Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 3

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 3
Ljósmynd: Maud Nycander Eru þeir hræddir Elsku Vera! Ég sit hérna í þungum þönkum eftir aö hafa lesið viðtölin við karlana í síðasta tölu- blaði af Veru. Skil ég það rétt að þeir séu hræddir við konur? Halda þeir að konur séu að sækjast eftir valdi til að ráöa yfir körlum? (Eins og þeir hafa reyndar ráðið yfir konum hingað til). Hafa þeir ekkert fylgst með kvenfrelsisbaráttunni? Finnst þeim konur og börn ekki vera jafningjar karla? Eða halda þeir í einlægni að karlar séu gáfaðri, betri og duglegri en konur? Þeir segja allir eitthvað í þá áttina að Þetta þurfi að lagast einhverntíma (svona, svona þetta lagast einhverntímann). Ætla Þeir sjálfir ekkert að hjálpa til? Þeir tala um uppeldið eins og það sé alfarið á vegum nióðurinnar. Hvað með föðurinn sem upp- alanda? Fyrst þeim finnst mæður þeirra ekki hafa gefið þeim rétt uppeldi, hvers vegna gera þeir ekki eitthvað sjálfir? Vera mín, ég veit að þú ert ekki karlmað- ur og getur ekki svarað fyrir þá, En karl- menn lesa líka Veru (það hefur sýnt sig af lesendabréfum sem birst hafa i blaðinu), ef til vill finnur einhver þeirra hvöt hjá sér til að svara mér. Með bestu kveðjum og þökkum fyrir gott °9 þarft blað. Þín Sigríður Guðný Ágæta Sigrídur Gudný. Það erauðvitað rétt hjá þér að Vera er ekki karlmaður ogáþar afleiðandi erfitt með að svara fyrir hitt kynið. En vonandi taka karl- kynslesendur Veru við sér og svara þér. Það myndi örugglega skapa skemmtilega umræðu, sem auðvitað yrðu gerð góð skil 1 Veru. Þakka þér fyrir bréfið og góð orð í Qarð blaðsins. Bestu kveðjur, ritnefnd. Konur og auglýsingar Vera mín! Ég er ein af þeim sem er frekar seinþreytt til vandræða, ef svo má að orði komast um Það að skrifa lesendabréf, en nú er mér nóg boðið. Það sem fer svona óskaplega í taugarnar á mér eru auglýsingar (tvær) sem birst hafa undanfarna daga í DV og Morgunblaðinu og eiga það sammerkt að vera báðar fullar kvenfyrirlitningar. Önnur er auk þess skrifuð í ,,það er nú hægt að Ijúgaöllu að skrílnum" tóninum, siðlaus og hvetur til lagabrota (telur þau í það minnsta léttvæg). Þessar auglýsingar eru: 1. Aug- lýsing frá Radíóbúðinni sem að á víst að fjalla um sjónvarpstæki en virðist við fyrstu og aðra sýn fjalla um ,,GÆSAveiðar“ þ.e. myndin er af tveimur bráðmyndarlegum stúlkum á sundbolum á sundlaugarbarmi með upptökutæki við hlið sér og sjónvarp í baksýn. Og yfirskriftin er „GRÍPTU GÆS- INA“ og ég botnaði í huganum, meðan hún liggur! en viti menn og konur, það var verið að auglýsa afslátt á sjónvörpum!!! Hvað komu þessar konur afslættinum við, ég bara spyr?? Jæja og hin auglýsingin (sem er hálfu verri ef eitthvað er) fjallar um blessaðan manninn hann Sigvalda og fjórhjólið. Það liggur við að hana þyrfti að birta til að þið sæuð hvað ég á við, því hún er svo ótrú- lega siðlaus, og niðurlægjandi tónninn í henni er svo þrunginn fyrirlitningu á mann- gildinu og þeim lögum sem við setjum okk- ur, hún undirstrikar stéttamismun sem þeim virðist þykja sjálfsagður og síðast en ekki síst er marg undirstrikað að konur séu annars flokks. Kannski er ósköp lítið hægt við þessu að gera, kannski er siðgæðisvitund fólks orð- in svo brengluð, að öllum finnist þetta í lagi nema mér en trú mín á fólki er enn svo mik- il að ég vona að ég sé ekki ein um að hneykslast á svona auglýsingamennsku og hugsa mig þrisvar um áður en ég versla við svona fyrirtæki. Að lokum þakka ég Vera mín fyrir gott blað, það styrkir mig í baráttunni fyrir að fá að vera ég sjálf. Guðrún Guðrún. Svo sannarlega er ástæða til að hefja um- ræðu aftur um auglýsingasiðgæði og von- andi verður bréfið þitt til að opna þá um- ræðu. Vera þakkar þér kærlega fyrirbréfið og hlý orð i sinn garð. Bestu kveðjur, rit- nefnd. Til áskrifenda Veru Vinsamlega tilkynnið breytt heim- ilisföng strax og ef það hefur gleymst og þið fáið ekki blaðið hringið þá i síma 22188 og látið okkur vita, þá sendum við ykkur blaðið um hæl. km j)! m vm w&m HeiMI U5R4MÓ. « ÍJOMÍ M mOH \l«) \ m\%b\ 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.