Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 22

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 22
BÖRN HAFA HUNDRAÐ MÁL en frá þeim tekin níutíu og níu... er nafn á myndlistarsýningu barna á barna- heimilum ítölsku borgarinnar Reggio Emilia. Þessi sýning hefur farið víða um heim, og vakið verðskuldaða athygli og var opnuð hér á Islandi, að Kjarvalsstöðum hinn 14. maí s.l. Það er menntamálaráðu- neytið og menningarmálanefnd Reykja- víkurborgar, sem stóðu fyrir því, að þessi margfræga sýning var sett hér upp og er það þakkarvert framtak. Barn hefur hundrað mál en frá því eru tekin níutíu og níu. Skóli og menning aðskilur höfuðið frá líkamanum. Við neyðumst til að hugsa án líkama og starfa án höfuðs. Leikurinn og vinnan veruleikinn og ímyndunaraflið vísindin og hugarheimar er gert að andstæðum. BÖRN HAFA H en frá þeim tekin Höfundur þessa Ijóös, er eldhuginn Loris Malaguzzi, — sá maður sem hvað mest hefur barist fyrir þeirri hugmyndafræði, sem uppbygging barnaheimilanna í Reggio Emilia grundvallast á. Malaguzzi var einn þeirra fjölmörgu, er hófu uppbyggingu í borg sinni eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann hefur allar götur síð- an staðið i baráttu við ríkisstjórn og kirkju, við að fá að halda þeirri stefnu, að börn séu fjárfesting framtíðarinnar. Og vinna fólksins í Reggio Emilia hefur skilað árangri. Þar eru rekh á vegum borgar- innar dagvistunarstofnanir, sem eiga tæplega sinn líka í heimin- um. Þau þykja svo merkileg, aö uppeldisfrömuðirfara „pílagrírr^s- feröir" suður til Pósléttunnar á Ítatíu til að sjá með eigin augum hvað er gert og hvernig í barnaheimilum Reggio Emilia. Kvik- myndir hafa verið gerðar um fyrirbærið og ekki hvað síst: Umrædd sýning hefur orðið til og verið á ferð um heiminn í nokkur ár. En það að skoða þessa merku sýningu, er ekki nóg. Áhorfendur þurfa að kynna sér heimspekina, sem býr að baki. Sú heimspeki grundvallast á ótakmörkuðu trausti hinna full- orðnu til barnanna. Þeim kenningum, að börn á ýmsum aldri, séu ófær um að gera hitt eða þetta, er varpað fyrir róða. Þess í stað er einmitt lögð áhersla á, að hæfileikar barnanna séu óþrjótandi og þeim megi ekki sóa. Andlaus mötun, fjarstýring á leikjum og námi, itroðsla og óvirkni eru bannorð. Þess í stað kemur virk skoð- un með öllum skynfærum, með öllum tiltækum aðferðum. Sam- hæfing skilningarvitanna gerir börn næmari og er notuð til að börn sjái hvert viðfangsefni frá öllum hliðum, innanfrá sem utan. Þetta allt miðar að því að gera börnin meðvitaðri um heiminn, sig sjálf og eigin getu. Að þessu er markvisst unnið, og starfsfólk barnaheimilanna fer ekki dult með það. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.