnk-
andi ágóða, yrði umfjöllun EMMU til
þess að draga úr sölu klámblaða. Það
er augljóst mál að svona viðskiptaein-
angrun, sem reyndar er bönnuð, getur
lagt blaðið i rúst. En stelpurnar hjá
EMMU eru ekki á því að gefast upp fyrir
þessari dæmalausu framkomu karl-
anna og hafa verið að leita fyrir sér með
málssókn og vonandi tekst þeim að
buga karlana, við fylgjumst spenntar
með!
Þýtt og endursagt úr norska timarit-
inu Kvinnejournalen.
23