Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 19

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 19
Um samninga kennara og siöferöi samninqum dæmt ólöglegt! Sjaldan hef ég orðið jafn hissa, þessu áttum við síst von á. Þetta var hreint eins og hjá bófunum í bfó. Með vopnið mundað gera þeir þér tilboð sem þú getur ekki hafnað. Hvernig var hægt að ætlast til að við tækjum hlutlausa ákvörðun um samn- ing undir slíkum hótunum? Ríkið skákar launafólki í hróksvaldi Verkfallsboðanir bæði KÍ og HÍK hafa nú eins og áður sagði ver- ið dæmdar ólöglegar af Félagsdómi, sem þýðir að verkfallsað- gerðir í vor eru úr sögunni. í greinargerð/stefnu ríkislögmanns er aðalmálsástæðan gegn Kí talin sú að atkvæðaseðilinn hafi ekki verið rétt orðaður, dag- setningu hafi vantað og því hafi félagsmenn ekki vitað um hvað þeir voru að greiða atkvæði! Hjá HÍK var meirihluti ekki talinn vera fyrir samþykkt verkfalls. í málsskjölum er einnig getið annarrar ástæðu sem ríkislög- maður telur að geri verkfallsboðanir félaganna ólöglegar, þótt ekki kæmi annað til. Atkvæðagreiðslan sjálf hafi ekki verið leyni- leg þar eð hún hafi ekki uppfyllt skilyrði laga nr. 52/1959, almennra kosningalaga um kjörklefa og innsiglaða kjörkassa. Það er því Ijóst að ef fyrri ástæðan hefði ekki nægt til að dæma okkur var önnur tiltæk. Síðari ákæran er I mínum huga mun alvarlegri en hinar. Þessi háttur á atkvæðagreiðslu hefur verið viöhafður áratugum saman hjá mörgum verkalýðsfélögum án þess að fundið væri að af hálfu vinnuveitenda. Ef þessi þrönga túlkun ríkislögmanns verður málsástæða í næstu leynilegri atkvæðagreiðslu hjá félagi þá er komin upp alvarleg staða hjá launafólki. Staða sem gerir það að verkum að fólk mun eiga mjög erfitt um vik að greiða atkvæði á þennan lýðræðislega hátt í framtíðinni, ef ekkert verður að gert. í Ijósi þessa er eðlilegt að velta því fyrir sér hvernig lýðræði við • raun búum við. Hvort hér séu á ferð tilburðir til vega að félaga- irelsi í landinu og greiða lýðræðinu um leið slíkt rothögg að það molni endanlega niður. Eftir standi húsbóndavaldið allsráðandi með lagavöndinn á fólkinu. Lagavöndinn sem reyndar margoft hefur verið gripið í til að skerða hlut launafólks. Margsinnis hefur á undanförnum árum veriö gengið á gerða samninga. Með lagaboði hafa þannig verið afnumdar umsamdar kauphækkanir og verðbætur launa að ónefndum gengisfellingum 1 kjölfar samninga, gengisfellingum sem vinnuveitendur hafa fengið nánast eftir pöntun. Þrátt fyrir þetta fullyrði ég að ekki séu fordæmi fyrir því á seinni árum að vinnuveitendur hafi beitt sér gegn launafólki eins og nú með beinni íhlutun um innanfélagsmál þeirra, í þeim augljósa til- 9angi að hindra frjálsa samninga. Hinn margrómaða „frjálsa samningsrétt" sem ekki má skerða þegar komið hefur til álita að try9gja launafólki betri rétt með lögum, eins og Kvennalistinn hef- ur margsinnis lagt til. Nú hefur enda komið í Ijós í harðri vinnudeilu verslunarfólks að vinnuveitendur í Garðastræti og víðar hafa haft I frammi sambæri- lega tilburði og ríkið beitti gegn kennurum. Ekki var fyrr búið að samþykkja verkfall verslunarmanna á dög- unum en þeim var sent bréf úr Garðastrætinu þar sem lögmæti verkfallsins var dregið I efa. Og nú hafa verkföll nokkurra félaga verið lýst ólögleg af vinnuveitendum á þeirri forsendu að skeyti með tilkynningum um þau hafi ekki borist á réttum tíma. Skeyta- sendingar póstþjóaustu ríkisins hafa hingað til verið taldar mjög áreiðanlegar. Fólk veltir fyrir sér hvað hér er að gerast. Nýlega hélt Jón Baldvin, fjármálaráðherra fundi fyrir vestan undir fyrirsögninni „brennur Róm?“. Oft ratast kjöftugum satt á munn hugsaði ég, þar sem er reykur þar er eldur. Ef ekki verður snúið snarlega af þeirri óheillabraut sem kjaramál almenns launa- fólks eru komin í — þá gæti Róm brunnið. Það er erfitt að uppræta illgresi í illa hirtum garði. Til þess þarf oft róttækar aðgerðir. Róm brann, spillingin hafði sýkt umhverfið — var að kæfa hollu grösin í garðinum. Á meöan lék keisarinn sinn eiginn útfararmars. Þeir sem reyna að breyta siðareglum og taka sér vald yfir lífi al- mennings í hróksvaldi, valdi peninga eða annars konar aðstöðu skyldu hugsa sig um tvisvar. Það mun reynast þeim erfiðara en þeir hyggja — Róm gæti brunnið. Elín G. Ólafsdóttir íslensk orðabók • Orðalykill Raftækniorðasafn _ h’A/TÆKN/ f (>K/)ASA l-'N Bökaúrgófa /V1ENNING4RSJOÐS SKÁLHOLTSSTiG 7. REYKJAViK. SlMI 6218 22 GÓÐ BÓK ER GERSEMI 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.