Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 6

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 6
ar yfir á allan hópinn eöa fjölskylduna m.a. vegna þess aö konur urðu þreyttar á tilfallandi kynferöissamböndum sem voru eölileg karlmönnum. Smám saman þróaðist síöan parfjölskyldan- áöur höföu konur komiö bannhelgi á náin kynferöisleg samskipti skyld- menna- og þar með arfgengi í móðurætt eða matriliniert samfé- lag. Næsta stigiö voru almenn yfirráö kvenna í samfélaginu og kallaði Bachofen þaö Gynekókratí. Svo er aö sjá sem hann geri ráð fyrir aö kvennaríkið hafi lotið „pýramídastjórn" svo sem viö þekkjum svo vel í nútímanum en samt gerir hann ekki ráö fyrir harðstjórn. Þannig túlkar a.m.k. sænska skáldkonan Elin Wagner kenningar hans og bendir í því sambandi á minjar um hina frið- samlega menningu á Krít til forna þar sem konur höföu greinilega bæöi völd og virðingu. í sama streng tekur mannfræöingurinn Margarete Bonnevie í bókinni Fra mannssamfunn til menneske- samfunn. Aö áliti Bachofens stóö mæðraveldið í árþúsundir en þá tóku feöurnirsig til og kollvörpuðu því. Hann hefurekki haldgóöarskýr- ingar á því hvers vegna þeir geröu þaö en helst er svo aö skilja sem þeir hafi fellt konurnar meö því aö hefja sig yfir þær. Þeir hafi komið sér upp sinni eigin karlamenningu, menningu sem var há- leitari og æöri en jaröbundin og ,,praktísk“ menning kvennanna. Þetta gerðist þó ekki átakalaust. Konurnar létu ekki í minni pok- ann fyrr en í fulla hnefana og í goðsögum og skáldverkum má sjá merki um mikilfengleg átök þegar feöraveldiö er um þaö bil aö bera sigurorð af hinni fornu skipan kvennanna. Ekki nýjar hugmyndir Þaö verður að segjast eins og er að Móðurréttur Bachofens er ekki gott og traust fræðirit og vinnubrögð höfundar oft æriö vafa- söm. Heimildir hans eru fyrst og fremst ýmis bókmenntaverk s.s. rit Heródótosar, Díódórosar o.fl. rómverskra höfunda svo og skáldverk grísku fornskáldanna. Þar ber hæst þríleik Æskýlosar, Oresteiu sem Bachofen og margir síöari tíma fræöimenn túlka sem átök milli karla- og kvennamenningar burtséö frá kenningu Bachofens aö ööru leyti. Þá vitnar Bachofen og í goösögur bæöi grískar og norrænar. Þó að bók Bachofens hafi valdiö talsverðu uppnámi og deilum voru hugmyndir um sterka stööu kvenna til forna ekki nýjar af nál- inni. Ftómverskir höfundar, þeir hinir sömu og Bachofen vitnaði til, segja lesendum sínum frá því að konur í Egyptalandi hinu forna hafi oft á tíðum ráöið til jafns viö feður sína og bræöur og aö þær hafi almennt notiö mikillar virðingar. Þetta kom þeim spánskt fyrir sjónir þar sem konur í Rómaveldi bjuggu viö mikið ófrelsi og vold- ugt feðraveldi. Einnig hafði hinn vestræni menningarheimur haft af því spurnir í nokkrar aldir aö margt var skrítið í kýrhausnum þeirra í Afríku og Ameríku. Slíkarfregnirtóku aö berast til Evrópu þegar landnemar, trúboðar og heimshornaflakkarar sneru á heimaslóðir úr frægöar- förum sínum þangaö. Til að mynda var mönnum þaö undrunar- efni aö jörð skyldi víöa ganga í arf frá móöur til dóttur og aö nýbak- aður eiginmaður flytti til konu sinnar og fjölskyldu hennar og öf- ugt. í nútímafræðum er hiö fyrrnefnda kallað matriliniert fyrir- komulag (þ.e. arfgengi í móöurætt) og hiö síðara matrilocalt. 18. og 19. aldar Evrópumenn þekktu ekki annað en aö faöirinn væri ævinlega miðpunkturinn sem samfélagsskipanin hverfðist um, þ.e. patrilinier og patrilocal samfélög. Víöa meðal hinna ,,frumstæöu“ þjóöa sem Evrópubúartóku að brjóta undir vald sitt nutu mæðuryfirleitt mikillar viröingarsérstak- lega ættmóöirin. Og oftast áttu konur ekki nema 3—4 börn. Eins og áöur segir kenndu 18. og 19. aldar vísindamenn það að konur væru körlum óæöri og því hlaut feðraveldið aö vera bæöi náttúrulegt, alheimslegt og óumbreytanlegt. Nú tóku menn hins vegar aö rannsaka nýja heiminn — Afríku og Ameríku — bæöi landfræöilega og mannfræðilega. Mikil gróska hljóp í þau fræöi á síðari hluta 19. aldar og lögöu allir fræðimennirnir þróunarmódel Darwins til grundvallar rannsóknum sínum, enda voru menn afar þróunarsinnaöir á þessum tíma og lengi síöan. Bók Charles Darwins, Um uppruna tegundanna, kom út í fyrsta sinn 1859 og