Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 43

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 43
Fréttir úr borgar- stjórn: ,,Ég geri þetta sjálf“ Ekki reyndist auðvelt að fá svarendur til að tjá sig um þarfir sínar og óskir og þegar farið var að spyrja um þessa hluti heyrðist mjög oft viðkvæðið: „Ég geri þetta sjálf/ur meðan ég get“. í Ijós kom þó að stærstu hóparnir í báðum úrtökum hafa mikinn áhuga á snyrtingu og end- urhæfingu. Þá er ferðaþjónusta mjög ofarlega á blaði hjá svarendum og eins matarþjónusta, annað hvort í mötuneyti gegn vægu gjaldi eða heimsending matar. Það vekur athygli að alls 39 einstaklingar sögðust hafa áhuga á að nýta sér heimsóknarþjónustu ef hún væri í boði. Rennir það stoðum undir þá skoðun að ákveðinn hópur aldraðra sé einangraður og einmanna og hafi fáa til að tala við. í könnuninni segir að það sem hafi komið skýrast í Ijós, þegar spurt var um þarfir og óskir hins aldraða, væri það öryggisleysi sem margir finna fyrir. í könnunni segir m.a.: „Margir nefndu að það mikilvægasta væri, að það væri öruggt að maður gæti fengi þjónustu ef/ þegar heilsan bilar og greinilegs ótta varð vart hjá mörg- um um að það myndi bregðast." Því miður er þessi ótti ekki ástæðulaus því mikið vantar upp á að borgin veiti öldruðum Reykvíkingum rétta þjónustu á réttum tíma. Niðurstöður í niðurstöðum könnunarinnar er bent á nokkur atriði til umhugsunar sem fyllsta ástæða er til að taka undir. Þessi atriði eru: Byggja verður upp stoðkerfi sem felst í margháttaðri þjónustu við þá aldraða sem vilja dveljast heima. Byggja verður upp dagvistunarþjónustu og „hvíldar- þjónustu" fyrir heimili sem hafa aldraðan einstakling búandi heima. Hjúkrunarþjónustu verður að auka svo að þau úrræði sem nú þegar eru fyrir hendi í þjónustuíbúðum/vist- heimilisplássum séu ekki teppt af sjúklingum sem ekki geta nýtt sér né notið þjónustunnar. Gæta verður að því að lögboðnar tryggingar séu ekki svo lágar að það geti verið heilsuspillandi að lifa af Þeim. Margt af því fólki sem hér um ræðir hefur ekkert annað til aö lifa af. Blýta þarf uppbyggingu þjónustuíbúða og vistheimilis- rýma fyrir þann hóp sem bíður eftir slíkri þjónustu og gæti ekki nýtt sér samfélags/heimaþjónustu. Gæta þarf að því að þjónustuíbúðir verði ekki forréttindi Þeirra sem geta keypt þær á kostnað þeirra sem ekki geta það, en þurfa slíka þjónustu af félags- og heilsu- farsástæðum. — isg. Borgarfulltrúar minnihlutans lögðu fram tillögu í borg- arstjórn þann 17. mars sl. um að gerð yrði könnun á því hvar reykvísk börn undir skólaskyldualdri dvelja á dag- inn og jafnframt að leitað yrði eftir óskum foreldra um dagvist. Markmiðið með slíkri könnun yrði m.a. að leita svara við því hvort börn eru í einni dagvist eða fleirum og hvað flutningur milli dagvista hefur að segja fyrir akstur og vinnudag foreldra. Þá yrði kannað hversu oft börn hafa skipt um dagvist og þá hvers vegna. í þessu sambandi má geta þess að í ársskýrslu Dag- vista barna fyrir árið 1986 kemur fram að 68% barna sem eru í vistun hjá dagmæðrum eru 6 mánuði eða skemur hjá hverri dagmóður. Þá kom fram í könnun sem Samband ísl. bankamanna gerði meðal sinna félags- manna 1986 að 24% barna 4—6 ára eru í tveimur vist- um á degi hverjum. Er þetta hvort tveggja ótvíræð vís- bending um að fjöldi barna má þola þeyting úr einum stað í annan með því óöryggi og rótleysi sem því fylgir. Rétt er að segja frá því í tengslum við þessa tillögu að sl. haust fór borgarmálaráð Kvennalistans fram á það við stjórn Dagvista barna að fá að taka úrtak af biðlista dagvistarheimilanna og gera slíka könnun á sínum veg- um. Þeirri beiðni var hafnað. Tillaga minnihlutans um að borgaryfirvöld geri þetta þá sjálf er nú til umsagnar hjá þessari sömu stjórn. Á sama borgarstjórnarfundi, þ.e. þann 17. mars sl„ flutti minnihlutinn líka tillögu um að settur yrði á laggirn- ar samstarfshópur umferðardeildar borgarinnar, slysa- deildar Borgarspítalns og lögreglunnar í Reykjavík sem hefði það verkefni með höndum að gera úttekt á orsök- um umferðarslysa á börnum og unglingum í Reykjavík. Þá átti hópurinn að leggja fram tillögur til úrbóta. Var til- laga þessi flutt m.a. vegna þess að svo virðist sem slys á þessum aldurshópum séu mun tíðari á íslandi en í mörgum nágrannalöndum okkar. Á árinu 1987 urðu alls 39 börn fyrir bifreið og þar af lét- ust tvör þeirra og 13 hlutu mikil meiðsl. Athygli vekur að þarna var um að ræða 24 drengi og 14 stúlkur. Meðal- aldur drengjanna var 7.6 ár en stúlknanna 10.6 ár. Þá voru 7 drengjanna aðeins 3—4 ára en yngsta stúlkan var 6 ára. Þetta vekur upp þá spurningu hvort litlir drengir séu í bókstaflegri merkingu fórnarlömb þeirrar karlímyndar sem karlveldið byggist á. Er ætlast til að litl- ir og ósjálfbjarga drengir séu kaldir karlar sem kunni fót- um sínum forráð í hörðum heimi blikkbeljunnar? í öllum hamingjunnar bænum breytum þessari karlímynd. Af tillögunni er annars það að segja að henni var vís- að til umferðarnefndar borgarinnar og ómögulegt er að segja hvað verður um hana þar. Á borgarstjórnarfundi þann 31. mars sl. fluttu fyrr- nefndir borgarfulltrúar tillögu um að komið yrði á fót ferðaþjónustu fyrir aldraða. Fyrst í stað yrði þjónustan við það miðuð að keyra aldraða í félagsstarf á vegum borgarinnar og til læknis. Var bent á þann möguleika að gera samning við leigubílastöð um þessa þjónustu og hún yrði niðurgreidd af borginni að hluta. Tillögu minni- hlutans var vísað til félagsmálaráðs til skoðunar. — isg. 43

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.