Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 11
r.Samstöduleysi félaganna og Akureyrarsamningurinn eyöilögðu von okkar um að hægt væri að
stofna fiskvinnslusamband."
upp á rúmlega 33.000 kr. lágmarkslaun.
Snótarkonur voru hins vegar ekki boð-
aðar til viðræðna hjá sáttasemjara fyrr en
rétt áður en verkfall þeirra hófst, og ekki
boðið neitt annað en VMSÍ samningurinn
sem þær höfðu löngu hafnað og byrjað var
að fella í mörgum félögum. Þær hröðuðu
sér því út í Eyjar og rétt sluppu þangað áð-
ur en verkfallið hófst.
Vilborg telur að þegar forkólfar VSÍ sáu
þau áhrif sem verkfall Snótar hafði á at-
kvæðagreiðslur í hinum félögunum, hafi
Þeir ákveðið að þeirra eina vopn væri sam-
staðan. ,,Þeir fundu að það var einhver
hreyfing að fara af stað í þjóðfélaginu. Þó
fjárhagslegur hagur Vestmannaeyja væri í
húfi skipti það minna máli en fordæmið
sem samningur við okkur hefði gefið. Það
átti því að brjóta verkfall okkar á bak aftur
ftieö því að tala ekki við okkur, og það tókst
þeim að sumu leyti,“ sagði Vilborg.
Á meðan á verkfallinu stóð sendu at-
vinnurekendur í Eyjum þrisvar beiðni um
að því yrði frestað, án nokkurra frekari til-
boða. Fyrsta beiðnin kom strax fyrsta dag
verkfallsins. Það var svo ekki fyrr en á 10.
degi að Snótarkonur voru aftur boðaðar
suður til að taka þátt í samningafundi,
ásamt þeim félögum sem fellt höfðu samn-
ing VMSÍ. Sá fundur olli þeim miklum von-
brigðum, ekki hvað síst vegna þess hvern-
ig fulltrúar hinna félaganna hundsuðu þær
og þeirra baráttu.
,,Eins og við værum
holdsveikar"
Elsa varaformaður hefur þetta um fund-
inn að segja: ,,Við vonuðumst eftir því að
hin félögin gætu sameinast okkur í kröfum
og myndu boða til hliðstæðra aðgerða og
við til að árétta kröfur sínar. En á þessum
fundi kom í Ijós að þau höfðu talað sig sam-
an í hópa og virtu okkur ekki viðlits." Og
Margrét Júlíusdóttir gjaldkeri Snótar, sem
unnið hefur 20 ár í Vinnslustöðinni, bætir
við: ,,Það var eins og við værum holdsveik-
ar. Fólkið forðaðist að tala við okkur, sér-
staklega þeir sem galað höfðu hæst og
gert sig breiða í fjölmiðlum."
Enginn árangur varð af þessum fundi og
eftir hann var farið fram á samningafundi í
héraði. Vonaðist fólk þá eftir að geta talað
við fulltrúa sinna atvinnurekenda en það
var öðru nær. Samninganefnd VSÍ þeyttist
um landið í öllu sínu veldi. Það varð að
passa að ekki kæmi brestur í órjúfanlega
samstöðu þeirra.
Fundur var boðaður í Eyjum og eftir
langa törn var skrifað undir bókun þar sem
áframhaldandi viðræðum er lofað,- með
því skilyrði að verkfalli yrði frestað.
Daginn eftirsátu 20 konur úrstjórn, trún-
aðarráði og samninganefnd Snótar á níu
klukkustunda fundi þar sem staðan var
rædd fram og aftur, áður en ákvörðun um
afléttingu verkfallsins var tekin. „Þetta var
erfið ákvörðun," sagði Vilborg, ,,en hún
var tekin af meirihluta þessa hóps eftir at-
kvæðagreiðslu. Við álitum að valdið væri í
höndum stjórnar- og trúnaðarráðs, alveg
eins og ákvörðun um verkfallsboðun."
Við ræddum við marga Eyjamenn um
það ástand sem skapaðist meðan á verk-
fallinu stóð. Söngurinn um að þær færu
með bæjarfélagið á hausinn hófst auðvit-
að strax og ýmiss utanaðkomandi þrýst-
ingur veikti samstöðuna þegar á leið verk-
fallið. Einnig voru skiptar skoðanir innan
félagsins um úthlutun úr verkfallssjóði, en
öllum vargreittjafnt úrsjóðnum, ántillitstil
fjárhags eða annarra aðstæðna.
En hæst ber þá staðreynd að þær stóðu al-
gjörlega einar í aðgerðum. Formaður Vlfl.
Vestmannaeyja lýsti því meira að segja yfir
í fjölmiðlum að verkfallið væri ekki tíma-
bært og löndun úr Vestmannaeyjatogara
sem neitað hafði verið um löndun víða á
landinu var heimiluð á verkfallssvæðinu
sjálfu!
Þrátt fyrir slíkan andbyr hvatti þær mjög
og efldi að fá stuðningsyfirlýsingar og pen-
ingasendingar víðs vegar að og það var
langt í frá að baráttuhugurinn væri þorrinn
hjá fjölda kvenna þegar ákvörðun um af-
léttingu verkfallsins var tekin. Margir
sögðu að ef ákvörðun um afléttingu hefði
verið lögð fyrir félagsfund hefði það verið
fellt og verkfallið stæði jafnvel enn.
,,Fólk var mjög óánægt með að vera ekki
spurt", sagði Ólöf Hauksdóttir sem hefur
unnið í 18 ár i Vinnslustöðinni. ,,Við heyrð-
um bara í útvarpi að verkfallinu hefði verið
aflétt. ,,Við heyrðum mikla gremju. Ég er
viss um að ákvörðunin hefði verið á annan
veg ef konurnar hefðu verið spurðar,"
sagði hún.
Akureyrarsamningurinn
Loforðið um áframhaldandi viðræður
var ekki efnt nema að því leyti að Snótar-
konur voru boðaðar á sameiginlegan fund
sáttasemjara og þeirra sem felldu VMSÍ
samninginn og fór hann fram á Akureyri.
,,Við héldum enn í vonina um að við gæt-
um náð samstöðu með þessum félögum,
en Akureyrarfundurinn gerði þá von að
engu,“ sagði Elsa. ,,Nú var ekki hægt að
kenna Guðmundi J. eða Ásmundi um lé-
lega samninga því þeir komu hvergi nærri.
Nú reyndi á okkur hin sem vorum óánægð
og vildum jafnvel stofna samband til að sjá
um samninga fyrir okkur. En að mínu mati
er hugmyndin um fiskvinnslusamband
endanlega dauð eftir þessa reynslu. Okk-
ur hefur dottið í hug að senda þeim krans
og láta annan fylgja til Verkamannasam-
bandsins.l"
En hvers vegna mistókst svona hrapa-
lega að ná samstöðu á Akureyri? Elsa
heldur áfram: ,,Á þessum samningafundi
voru karlarnir í innþyrðis valdabaráttu um
11