í henni er aö finna e.k. uppskrift eða módel aö 6 hugmyndafræði sem er afar áberandi enn í dag í vestrænni menn- ingu. Allt er af einni rót, hiö einfalda þróast og verður æ flóknara og fjölbreytilegra, hiö veika fellur en þaö sterka sigrar. Lífiö á jörö- inni er eins og lína sem sífellt lengist og þessi lína stefnir upp á viö; þróast sem á 19. aldar máli þýddi aö batna. Þessi bati eöa auknu gæði mannlífsins uröu fyrir tilstilli tækniframfara og fræðslu. Hvort tveggja átti aö tryggja gott mannlíf og vestrænn menningarheimur var sú fyrirmynd sem afgangurinn af heiminum hafði. Því var um aö gera aö láta ,,villimennina“ njóta góðs af. Við sjáum greinilega afleiöingarnar af þessari hugmyndafræði í þriðja heiminum. Hún ásamt mannlegri græðgi (ekki dýrslegri, þaö væri móögun við dýrin) hefur leikið mannlíf þar svo grátt aö þaö mun ekki framar bera sitt barr. í mannfræðirannsóknum komu þessarþróunarhugmyndirfram á Þann hátt aö mannlíf átti aö hafa þróast eftir ákveðnum lögmál- um frá ,,villimennsku“ til ,,siömenningar“. Sá sem smíðaði þess- ar kenningar var bandaríski þjóöfræöingurinn Lewis Henry Morgan. Hann setur þær fram í frægri bók sem heitir Ancient Society og kom út áriö 1877. Hugmyndir Marx og Engels Kenningar Morgans voru aldrei vísindalega sannaöar enda setti hann þær einungis fram í tilgátuformi. Aftur á móti uröu þær j pottþétt fræði meðal alls þorra menntamanna allt fram um miðja 20. öld og jafnvel lengur aöallega fyrir tilstuðlan félaganna Karls | Marx og Friedrichs Engels. Þeir féllu kylliflatir fyrir þessum kenn- ingum svo og fyrir kenningum Bachofens þótt óvísindalegar væru. Rit Engels Um uppruna fjölskyldunnar einkaeignarinnar og ríkisins sem hefur veriö klassískt rit og skyldulesning í marx- ískum fræðum í marga áratugi er nánast ekkert nema uppsuða úr kenningum Morgans þar á meöal hugmyndirnar um þróun fjöl- skyldunnar frá hópsamböndum til kjarnafjölskyldu nútímans. Vandaöir fræðimenn nútímans hafa hins vegar hvergi fundið neitt sem bendir til hóphjónabanda eöa hóppörunar nokkurs staðar í | veröldinni. Allar þessar rannsóknir á ,,frumstæöum“ samfélögum beindu á siöari hluta 19. aldar athyglinni aö uppruna kvennakúgunar og í kjölfar þess hófu menn leitina aö ,,frumsamfélaginu“. Ef þaö var þá til. Eins og áður segir voru þróunarhugmyndir lagðar til grundvall- ar þessum rannsóknum en þaö má segja að þróunarsinnar hafi greinst í tvo hópa eöa fylgt tveimur stefnum. Báöir voru aö leita aö frumsamfélaginu og reyna að gera sér grein fyrir framtíðarsamfé- laginu meö söguna aö leiöarljósi. Báöa langaöi að fá svar við því hvers vegna konur voru hvarvetna undirokaðar og hvers vegna allar þjóðfélagsstofnanir s.s. hjónaband og fjölskylda, ríkiö og einkaeignin áttu þar aðild aö. Báöum hópunum var einnig sam- eiginleg trúin á yfirburði vestrænnar menningar og báöir voru uppteknir af línunni; þ.e. aö allt hlyti óhjákvæmilega að stefna fram og upp, frá hinu lága til hins háa. Þaö sem hópana greindi á um var fyrst og fremst hvort frum- samfélagið heföi verið grimmt og harðskeytt í upphafi eöa friö- samlegt. Frjálslyndir menn eins og t.d. breski heimspekingurinn Herbert Spencer tilheyröu fyrri hópnum. Þeir töldu aö sökum lík- amlegra yfirburöa sinna heföu karlar bariö konur til hlýöni frá upp- hafi vega, dregið þær á hárinu á ,,villimennsku“-stiginu og haft þær að ambáttum langt fram eftir öldum. Aöeins meö auknum þroska mannkyns og menntun í anda vestrænnar siömenningar var unnt aö aflétta kúgun karlmannanna. Engels og Bachofen fylgdu aftur á móti þeim aö málum sem töldu að mannkyn heföi í árdaga verið friösamt og konur ekki kúgaöar en síðan heföi heim- ur spillst og ófriður oröiö. En einnig þeir álitu að einungis vísindi og vestræn siðmenning (nútíma karlamenning) fengju því breytt. Þegar ,,þróunin“ væri komin á svo hátt stig aö menn heföu full- komið vald á náttúrunni myndu þeir hverfa til fyrri hátta; lifa friö- samlegu lífi og í þettasinn án þeirraóþægindasem fylgdu ,,frum- stæðu“ lífi. Af þeim heimildum sem ég hef undir höndum virðast umræöur og deilur um mæðraveldi hafa staöiö linnulítiö allt fram undir síö-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.