Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 20

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 20
Eru konur Eru konur aðeins viðhengi karla? Hljómar ef til vill annkannalega, er þó ekki sett fram aö tilefnis- lausu. Eöa eru til haldbærar skýringar á langvarandi lífeyrislegu réttleysi kvenna sem vinna eingöngu á heimilum landsins, ,,eru bara heima“ eins og sumir segja. Vinnan sem unnin er inni á heimilum er nefnilega harla lítils metin til réttinda og launa og gef- ur konum engan rétt til greiðslna úr lífeyrissjóði nema þær séu „eftirlátinn maki“. Lífeyrissjóður barnakennara og ekkna þeirra Fyrstu kynni mín af lífeyrismálum voru viö lestur laga um lífeyris- sjóð barnakennara og ekkna þeirra. Heitið segir meira um hugs- unarhátt þessa tíma en mörg orð. Lög þessi eru ekki lengur til, hafa verið sameinuð lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og orðalag nútímalegra. Þankagangur varðandi lífeyrisrétt kvenna hefur þó almennt ekki breyst ýkja mikið frá því að klausan stóð í lögum. Nýverið heyrði ég t.d. karl lýsa því að iðgjaldagreiðslum í lífeyrissjóðinn ,,hans“ mætti jafna viö bankainnstæðu, einkareikning“ honum til ráð- stöfunar við starfslok. Mér varð á að hugsa. Hvaða rétt ávann eig- inkonan sér á sama tíma? Þau höfðu orðið sammála um að hún ynni ekki utan heimilis þau ár sem hún var að ala börnin þeirra og ,,búa honum og þeim fallegt heimili" eins og oft er sagt í minning- argreinum. Aflaði hún engra tekna fyrir heimilið þann tíma? Og ekki nóg með það, ef þau slitu samvistum ætti hún enn þann dag í dag engan rétt til eftirlauna af sjóðsinneigninni. Hún ætti einung- is rétt á eftirlaunagreiðslum úr sjóðnum ef hún væri „eftirlátinn maki“. Aldeilis blöskranlegt, og ekki að undra þótt spurt sé um viðhengið. Af „launakonunr/' og lífeyrisrétti þeirra Hvernig ætli réttindum kvenna, sem greiða í lífeyrissjóði af viður- kenndum atvinnutekjum sínum, sé svo borgið í höndum karl- anna? Ekki er ætlunin að rekja það almennt hér, einungis að segja stutta dæmisögu af samskiptum kvenna í Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins við sjóðstjórn og aðra þá sem taka sér sjálfdæmi í málefnum kvenna í krafti aðstöðu sinnar. Eins og í þessu tilfelli að breyta nær einhliða ákvæðum sem voru konum hagstæð, sjálf- um sér í hag en konum í óhag. Eitt lítið dæmi af samskiptum kvenna í BSRB við karlanna í kerf- inu. Árið 1982 fól fjármálaráðherra stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (þá skipuð sjö körlum) að endurskoða lög um lífeyrissjóð- inn. Það sem máliö aðallega snerist um var 12. greinin sem kveð- ur á um hvernig lífeyrir er reiknaður. 20 Samkvæmt ákvæðum laganna var lifeyrir hlutfall af föstum laun- um og persónuuppbótum sem fylgdu því starfi sem viðkomandi gengdi síðast fyrir lífeyristöku, án tillits til starfshlutfalls fyrr á starfsævinni... Þetta þýddi að konur sem voru í fullu starfi þegar þær hættu störfum við 65 ára aldur áttu rétt á fullum lífeyri, þrátt fyrir að þær hefðu unnið hlutastarf áður á starfsferli sínum. Þessu ákvæði átti nú að breyta þannig að lífeyrir væri reiknaður út frá ið- gjaldagreiðslutíma og starfshlutfalli yfir starfsævina. Þannig var Ijóst að langflestar konur í BSRB töpuðu rétti við breytinguna ef af henni yrði.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.