Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 10
Snót i Vestmannaeyjum hetur i gegnum árin
haldiö ,,Opiö hús“ þarsem konurkoma saman,
ræöa málin og skemmta sér.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Snótar-
konur fella samninga. Skemmst er aö
minnast síðustu heildarsamninga ASÍ í
desember 1986. Þaö var umdeildur sarnn-
ingur og kom sérlega illa út fyrir konur i
fiski, því bónus var skertur um 22.86 kr. á
klukkustund og starfsaldurshækkanir
duttu út. Snót var eina félagiö sem felldi
þennan samning og samdi í lok janúar
1987 um starfsaldurshækkanir sem hin fé-
lögin fengu í kjölfarið, án baráttu.
Eftir þetta síöasta stóra samflot fóru
nokkur félög á landsbyggöinni sem hafa
fiskvinnslufólk í meirihluta að ræöa í alvöru
um aö stofna fiskvinnslusamband. Snót
sendi sl. sumar bréf til 53 verkalýðsfélaga
þar sem hvatt er til alvarlegra umræöna
um þessi mál, en viöbrögð fengust aðeins
frá 11 félögum. Ljóst er aö meö stofnun
slíks sambands væri höggviö mjög nærri
Verkamannasambandinu og má ætla aö
urgurinn í fiskvinnslufólki hafi leitt til þess
aö sambandið ákvað að fara út í samn-
ingagerð. Það gekk þó ekki þrautalaust því
á fundi þar sem línur um kröfugetö voru
lagðar, gengu 11 formenn út vegna
óánægju meö kröfur til handa fiskvinnslu-
fólki.
Vilborg Þorsteinsdóttir formaöur Snótar
og Elsa Valgeirsdóttir varaformaöur sögö-
ust hafa bundið miklar vonir viö aö þessu
fólki tækist að vinna saman vegna líkra
skoðana, en uröu fyrir miklum vonbrigöum
meö hvaö lítil meining hefur reynst vera aö
baki stóryrða þeirra sem sögöust vilja gera
allt til aö laun fiskvinnslufólks hækki. „Þaö
kom strax í Ijós á VMSÍ-þinginu á Akureyri
í haust," segir Vilborg. ,,Þá féllust þeir í
faöma viö forystuna og allt átti aö vera orö-
iö gott.“
En Snót var ekki sátt viö kröfugerð VMSÍ
og ákvaö aö vera ekki í samfloti meö sam-
bandinu í samningum. Félagið útbjó sínar
eigin kröfur þar sem m.a. var talað um
40.000 kr. lágmarkslaun. „Við gátum ekki
farið fram á minna. Kröfugeröin var unnin
í samráöi viö fjölda félagskvenna. Viö vit-
um fullvel hverjar aðstæður þeirra eru.
Okkar hlutverk er aðeins aö tala fyrir þeirra
hönd viö atvinnurekendur. Við veröum líka
að miöa við samsetningu hógsins því mik-
iö af félagskonum hafa unnið í 20-30 ár í
fiski. Þaö er skylda okkar að ná fram viður-
kenningu á þeirra starfsreynslu, en þaö
hefur sannarlega reynst erfitt. í samning-
um VMSÍ var aðeins samiö um launaflokk
fyrir 12 ára starf hjá sama fyrirtæki. Þaö
finnst okkur alls ekki nóg, og viö viljum
miöa viö reynslu í starfsgreininni en ekki í
sama fyrirtæki. Við höfum heyrt verkalýös-
formenn verja þessa stefnu VMSÍ á þeirri
forsendu að í mörgum fyrirtækjum sé öll-
um greitt eftir 5 ára taxta og launakostnað-
ur af því sé svo mikill aö ekki sé hægt aö
fara fram á meiri aldurshækkanir. Einnig
aö þetta sé nóg vegna þess aö fólk vinni
aldrei meira en 5 ár í fiski!
Ýmis atriöi af þessu toga marka okkur
sérstöðu, en því miður hafa atvinnurek-
endur í Eyjum „ekki leyfi“ til aö semja viö
okkur. Þeim er haldið í járngreiþ samn-
inganefndar VSÍ og reyna lítiö aö losa sig
úr henni," sögöu Vilborg og Elsa.
Verkfall boðað
Kröfur Snótar voru sendar til atvinnurek-
enda en þegar í Ijós kom aö þeir vildu ekk-
ert viö þær tala var ákveðið að boöa til
verkfalls. Forystumenn VMSÍ höföu þá haft
uppi stór orð um nauðsyn þess aö hækka
kaup fiskvinnslufólks og feröuöust Guð-
mundur J. og Karvel um landiö til aö blása
til baráttu. í máli þeirravar40.000 kr. krafan
þaö allra lægsta sem hugsast gat og jafn-
vel talað um 50.000 kr. lágmarkslaun. En
hvaö gerðist? Eftir stutta samningalotu var
skrifað undir samning til rúmlega eins árs
10