Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 46

Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 46
Ég veit afhverju fugl- inn í búrinu syngur. Maya Angelou, Skjaldborg 1987. Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur er fyrsta bind- iö af fjórum í sjálfsævisögu- legum skáldsagnabálki bandarísku blökkukonunnar Mayu Angelou, og kom þaö út í íslenskri þýöingu Garðars Baldvinssonar fyrir síðustu jól. í þessu bindi lýsir Maya uppvaxfarárum sínum frá þriggja til sextán ára aldurs. Maya ólst ásamt bróöur sín- um Bailey aö mestu leyti upp, hjá fööurömmu sinni í litlu samfélagi blökkumanna í bænum Stamps í Arkansas. Þau voru aðeins þriggja og fjögurra ára þegar þau voru send þangað meö lest frá Long Beach í Kaliforníu. í Stamps bjuggu þau fram á unglingsár aö undanskildu einu ári en þá dvöldust þau í Kaliforníu hjá foreldrum sín- um sem bjuggu sitt í hvoru lagi. Þaö ár varö afdrifaríkt fyrir Mayu. Hún varö fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu 8 ára gömul að vera nauðgað af elskhuga móöur sinnar. í réttarhöldunum sem fylgdu í kjölfarið var maöurinn dæmd- ur til eins árs fangelsisvistar en var sleppt lausum daginn eftir. Þennan sama dag var hann myrtur (líklega af móð- urbræörum Mayu). Allt þetta hafði skelfilegar afleiðingar fyrir stúlkuna. Hún ásakaöi sjálfa sig, ekki einungis fyrir dauða árásarmannsins held- ur einnig fyrir glæp hans. Hún hvarf inn í sjálfa sig og neitaði að tala viö nokkurn mann nema bróöur sinn næstu fimm árin. Þessi hroðalegi atburður var þó aðeins hlekkur í keöju áfalla og erfiðleika sem Maya varð að þola á uppvaxtar- og þroskaárum sínum. Vafalaust hefur hann þó verið sá þrösk- 46 uldur sem erfiðast var að komast yfir. Maya lýsir í bók sinni þeirri fátækt og niðurlægingu sem flestir bandarískir blökku- menn hafa orðið að þola allt frá tímum þrælahalds. Við þá áþján bætist síðan sú kúgun að vera kona og þar að auki svört kona: ,,Á viðkvæmasta aldri verð- ur svarta konan fyrir árásum frá öllum þessum venjulegu náttúruöflum á sama tíma og að henni er sótt úr þremur áttum þar sem eru karllegir fordómar, órökrænt hatur hinna hvítu og valdaleysi hinna svörtu.“ (bls. 220) Maya lýsir á magnaðan hátt aðskilnaðarstefnu og fyr- irlitningu hvíta mannsins og í gegnum þessar lýsingar má greina beiskju og reiði en um leið óbugandi styrk og bar- áttuþrek. Styrkur hennar og vilji til þess að ,,rísa upp“ að nýju eftir hvert áfall er eins og rauður þráður í gegnum alla bókina. Persónur hennar eru allar á einn eða annan hátt sigurvegarar, upp úr líkam- legri kúgun rísa óbugaðar sálir. Maya dregur upp myndir af tveimur ólíkum heimum. Ann- arsvegar mynd af litla Suður- ríkjabænum Stamps þar sem fólk lifir rólegu og guðræknu lífi og hefur boðorðið: ,,Hann leggur aldrei meira á okkur en við þolurn," að leiðarljósi. (bls. 128) Hins vegar lýsir hún lífinu í San Fransiskó en þangað fluttu systkinin til móður sinnar þegar Maya var u.þ.b. 13 ára. Þar ríkir lögmál frumskógarins: „Við erum fórnarlömb víð- tækasta ráns veraldarinnar. Lífið krefst þess að metin séu jöfnuð. Það er allt í lagi þótt við rænum svolitlu núna. Þessi trú höfðar sérstaklega til þeirra sem geta ekki keppt löglega við samborgara sína.“ (bls. 181—182) En í báðum þessum heim- um er markmiðið það sama — það miðast allt við það að lifa af. Orðið VARÚÐ er sér- hverjum svörtum manni ofar- lega í huga, það er aldrei of varlega farið: ,,Við svartir Bandaríkja- menn eigum okkur málshátt sem lýsir varúð mömmu. ,,Ef þú spyrö negra hvar hann hafi verið, þá segir hann þér hvert hann sé að fara.