Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 9

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 9
HVAÐ GERÐIST OG HVERS VEGNA? ERKFALL SNÓTAR í launamálabaráttunni undanfarið vöktu verkakonur í Vestmanna- eyjum athyglifyrireinarðlega framgöngu þegarþærfóru íverkfall dagana 5.-18. mars. Verkfall Snótar hafði tvímælalaust áhrif á það að mörg félög innan Verkamannasambandsins felldu þá samninga sem sambandið stóðað um svipað leyti. Þegar Ijóst var að andstaðan við láglaunastefnuna var svo almenn vöknuðu von- ir í brjóstum margra um breytta tíma í baráttunni við atvinnurek- endur. Þó olli það vonbrigðum að félögin sem felldu VMSI-samn- ingana skyldu ekki láta kné fylgja kviði og grípa til verkfallsað- gerða. Snótarkonur stóðu því einar í verkfalli og jafnvel heyrðust raddirum að ,,gera ætti þærút" í langvarandi verkfall til að reyna að brjóta skarð í múr Garðastrætisdrengjanna. En hvers konar samstaða er það? Vonbrigði Snótarkvenna urðu að vonum mest þegar Ijóst varð að karlarnir í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja unnu myrkranna á milli meðan á verkfallinu stóð. Félagið gerði að vísu tilraun til að boða yfirvinnubann, en það var vitlaust boðað og dæmt ógilt! Snótarkonur stóðu í verkfalli í tvær vikur með veikan verkfalls- sjóð sem efldist þó töluvert meðan á verkfallinu stóð. Þrátt fyrir peningaleysið var fjöldi félagskvenna tilbúin til að halda verkfall- inu áfram í von um að geta með því bætt kjörin, sem þær segja sjaldan hafa verið verri. Þær trúðu því að vinna þeirra væri það mikilvæg fyrir þjóðarbúið að það hefði efni á að borga þeim a.m.k. dagvinnulaun upp að skattleysismörkum. En svo var ekki. Bátarnirsigldu með aflann og nú er konunum kenntum verðhrunið á Bretlandsmarkaði! Veru lék forvitni á að spyrja Snótarkonur um reynsluna af þess- ari baráttu og brá sér til Eyja um miðjan apríl.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.