Vera - 01.05.1988, Síða 40

Vera - 01.05.1988, Síða 40
40 Þjónusta við aldraða Nú um nokkurt skeið hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum borgarinnar sem hefur það að verkefni að fjalla um markmið og leiðir í öldrunarþjónustu borgar- innar. Er hópnum ætlað að meta þá þjónustu sem nú er veitt og koma með tillögur til úrbóta. í hópnum starfa Árni Sigfússon (Sj.fl.) og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kv.l.) frá félagsmálaráði, Kristín Á. Ólafsdóttir (Alþ.bl.) frá heilbrigðisráði og Páll Gíslason (Sj.fl) frá byggingarnefnd stofnana aldraðra. Hópurinn hefur sett sér þaö markmiö aö skila áliti sem veiti upplýsingar um þá tegund stofnanaþjónustu sem í boöi er fyrir aldraða, meta þörfina fyrir þessa þjón- ustu og gera framtíðaráætlun um uppbyggingu hennar. Þá er hópurinn aö skoða leiðir til aö seinka stofnanavist- un aldraöra en þar er ekki síst um aö ræöa heimaþjón- ustu af ýmsu tagi og ýmsar umbætur á húsnæöi og um- hverfi hinna öldruðu. Til þess aö gera heimaþjónustuna markvissari hefur hópurinn ekki síst veriö aö skoöa skipulag hennar og vinnur nú að því aö auka samstarf þeirra sem hana veita og tengja hana hverfum borgar- innar. Langir biðlistar Það er Ijóst aö þörfin fyrir margvíslega þjónustu viö aldraða mun aukast verulega á komandi árum. Reykvík- ingar 70 ára og eldri eru nú um 8400 talsins en fyrirséð er aö árið 2000 veröa þeir um 10500. Þetta er um 25% fjölgun en til samanburðar má nefna aö framtíðarspár um mannfjölda gera ráð fyrir aö á sama tíma verði fjölg- un í aldurshópnum 0—30 ára aðeins um 12%. í Ijósi þessa er mjög mikilvægt aö gera sér nú þegar grein fyrir hvernig eigi aö mæta þessari fjölgun. Hvernig eigi aö tryggja sem besta þjónustu sem sé I samræmi viö þarfir og óskir hinna öldruðu en jafnframt sem besta nýtingu fjármagns. í Reykjavík í dag vantar talsvert upp á aö aldraðir fái rétta þjónustu á réttum tíma. Hjá ellimáladeild Reykja- víkurborgar eru langir biðlistar eftir vernduöum þjón- ustuíbúðum, vistheimilum og hjúkrunarrýmum. Síöustu tölur um biðlistann eru frá því um áramótin 1986—’87 er, þá voru um 1100 manns á listanum. Landlæknisem- bættiö geröi jafnframt könnun á biðlistum ýmissa þjón- ustustofnana þann 1. sept. ’85 en þá lágu fyrir 1807 beiönir frá 1434 einstaklingum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Langflestar voru um vistrými eöa 1458 beiðnir, 281 var um hjúkrunarrými og 60 um sjúkrarými. Meöalaldur einstaklinga var 79.1 ár en 98 einstaklingar voru 90 ára og eldri. Þessir biölistar segja þó ekki alla söguna því hugsanlega er hægt aö draga úr eftirspurn eftir vist- heimilum með því aö bæta verulega þjónustu við aldr- aöa I heimahúsum. Kerfið og veruleikinn í þessu sambandi er rétt aö hafa þaö í huga að þó aö vistheimili eins og Seljahlíö og Droplaugarstaðir séu aö mörgu leyti mjög góöar stofnanir, þá fylgir þvi alltaf ákveöin svipting á persónufrelsi aö flytja á slík heimili. Þaö sem vegur líklega þyngst er aö fjárráö hins aldraða eru mjög takmörkuö. Ellilífeyrir, tekjutrygging og eftir- laun ganga upp í vistunarkostnaðinn og hinn aldraöi heldur aöeins eftir vasapeningum sem í dag eru á bilinu 5368—7900 kr. á mánuði. Ég læt lesendum þaö eftir aö reikna út hvaö þeir gætu gert fyrir þessa upphæö t.d. ef þeir reykja. Lægri uþphæðin miðast við þá sem aðeins hafa ellilíf- eyri og tekjutryggingu en sú hærri viö þá sem fá greidd

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.