““ (bls. 157) Þrátt fyrir kúgun og niður- lægingu sem Maya lýsir víða á átakanlegan hátt liggur gleðin í leyni. Gáski og kátína einkenna stíl Mayu en oft er undirtónninn háðskur og beiskju blandinn. Lýsing Mayu á trúarsamkomunni í Stamps er óborganleg, en þá notar hún tækifærið og dreg- ur prestinn (sem hún hefur áöur lýst andúð sinni á) sund- ur og saman í háði. Hún vægir hvorki mönnum né málefnum í þessum heimi þar sem „Lífið var ódýrt og dauð- inn alveg ókeypis". (bls. 215) Hún gerði sér snemma Ijóst að hún yrði fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig og spak- mæli móður hennar minna hana stöðugt á að ,,Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“. (bls. 218) Maya lýsir mikilli þolraun sem hún gekk í gegnum til þess að fá atvinnu sem miða- sölustúlka í sporvagni. Eftir margra vikna japl, jaml og fuður vann hún sigur og var ,,ráðin sem fyrsti negrinn í sporvögnum San Fransiskó- borgar". (bls. 218) Þetta dæmi ásamt mörgum öðrum lýsir hugrekki hennar og stolti í veröld sem tengir mynd blökkukonunnar eilíf- lega við þjónustuhlutverkið. Bækur hennar eru andmæli gegn staðlaðri kvenmynd Afro-amerískra bókmennta þar sem blökkukona er ávallt í hlutverki þolanda, sem móð- ir, eiginkona eða þjónustu- stúlka. Lífið hefur verið þess- ari stúlku harður húsbóndi en hún lætur engan bilbug á sér finna. Hún er staðráðin í því að ráða yfir og hafa vald á sinni eigin persónu hvað sem það kostar. Ég veit afhverju fuglinn í búrinu syngur opnar ekki sýn inn i nýjan heim, en hún ýtir við og minnir lesendur óþyrmilega á skuggahliðar lífsins þar sem bræður berj- ast. Um leið kallar hún fram í hugann spurninguna: „HVERS VEGNA“? „Hvernig geturðu sagst vera bróðir minn og hatað mig? Er það kærleikur? Hvernig geturðu sagst vera systir mín og fyrirlitið mig? Á það að vera kærleikur?“ (bls. 105) Andstæðusýnin er allsráð- andi: annarsvegar niðurlæg- ing, ótti og dauði, hinsvegar gleði og líf. Það er lífskraftur- inn sem rekur lesanda áfram í gegnum söguna og vonin um að þetta sé eftir allt sam- an einhvers virði. Bók Mayu Angelou er góð bók, en því miður hefur þýð- anda brugðist bogalistin á stöku stað. Fjölskrúðugt myndmál höfundar missir marks í íslensku þýðingunni því allt of oft grípur Garðar til þess ráðs að þýða frá orði til orðs þannig að útkoman verð- ur gjörsamlega marklaus. Það sem hefur merkingu i enskunni segir íslenskum les- anda ekkert þegar það er orð- ið að „nýþvegnum lífbylgj- um“. (bls. 17) Orðið „líf- bylgja“ er hvorki til í orðabók Menningarsjóðs né í seðla- safni Orðabókar Háskóla ís- lands. Samkvæmt þessum heimildum þá hefur þetta orð ekki verið notað í íslensku máli fram til þessa og það sem verra er: það er merking- arlaust. Slíka hluti ber að var- ast. Ég hef heldur aldrei heyrt menn tala um að lifa í vanda, erum við íslendingar ekki vanir að lifa við vandann? (bls. 61) Ég hnaut um setningar á borð við þessa: „Strákar? Það var ekki að sjá að æskan hefði nokkurn tíma hent þá.“ (bls. 18) Er æskan eitthvða sem kemur fyrir fólk svona rétt eins og hvert annað óhapp? Hvað er „andartaks-hátt gras“? (bls. 112) Bændur á Suðurlandi, getið þið frætt mig um það? Fleiri hnökra fann ég á þýð- ingu Garðars og var ég m.a. ósátt við mikla fjarveru per- sónufornafna og beinlínis ranga notkun. Hún verður að það og það að þeir o.s.frv. Ég veit ekki hvort Garðar gerir þetta vísvitandi — ég vona ekki. Kannski eru þetta prófarkavillur — betur að svo væri. A.m.k. geri ég ráð fyrir að vitlausar beygingarending- ar megi setja á reikning próf- arkalesara. Þessi ágæti texti fær ekki að njóta sín til fulls í þýðingu Garðars Baldvinssonar. Það skal þó játast að hann tekur góða spretti og þá sérstak- lega í köflum þar sem kímni og gáski höfundar ná yfir- höndinni. Sigríður Albertsdóttir.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.