Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 37

Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 37
færri en í fyrra. Þessa fækkun má skýra annars vegar meö þeirri staöreynd hve hægt gengur hjá Reykjavíkurborg aö ganga frá lóöum og skipulagi og hins vegar vegna tregöu á aö kaupa eldra húsnæöi. Á hverju ári er umsækjendum boöiö upp á viötöl viö stjórnarmenn til að skýra sín mál. Af fjölda umsækjenda og þeim viðtölum sem ég átti dreg ég þá ályktun aö hér í borg ríkir hrikaleg neyö í húsnæðismálum og hún hefur versnað frá því í fyrra. Þær umbætur sem geröar hafa verið á húsnæöiskerfinu hafa ekki skilað sér til hinna lægst launuöu, en í þeim hópi eru konur fjöl- mennastar eins og viö vitum. Skýringarnar á þessu ástandi eru aö mínum dómi eftirfarandi: Mikil tregöa hjá Reykjavíkurborg til aö byggja og kaupa húsnæöi til leigu, skortur á námsmanna- húsnæöi, okurleiga (þar sem fólk er aö láta leigj- endur greiöa fyrir sig skuldir), lág laun, lítiö fram- boö á leiguhúsnæði á frjálsum markaði og of mikill hægagangur hjá Verkamannabústöð- unum (aö hluta til Reykjavíkurborg aö kenna eins og áöur er nefnt). í fljótu bragöi sýnist mér umsækjendur um íbúðir skiptast í fimm hópa. í fyrsta lagi eru einstæðar mæöur meö barn/börn á framfæri og þær eru mjög margar. í ööru lagi ungt fólk sem er aö hefja búskap og getur ekki búið hjá for- eldrum, ræöur ekki við leigumarkaöinn og á enga möguleika á aö kaupa á frjálsum markaöi. í þriöja lagi er fólk sem hefur tapaö öllum eigum sínum í vaxta- og skuldafárinu sem ríkt hefur frá 1983. í fjóröa lagi eru svo einhleypingar komnir yfir miðjan aldur (ekkjur/ekklar þar meö talin) sem búa í leiguhúsnæöi eöa jafnvel hjá ættingj- um. í fimmta lagi eru svo öryrkjar. Allt á þetta fólk þaö sameiginlegt aö hafa lág laun og aö búa viö sára húsnæðisneyö. Fjöldamargir búa inni á foreldrum sínum meö börn í 3ja herbergja íbúöum, aörir eru í heilsu- spillandi húsnæöi, enn aðrir búa viö okurleigu (verstu dæmin sem ég fékk voru leiga upp á 37.700 kr. og 38.000 fyrir 4ra herb. íbúðir, og þaö á fólk aö borga sem hefur innan viö 40.000 kr. í laun), enn aörir fara á milli ættingja eöa komast tímabundiö inn í húsnæöi einstæðra foreldra. En hvaö er til úrlausnar? Ég hef þegar lagt fram tillögu í stjórninni um aö keypt veröi eldra húsnæöi til aö fjölga íbúðunum nú, en þaö viröist eina skyndilausnin. Máliö er í athugun og þess verður aö gæta aö kaup á fjölda íbúöa verði ekki til aö sprengja upp verðið á almennum markaöi. Önnur lausn er sú aö verkalýðshreyf- ingin taki málið upp á sína arma og sinni félagslega kerfinu af alvöru. Ég efast um aö forystumenn á þeim slóöum geri sér grein fyrir því hve ástandið er alvarlegt þó aö verkalýðs- hreyfingin eigi reyndar fulltrúa í stjórninni. Þaö er bara ekki nóg., Máliö þarf aö komast inn á borö borgarstjórnar, inn á alþingi og inn í kjarasamninga. Einnig veröur aö auka fram- boöiö á íbúðum meö því aö auka byggingar- hraöann. Ástandiö er sem sagt mjög alvarlegt og löngu orðið tímabært aö taka á. Þaö þýöir ekki lengur aö hampa draumum um eigiö húsnæöi í há- stemdum ræöum meöan neyðin er rétt utan viö dyrnar. Þaö veröur aö útvega námsmannahús- næöi, húsnæöi fyrir aldraöa og öryrkja, byggja leiguíbúöir og bjóöa öllum upp á mannsæmandi kjör jafnt í launaumslaginu sem á húsnæöis- markaðnum. i . . .... Kristin Astgeirsdottir Auglýsing um fasteignagjöld Lokiö er álagningu fasteignagjalda í Reykja- vík 1988 og hafa álagningarseðlar veriö sendir út ásamt gíróseölum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagarfasteignagjaldaeru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt aö greiða gíró- seölana í næsta banka, sparisjóöi eöa póst- húsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun áfasteignaskatti samkvæmt regl- um, sem borgarstjórn setur og framtals- nefnd úrskuröar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viökomandi tilkynnt um lækkunina þegar framtöl hafa veriö yfirfarin, sem vænta má aö veröi í mars- eöa aprílmánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. janúar 1988.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.