Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 38

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 38
afsláttur verði greiddur úr ríkissjóði til launþega." Nokkrar umræður urðu í þinginu um tillöguna og tók Kristín Halldórsdóttir m.a. þátt í þeim. Hún sagði m.a. ,,Ef farið er út í að ríkið greiði uppbætur á laun að ákveðnu marki er verið að greiða niður laun fyrir at- vinnurekendur, þá er verið að fallast á að þeir séu með vonalausan atvinnurekstur sem geti aldrei greitt mann- sæmandi laun, en þó atvinnurekstur sem ríkinu beri að halda uppi. Við mundum festast í slíku styrkjakerfi og það er ekki nokkur einasti vafi á því að slíkt kerfi mundi útiloka allar leiðréttingar af hálfu atvinnukaupenda í framtíðinni. Þeir mundu að sjálfsögðu velta ábyrgðinni og byrðunum yfir á ríkið. Það er líka augljóst að launa- bætur frá ríkinu eru engin trygging fyrir lágtekjufólk. Að því kæmi fyrr eða síðar að ríkið vildi lækka þessar bætur eða fella niður því hér er vissulega um talsvert fé að ræða og það er óvíst og raunar ótrúlegt að saman fari þörf ríkisins til þess að losna við þessar greiðslur og hæfni atvinnurekenda til að taka við þeim. Það má því ekki gera fólki þann grikk að koma á niðurgreiðslum á laun.“ Eins og fram kemur í máli Kristínar töldum við þá leið sem Borgaraflokkurinn lagði til hér til að bæta lægstu launin ófæra. Ef ríkiö greiddi launabætur værum við að firra atvinnurekendur þeirri ábyrgð að greiða laun fyrir þá vinnu sem starfsfólk þeirra innti af hendi. Það er al- gjörlega óviðunandi að okkar mati. - í ' , VERÐMÆTAGILDI HEIMILISSTARFA í ÞJÓÐFÉLAGINU Borgaraflokkurinn hefur lagt fram annað mál á Al- þingi sem snertir hag og kjör kvenna, en það er tillaga til þingsályktunar um mat á heimilisstörfum og er rétt að faranokkrum orðum um hana hér þarsem athyglisverð- arumræðururðu um tillöguna. Tillagan hljóðarsvo ,,AI- þingi ályktar að skora á forsætisráðherra að fela Þjóð- hagsstofnun að gera úttekt á verðmætagildi heimilis- starfa í þjóðfélaginu í heild og meta gildi þeirra með tilliti til þjóðartekna eins og þær eru reiknaðar í dag.“ í grein- argerð með tillögunni segir m.a. ,,Hið opinbera hefur um langan tíma litið fram hjá efnahagsgildi heimilanna fyrir þjóðfélagið og þeir sem þessi störf stund njóta ekki jafnstöðu hjá hinu opinbera á við þá þegna sem stunda störf á hinum almenna vinnumarkaði. Fram til þessa hafa þessi störf aðallega verið unnin af konum og hefur vanmatið því aðallega beinst að þeim sem heild. Ætla má af þeim sökum að litið sé á konur sem ódýrt og óæðra vinnuafl, en þar gæti ein skýringin verið á því hve konur eiga almennt erfitt uppdráttar á vinnumarkaðnum þrátt fyrir jafnréttislögin og yfirleitt stunda þær lægst launuðu störfin í þjóðfélaginu." Kvennalistakonur tóku undir þessa tillögu Borgara- flokksins. Málfríður Sigurðardóttir kom m.a. inná það að störf heimavinnandi fólks sem við skulum horfast í augu við að eru yfirleitt konur, verði tæplega metin til fjár í krónum og aurum. Hún benti m.a. á að kjör kvenna í störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem ynnu störf hliðstæð heimilisstörfunum væru mjög slæm og þar kæmi einmitt fram vanmatið sem væri við lýði á störfum kvenna. Eitthvað komu orð Málfríðar illa við fyrsta flutn- ingsmann tillögunnar Albert Guðmundsson Borgara- flokki og fannst honum ástæða til að taka eftirfarandi fram í ræðu sinni. ,,En ég vil láta það koma fram að ég sem karlmaður og ég hugsa allir þeir karlmenn sem ég þekki til, hef aldrei vanmetið störf heimavinnandi kvenna. Það er langt frá því.“ Málfríður sté þá aftur í pontu og ítrekaði fyrri orð sín um að störf kvenna væru vanmetin og lítils virt. Þá tók til máls Ellert Eiríksson, Sjálfstæðisflokki sem sagði m.a. ,,Mörg störf í þessu þjóðfélagi sem konur vinna eru ágætlega launuð í hlut- falli við önnur störf." Og nokkru síðar sagði hann. ,,Ég tek undir með hæstvirtum 5. þingmanni Reykjavíkur (Al- bert Guðmundsson) að konur eru konum verstar og því miður leggið þið rangt mat á þetta og okkur líka. Ég er aðeins að kveikja í ykkur." Þetta er aðeins örstutt dæmi um það hvernig viðbrögð verða í þinginu þegar rætt er um konur og störf þeirra. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Alþingi eða alþingismenn, en minnir okkur enn einu sinni á hversu langt er í land að verðmætamatið breytist til hagsbóta fyrir okkur konur. KYNNING Á RÉTTINDUM OG SKYLDUM Á VINNUMARKAÐI Anna Ólafsdóttir Björnsson kom inn á þing í mars þegar Kristín Halldórsdóttir fór til Kanada til að kynna Kvennalistann. Þetta var í fyrsta sinn sem Anna kom inn á þing og var hún þriðja varaþingkona okkar sem tók sæti á Alþingi í vetur og sú fjórða var Guðrún Halldórs- dóttir sem kom inn í fjarveru Kristínar Einarsdóttur. Anna flutti jómfrúarræðu í umræðu um lágmarks- launafrumvarpið eins og kom fram hér að framan. Hún lagði fram þingsályktunartillögu sem svo sannarlega snertir stöðu fólks á vinnumarkaðnum en það er tillaga um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Tillagan er svo- hljóðandi ..Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að gera sérstakt átak til að kynna fólki á vinnumarkaðin- um réttindi sín og skyldur. í því skyni skipi ráðherra sjö manna nefnd er kanni: 1. Hvernig best megi tryggja að allir er ráðast til starfa á almennum vinnumarkaði þekki réttindi sín og skyldur, þar með talin launakjör, lífeyris- réttindi, reglur um hvíldartíma, orlofsgreiðslur og upp- sagnarákvæði. Nefndin kanni hvort lögbinding starfs- samninga milli einstaklinga og atvinnurekenda sé æski- leg leið til að tryggja að enginn sé ráðinn í vinnu án þess 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.