Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 35
Það getur orðið dýrt spaug að láta slíkar viðgerðir sitja
á hakanum. Minnihlutinn lagði til að áætlun skýrslunnar
yrði fylgt.
Eins og áður er nefnt eiga unglingar fá athvörf fyrir sig
og sitt. T.d. er ekkert slíkt í Seljahverfi og unglingar í
Grafarvogi eru allslausir. Því var það tillaga minnihlut-
ans að fé yrði veitt til unglingahúss í miðborginni sem
yrði skipulagt í samstarfi við unglingana. Peningar eru
til fyrir húsi í Seljahverfi, því þar var búið að kaupa hús,
sem síðan varð að selja vegna mótmæla íbúanna sem
ekki gátu hugsað sér nábýli við unglingana. I Grafarvogi
þarf að koma upp aðstöðu og var gerð tillaga um það.
Tillögur stjórnarandstööunnar
í borgarstjórn
Fyrir börnin,
unglingana og
gamla fólkið
Gamla fólkið
Reykjavík hýsir hlutfallslega mun fleiri aldraða en
önnur bæjarfélög á landinu. Það gefur því auga leið að
mikil þörf er fyrir þjónustu við gamla fólkið. Einkum
skortir langlegupláss og hjúkrunarheimili. Samkvæmt
áætlunum mun gömlu fólki í borginni (þ.e. 67 ára og
eldri) fjölga um 30% fram að aldamótum. Það er því afar
brýnt að vinna skipulega að lausn þess vanda sem þeg-
ar er til staðar og framundan er. Leiðirnar eru margar
svo sem að efla heimaþjónustu, bjóða upp á þjónustu
um helgar og gera allt sem hægt er til að fólk geti búið
sem lengst heima hjá sér ef það kærir sig um það. En
einnig þarf að byggja hjúkrunarheimili, langlegudeildir
og þjónustuíbúðir til að fullnægja þörfinni. Enn verður
þó að minna á, að það er til lítils að byggja og byggja,
ef því fólki sem á að vinna með gamla fólkinu verða ekki
boðin mannsæmandi kjör. Dæmið um Skjól, sem erfið-
lega hefur gengið að taka í gagnið vegna skorts á starfs-
fólki (t.d. hjúkrunarfræðingum), sýnir svo ekki verður
um villst að konur láta ekki lengur bjóða sér upp á erfið-
ar vinnuaðstæður og lág laun. Þessi staðreynd virðist
því miður ekki vera ráðamönnum Ijós.
Það væri víða hægt að grípa niður í málefnum borgar-
innar og segja frá tillögum en að lokum skal minnst á
húsnæðismálin. Hér í borg ríkir mikil neyð í húsnæðis-
málum þótt hún komi illa upp á yfirborðið. Reykjavíkur-
borg er afar treg til að taka á málinu og það fer hrollur
um meirihlutann ef minnst er á leiguhúsnæði. Þar er
skemmst frá að segja að borgin bregst algjörlega skyldu
sinni í þeim efnum. Leiguhúsnæði á vegum borgarinnar
er ekki byggt og allt of fáar íbúðir keyptar. Svo virðist
sem borgin ætli að láta áform um kaupleiguíbúðir sem
vind um eyrun þjóta. Borgin reynir aðeins að sinna allra
verstu tilfellum, aðrir mega sigla sinn sjó og vísar þar
hver á annan.
Stjórnarandstaðan lagði til að upphæðin til kaupa á
leiguíbúðum yrði hækkuð verulega þannig að hún
dyggði til kaupa á 30 íbúðum i stað 20. Auk þessa kæmi
ákveðið framlag til kaupleiguíbúða.
Allt var þetta fellt
Gerð verði heildarúttekt á rekstri Reykjavíkurborgar
og tillögur um endurbætur lagðar fram, m.a. til að
draga úr mikilli yfirvinnu borgarstarfsmanna.
Varið verði 65.5 millj. kr. til B-álmu Borgarspítalans,
þannig að unnt verði að Ijúka verkinu árið 1990.
Nýtt hjúkrunarheimili verði byggt fyrir aldraða og
verði varið til þess 90 millj. kr. á þessu ári og verkinu
lokið 1990.
Framlög til dagvistarmála verði aukin verulega á
næstu árum. Á þessu ári skal veita 160 millj. kr. til
bygginga og viðhalds dagheimila.
Framlög til kaupa á leiguíbúðum verði aukin úr 20
millj. í 50 millj. Keyptar verði 30 íbúðir, þar af fari 12
til aldraðra.
Unglingahúsi verði komið á fót í miðborg Reykjavík-
ur og verði það aö miklu leyti skipulagt og starfrækt
af unglingum.
Hús verði keypt í Grafarvogi fyrir starfsemi unglinga.
Unnið verði samkvæmt áætlun að viðhaldi skóla í
Reykjavík, i stað þess að láta þá áfram drabbast nið-
ur.
Nýrskóli verði reistur í Hamrahverfi í Grafarvogi. Þar
verði gerð tilraun með að reka dagheimili, skóladag-
heimili og grunnskóla undir einu og sama þaki.
Keypt verði hús fyrir sambýli aldraðra.
Verulegar umbætur verði gerðar á ferðum og rekstri
strætisvagnanna. Ferðum verði fjölgað á ýmsum
leiðum, lokið við endurskoðun leiðakerfisins og ný
biðskýli reist víða um borgina.
Lokið verði við heilsugæslustöðina við Hraunberg
og veitt til þess verks 46 millj. kr.
Svona rétt til aö binda endahnútinn skal hér vitnað til Unnið verði markvisst aö fækkun slysa og umferðar-
greinargerðar þeirra Sólrúnar, Bjarna R, Sigrúnar, Sig- óhappa í borginni í samræmi við þá vitneskju sem til
urjóns, Kristínar og Guðrúnar. Þar segir: ,,Það er skoð- staðar er um ,,hættustaði“.
un stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn, að þeim miklu
fjármunum sem borgin hefur úr aö spila eigi að verja til Unnið verði að fegrun umhverfis og útivistarsvæðum
aðstöðujöfnunar í stað ótímabærra lúxusbygginga". Á ( samvinnu við íbúasamtök að undanteknum fram-
öörum stað segir: ,,Það er okkar skoðun, að mikil þörf kvæmdum við Tjörnina, í Laugardal og Hljómskála-
sé á því að taka allan rekstur borgarinnar til gagngerðr- garði.
ar endurskoðunar. Oeðlilega mikil yfirvinna, sem lítið
breytist frá ári til árs bendir til skorts á aðhaldi og virkri Komiö verði upp aöstöðu fyrir skautafólk i borginni.
stjórn“.
Já, það er margt að skoða og mörgu að breyta í borg- Hafin verði bygging almenningssundlaugar I Árbæj-
inni okkar, og hver veit nema Eyjólfur hressist. Það kem- ar- og Seláshverfi.
ur dagur eftir þennan dag og kosningar eftir tvö ár!
Kristín Astgeirsdóttir Borgin útvegi vinnuhúsnæði fyrir myndlistarmenn.
35