Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 8

Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 8
fram í gáfnamælingunum, eins og áður segir. ,,Verið velkomnir", sagði Jesús. ,,Verið ríkir“, var sagt fyrir einni öld. ,,Verið gáfaðir", er hrópað núna. Ég vitnaði í síðustu grein til orða Marilyn French þar sem hún segir að e.t.v. sé greiniiegasti munurinn á mönnum og dýrum sá sem birtist í samfélagsskipan hinnafyrrnefndu, karlmannadrottn- un og stéttaskiptingu. Sé þetta rétt — ég persónulega hallast að því að svo sé — verður skiljanleg þörfin fyrir margs konar þroska- ogþróunarkenningar um manninnog mannlegt líf. Þæreru nauð- synleg tæki til að flokka hvort tveggja, hina æðri frá hinum lægri, þá gáfuðu frá hinum heimsku, hina siðuðu frá hinum ósiðuðu o.s.frv. Allt réttlætir þetta síðan valdbeitingu; drottnunarvald þar sem einstaklingur eða hópur er ekki neitt, hefur ekkert að segja, vilji hans er þurrkaður út. En það er til annars konar vald. Vald til að... er ekki það sama og vald yfir. ,,Það er hæfileiki, færni og tengist frelsi", segir Marilyn French í bókinni Beyond Power (bls. 550) en vald yfir merkir aftur á móti yfirdrottnun og er skylt hugtakinu kúgun. Tvennskonar merking Ég held að menn geri sér ekki alltaf grein fyrir þessari tvenns- konar merkingu í hugtakinu vald. Fyrir mörgum erorðið neikvætt, þeim finnst fráhrindandi að beita valdi, vilja ekki skerða frelsi ann- arra o.s.frv. Aftur á móti eru aörir sem virðast njóta þess að brjóta á bak aftur vilja náungans, gera hann að engu og heimta síðan af honum hlýðni. Helst skilyrðislausa hlýðni. Þessi tegund valds er afar hátt metin í vestrænni menningu og er raunar bæði uppistaða hennar og ívaf. Og það sem meira er, margir átta sig ekki á því að orðið hefur líka aðra og jákvæðari merkingu. Vald sem hæfileiki, vald til að stjórna, fræða og leiða; ekkert af þessu er neikvætt. Af þessum toga er foreldravaldið og vald kennarans og leiðbeinandans, sé allt með felldu. Skólinn sem stofnun er hins vegar byggður upp eins og aðrar valdastofnanir og lengi vel einkenndist daglegt líf þar af ,,þegiðu-og-hlýddu“— stefnunni sem á rætur í hinu vonda valdi. Mannúðarstefna 7. ára- tugarins með konur í broddi fylkingar hefur nú gerbreytt skólunum þannig að kúgun og harkaleg valdbeiting á sér þar tæpast stað lengur. Raunar held ég að sumir góðviljaðir kennarar hafi svo ótt- ast valdahugtakið og ekki áttað sig á tvíþættri merkingu þess, að þeir hafi ekki náð að stjórna börnunum og afleiðingin orðið aga- leysi. Einkum finnst mér að karlmenn í stéttinni hafi ekki ráöið við eða kunnað að beita mjúka valdinu þegar harkan var ekki lengur leyfð. Kannski er það ein ástæðan fyrir því hversu víða er pottur brotinn í kennslu unglinga í 7.-9. bekk þar sem karlar halda enn völdum. Næsta grein fjallar um mæðraveldi (matriarkat), hvort þau voru til, hvernig þau voru ef svo var o.fl. í þeim dúr. Einnig um muninn á hugtökunum matrilocal og matrilinier samfélög. Hugtakið vald verður loks hugleitt nánar. Helga Sigurjónsdóttir Vinnuhópur um sifjaspellsmól hefur opnað skrifstofu að Vest- urgötu 3, Reykjavík. Sími: 21260 frá kl. 1—5, e.h. < Konan og kvenímyndin Ég er sál steinsins sál marmarastyttunnar fögru sem þú dýrkar á stalli hennar Þú rennir fingrum þínum yfir hvítar kaldar útlínur mínar steinninn hreyfist ekki eldist ekki finnur ekki sál steinsins berst um fjötruö vængstífö sem hvítur svanur í hallargarði konungs augnayndi hvítur svanur sem Guö skapaöi til að fljuga inn í sólarlagið til aö fljúga meö morgunroðann á vængjunum yfir hæstu fjöll blá eins og draumurinn af fjarlægð ég er sál steypt í stein steypt í hvíta marmarastyttu listaverk mótaö af höndum annarra ég fæ ekki aftur líf mitt og önd mína nema styttan brotni Ljóð úr Ijóðabókinni Andlit í bláum vötnum eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. Bókin er gefin út af Bókrúnu 1987 og er tileinkuð móður höfundar, Ragnhildi Ás- geirsdóttur frá Hvammi T Dölum (1910— 1981). 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.