Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 8
Móðurlaus veröld er dauð veröld"
lega tíökast aö einhverju leyti. Eins er í lögum aö fólki sé frjálst aö
velja ýmist móður eöa fööur til aö kenna sig við. Giftum konum á
íslandi hefur heldur aldrei verið þröngvað til þess aö sleppa eigin
nafni viö giftingu eins og kynsystur okkar hafa mátt þola allt fram
á þennan dag. Þessar íslensku menningarleifar styðja því þá
kenningu Helgu Kress aö á fyrstu öld íslands byggðar hafi verið
hér allblómleg kvennamenning sem smám saman lét undan síga
fyrst og fremst meö tilkomu kristni í landið og lestrar- og skriftar-
kunnáttu sem konum var haldið frá.
Þó ritaöar heimildir séu af skornum skammti má þó víða sjá
merki þess aö móðirin hafi styrka stöðu. í Gamla Testamenntinu
er þaö Rebekka en ekki ísak sem hefur rétt til aö veita frumburðin-
um blessun. ísak er þó orðinn valdamikill sem faöir. Samt skirrist
Rebekka ekki við að fara á bak viö hann því að hún ,,haföi móöur-
rétt“. (M. F. bls. 36).
Hver er þá niðurstaðan af öllu þessum pælingum? Var mæðra-
veldi einhvern tíma ríkjandi þjóðskipulag í heiminum? Ef svo var
hvernig og hvers vegna leið það undir lok? Og hvernig var þetta
mæðraveldi, var það friðsamlegt eða aðeins umsnúið feðraveldi
þar sem konur kúguðu karla? Og loks; hafa rannsóknir og leit að
forsögulegum þjóðfélögum eitthvert gildi fyrir konur og kvenna-
baráttu?
**-“- Á hverjum laugardegi. Upplýsingasimi: 685111 —
/ /
Enn sem fyrr verður fyrstu spurningunni hvorki svarað játandi
né neitandi. Þaö gera ekki einu sinni hörðustu andstæðingar
kenninganna eins og Janssen-Jurreit. Hún skilur í bók sinni
Sexism við spurninguna opna eins og hún orðar það, hvorki játar
né neitar, viðurkennir að margt styðji tilgátuna en varar við henni.
Telur hana geta skaðað málstað kvenna eins og áður segir.
Marilyn French, Elin Wagner og Margarete Bennevie leggja allar
áherslu á friðinn sem þær telja að hafi einkennt þessi mannfélög
og að valdið hafi verið af allt öðrum toga en þeim sem við þekkjum
best í vestrænni nútímamenningu. Þær draga líka í efa nauðsyn
árásargirni og ofbeldis og telja hvorugt hafa nokkru sinni einkennt
þau samfélög þar sem konur voru valdamiklar. Þær hafna líka
hugmyndum þróunarsinna fyrir einni öld um að karlinn hljóti að
kúga konur vegna líkamlegra yfirburða og eins gera þær sér grein
fyrir gagnsleysi svokallaðra framfara í siðmenningu samfélögum
okkar tíma. Þessar „framfarir" eru kannski oftar en ekki afturför;
skaðlegar og skemmandi fyrir heilbrigt mannlíf eins og dæmin
sanna í þriðja heiminum. Það reyndist nefnilega ekki allt gull sem
glóði um aldamótin síðustu.
Ég fylgi þessum konum að máli og tel rannsóknir á fornum samfé-
lögum og kvennamenningu hafa mikið gildi fyrir konur/femínista
og þá kvennamenningu sem heimurinn kallar á í dag. Heilbrigð
skynsemi segir manni- hvað sem öllum rannsóknum líður- að það
sé með öllu óeðlilegt að annað kynið hjá tegundinni maður kúgi
hitt. Slíkt er með öllu óþekkt annars staðar í ríki náttúnnar að því
er ég best veit. Afleiðingarnar eru líka uggvænlegar. Móðurlaus
veröld er dauð veröld og nútímamæður hafa harla lítið að segja
um líf sitt og barna sinna. (Meira um það síðar í þessum greina-
flokki).
Aðalgildi þessarar rannsókna tel ég þó vera það að þær varpa
Ijósi á hina duldu kvennamenningu sem hefur lifað af þrátt fyrir
gífurlegt „villuljós mannkyns um veglausajörð" (S. G. G. bls. 324)
í árþúsundir. Við þekkjum allar þessa menningu, hún er okkar
menning, sú menning sem við vorum aldar upp í og hún er okkur
eðlileg og töm. Hvaðan skyldi hún koma? Hver kenndi konum
hana? Er hún ekki þeirra eigin sköpun og handaverk? Ætli ekki
það.
Ekki er þar með sagt að kvennamenning sé algóð og þar sé allt
dans á rósum. Fjarri fer því. Einkenni kvennamenningar eru frið-
samleg samskipti manna í milli þar sem reynt er að forðast ofbeldi
og þar sem árásargirni er haldið undir hættumörkum, þannig að
hún stefni mannfélaginu ekki í voða. Þessa list virðast formæður
okkar hafa kunnað rétt eins og ég kann hana og þú kannt hana.
Sá er þó munurinn á þeim og okkur að við höfum ekki þau völd
sem duga til að friðarstefna okkar verði ríkjandi.
Aftur á móti erum við ævinlega látnar gjalda vitleysunnar í feðr-
um, sonum og bræðrum og gerðar meðsekar í voðaverkum
þeirra. Konur eru ekki undanskildar þegar sagt er eitthvað á
þessa leið: „Maðurinn er svo grimmur, hann vill stríð enda höfum
við háð tvær heimsstyrjaldir á þessari öld“.
Ég tel að evrópskar konur séu fullkomlega saklausar af báðum
þessum styrjöldum. Þær eru sem betur fer ekki komnar svo langt
inn í karlaveröldina að þeim þyki „náttúrulegt að vera ónáttúruleg-
ur“ (M. F. bl.s 60). Vonandi gerist það aldrei, en maður skyldi
aldrei segja aldrei og vissulega er Marilyn French uggandi þegar
hún segir: „Eftir því sem konur komast lengra inn í stofnanir karla
og nær valdi þeirra þeim mun frekar aðlagast þær þeirri innri
sundrungu og firringu sem slikar stofnanir valda og um leið missa
þá dýrmætu gjöf sem vinátta er“.
Næsta grein fjallar um goðsögur og gyðjur.
Helga Sigurjónsdóttir
Ég hef i þessum þremur fyrstu greinum einkum stuöst viö eftirfarandi heimildir:
Marilyn French, Beyond Power, 1986.
Marielouise Jassen-Jurreit, Sexism, 1976.
Rosaldi and Lamphere, Woman, Culture and Society, 1974.
Elin Wagner, Veckarklocka, 1978.
Margarete Bonnevie, Fra mannssarnfunn til menneskesamfunn, 1968.
Óopinber fyrirlestur Flelgu Kress i febr. 1988, Um kvennamenningu.
8