Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 38

Vera - 01.03.1988, Blaðsíða 38
Þindarlaust þinghald Þaö hefur sennilega ekki farið fram- hjá neinum að miklar annir voru á Al- þingi síðari hluta desembermánaðar og í kringum hátíðarnar. Ástæða þess var að stjórnarfrumvörp komu seint fram þannig að ekki gafst tími til um- ræðna um þau á eðlilegum fundartím- um þingsins. Stjórnarliðar sögðu að stjórnarandstaðan væri með málþóf og tefði þannig framgang málanna. Þing- menn stjórnarandstöðunnar bentu hins vegar á að verið væri að fjalla um mörg mikilvæg mál sem nauðsynlegt væri að fjalla rækilega um. Þar má t.d. nefna, kvótamálið svokallaða, frum- varp um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, breytingar á tollalögum, frum- Matarskattinum illræmda var mótmælt harðlega, en ekki dugði það til, hann var settur á þannig að nú er enn dýrara að kaupa í matinn og með öllu óskiljanlegt hvernig lágtekjufjölskyldum er ætlað að búa við þessa skattheimtu. í umræðum um söluskattinn sagði Guðrún Agnars- dóttir m.a. ,,Eins og ég hef áður minnst á þá erum við kvennalistakonur afskaplega mótfallnar matarskattin- um og höfum veriö síðan þeim hugmyndum var hreyft að leggja hann á. Það er ekki síst vegna þess að hann kemur sér mjög illa fyrir þá sem minnstar tekjurnar hafa og fyrir barnmargar fjölskyldur. Og mér er mjög til efs að þær bætur sem mæta eiga þessari skerðingu sem veg- ur svona þungt hjá einungis hluta launþega i þjóðfélag- inu, miklu þyngra en hjá öllum öðrum vegna þess að matvæli eru hjá láglaunafólki allt að 'h af neyslu þess. í raun hafa hefðbundnar neysluvenjur breyst talsvert þannig að það er miklu minna vægi í þeirri matvöru sem ákveðið hefur verið að niðurgreiða, eins og kindakjöti. Og það kom líka fram hér um daginn að einmitt þetta fólk hefur tæpast talið sig hafa efni á að neyta þessarar vöru vegna þess hversu dýr hún er orðin. Það er talið að matvöruliðurinn muni hækka um 7%, en í raun verður þessi hækkun mun meiri hjá lágtekjufólkinu. Hún verð- ur verulega meiri og má ætla að hún veröi allt að 15% í raun miðað við þeirra neyslu og hlutfallið af matvælum í henni.“ Breytingartillögur við tollalög Kvennalistakonur lögðu fram breytingartillögur við frumvarp um breytingar á tollalögum þar sem m.a. var tekið tillit til manneldissjónarmiða. Lagt var til að felldur yrði niður tollur á grænmeti og matjurtum ýmiskonar en sykur og sætindi af ýmsu tagi yrði með 30% toll. varp um vörugjald og breytingar á sölu- skatti, lánsfjárlög og síðast en ekki síst fjárlögin. Það þarf því engan að undra að stjórnarandstaðan spyrni við fótum þegar ríkisstjórnin ætlar að ,,keyra“ svo mörg og stór mál í gegnum þingið á örfáum dögum. Kvennalistakonur lögðu nótt við dag og tóku þátt í um- ræðum og nefndarstörfum um öll þessi mál. Kvennalistakonur láta ekki bjóða sér neina skyndiafgreiðslu mála til að hjálpa ríkisstjórninni. Það eru málefnin sem skipta meginmáli og flest þeirra frumvarpa sem ríkisstjórnin vildi ,,keyra“ í gegn þurftu mikillar umfjöll- unar við. Kristín Halldórsdóttir vísaöi m.a. í skýrslu heilbrigðis og tryggingamálaráðherra um íslenska heilbrigðisáætl- un sem lögð var fram á síðasta þingi umræðum um tolla- lögin í neðri deild og sagði m.a. ,,Þar ertalað um að leið- beina þurfi fólki um fæðuval, leggja áherslu á fram- leiðslu og framboð hollrar fæðu, — ýta með ýmsu móti undir neyslu á kornmeti, fiski, mögru kjöti, kartöflum og grænmeti. Þar ertalað um að minnka þurfi neyslu sæt- inda og matar með miklum sykri með upplýsingastarf- semi og verðstýringu. Manneldisráð hefur sett fram matvælaframleiðslu- og manneldismarkmið og er að vinna að nýjum markmiöum þar sem boðuð eru fyrir- mæli um verðlagningu, framleiðslu og þá upplýsingu sem er nauðsynlecj til þess að bióðin snúi sér að heil- brigðara mataræði en nú tíðkast. Þessu erum við kvennalistakonur ákaflega sammála því hér er ekki ein- asta um að ræða að efla heilbrigði og styrkja og styöja einstaklinga í því að eiga heilsusamlega og farsæla ævi heldur er hér um ómældan sparnað að ræða fyrir þjóð- félagið." Tvö skattþrep — meölag greitt mæðrum í annríkinu fyrir jól kom fram stjórnarfrumvarp um tekjuskatt og eignarskatt í tengslum við lög um stað- greiðslu opinberra gjalda. Þetta frumvarp fjallaði um barnabætur, vaxtaafslátt o.fl. Kvennalistinn lagði fram breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnarinnar jafn- framt því sem lagt var fram sérstakt frumvarp um tekju- stofna sveitarfélaga. I nefndaráliti með breytingartillög- unum segir m.a. „Staðgreiðsla opinberra gjalda launa- fólks var lögfest á síöasta þingi, en heildarendurskoðun skattalaganna var slegið á frest. Kvennalistakonur 38 j

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.