Vera - 01.05.1988, Qupperneq 2

Vera - 01.05.1988, Qupperneq 2
í þessu tölublaði Veru skipa verkalýðsmál stóran sess, eins og í hugum fólks undanfarið. Kvennalistinn í Reykjavík stóð fyrir opnum fundi 19. mars s.l., þar sem rætt var um kjaramál sem brunnið hafa á fólki undanfarið. Meðal annars var viðruð sú hugmynd að konur semdu sér, þar sem þær eru fjölmennastar á lægstu töxtunum. Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum hefur staðið eitt og sér í baráttu og verkfall kennara var lýst ólöglegt hvernig sem á því stendur. Eftir desembersamningana 1986, þar sem bónus var lækk- aður um 22.86 krónur á klukkustund og starfsaldurshækkan- ir duttu út, fóru að heyrast verulegar óánægjuraddir frá fisk- verkunarfólki og umræður hófust um stofnun fiskvinnslu- sambands sem tæki að sér samningamál. í viðtölum við Snótarkonur kom í Ijós að reynsla þeirra undanfarið hefur kennt þeim að þær geta ekki lengur vænst góðs af samstarfi við þau félög sem áhuga höfðu á stofnun fiskvinnslusam- bands. Verkamannasambandið blés í herlúðra í hringferð um landið, en þegar staðið var upp frá samningaborðum voru lágmarkslaun enn langt undir skattleysismörkum. Snótar- konur bundu vonir við að félögin sem felldu VMSÍ samning- inn gætu þá bætt um betur, en sú von varð að engu. Þær segj- ast nú vera búnar að jarða hugmyndina um fiskvinnslusam- band, því karlarnir sem berjast um að fá að ráða ferðinni þar eins og annars staðar, hafi ekki tilfinningu fyrir því hvernig er að lifa af þeim launum sem um er samið. En hver skyldu launin vera? í viðtali við Veru sagði kona sem unnið hefur í u.þ.b. 40 ár í fiski og er með námskeiðsálag: ,,Ég hef 190.80 kr. á tímann og að meðaltali 75.00 kr. í bónus á klukkustund. Mér gengur erfiðlega að lifa af þessum launum.“ Og lái henni hver sem vill. Úr fílabeinsturni verkalýðsforystunnar heyrast samt þær raddir að enginn vinni eftir lægstu töxtunum, nema kannski örfáar konur. Þeir vita sem er að karlar eru víðast hvar yfir- borgaðir í verkalýðsstétt eins og annars staðar og virðast enn fjarri skilningi á því að konur þurfi sömu laun og karlar. SH. VERA 2/1988 - 7. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og samtök um Kvennalista. Sími: 22188 í VERU NÚNA: 3 Lesendabréf 4 Hvað get ég gert? 5—8 Kvennasaga 9—14 Verkfall Snótar — Hvað gerðist og hvers vegna? 14—15 Þaö er undir okkur komiö... 16—17 Það geta allir passað börn 18—19 Af siöferði í samningum 20—21 Eru konur viðgengi karla? 22—23 Börn hafa hundrað mál 24—26 Elka, verkakona í Reykjavík 27 Ljóð 28—30 Smásaga 31—33 Hún stofnaði friðarhreyfingu fyrir ömmur 34—35 Ömmuhlutverkið 36—39 Þingmál 40—43 Borgarmál 46—47 Um kvikmyndir og ofbeldi 47 Myndasaga Mynd á forsíðu: Elín Rafsdóttir. Listaverkið er eftir Kristinu Jóns- dóttur Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Guðrún Ögmundsdóttir Ragnhildur Eggertsdóttir Brynhildur Flóvenz Elín Garðarsdóttir Bergljót Baldursdóttir Sigrún Hjartardóttir Starfsmaður Veru: G. Halla Jónsdóttir Útlit: Kicki og Halla Ábyrgð: Elín Garðarsdóttir Fjármál: Ragnhildur Eggertsdóttir Dreifing og auglýsingar: Stella Hauksdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg Bókband: Félagsbókbandiö Ath. Greinar i Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.