Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 32

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 32
eða ,,Ömmurfyrirfriði“. Jáfyrirlesarinn, Barbara Wiedner, er eng- in önnur en frumkvöðull og stjórnandi friðarhópsins „Grand- mothers For Peace" sem breiðst hefur út um Bandaríkin til Kanada, Englands, írlands, Frakklands, Þýskalands, Spánar, Japans, Hollands, Nýja Sjálands, Ástralíu og Sovétríkjanna. Barbara Wiedner hefur verið handtekin og setið ellefu sinnum í fangelsi fyrir þátttöku sína í aðgerðum gegn herstöðvum sem geyma atómvopn, gegn þeim stofnunum sem sjá um framleiðslu atómvopna og gegn atómvopnatilraunum sem eiga sér stað á til- raunasvæði i Nevada fylki. MIKIÐ FERÐAST FYRIR MÁLSTAÐINN 1982 fór Barbara í fyrsta skipti fyrir hönd „Grandmothers For Peace" til Hollands og hitti „Women for Peace" í Amsterdam og hélt til Sovétríkjanna á fund hjá félagi Sovéskra kvenna. Til Sovét- ríkjanna hefur hún ferðast fjórum sinnum, í annað skipti 1983, síð- an ’86 og '87 til þess að ræða við „Grandmothers For Peace“ þar í landi og hitta fyrir ýmsa friðarhópa og einstaklinga í Moskvu, Leningrad, Minsk, Alma Alta og Volgograd. Hún hefur og komið fram í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum í Sovétríkjunum. í Bandaríkjunum ferðast hún stöðugt og heldur fyrirlestra í skól- um og kirkjum og fyrir friðarhópa, pólitískar samkomur og samtök kvenna og aldraðra. í nóvember 1985 tók hún þátt í „Women for a Meaningful Sum- mit“ í Genf í tilefni stórfundar Regans og Gorbachevs og var í hópi þeirra kvenna sem fóru á fund Sovéska leiðtogans Mikhail Gor- bachev. í ágúst 1985 fylgdi hún Anne Rudin borgarstjóra Sacramento Californíu til Japan á fyrsta alheimsfund „Borgarstjóra fyrir friði“ sem haldinn var í Hiroshima og Nagasaki í tilefni þess að fjörutíu ár voru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað á þessar borgir. Barbara varð eftir í Japan og ferðaðist á milli ýmissa jap- anskra friðarsamtaka og samtaka kvenna. 1987 tók hún þátt í „the World Congress of Wornen" í Moskvu, þar sem um þrjú þúsund konur frá hundrað og fimmtíu löndum söfnuðust saman og ræddu vonir sínar og áhyggjur varðandi framtíð okkar jarðarbúa. Meðal annarra ræddi hún þar við Raisa Gorbachev, forsetafrú Sovétríkjanna. 1. október 1987 voru Barböru Wiedner afhent Keith Kenny frið- arverðlaunin sem veitt eru af Félagsumbótanefnd Biskupsdæmis Sacramento fyrir starf hennar í þágu friðar. Á Alþjóðaþingi kvenna í Moskvu 1987 tilkynnti Valentína Shevchenko, forseti stjórnar Ukraníu, Barböru, að í Ukraníu biðu hennar heiðursskjal frá stjórn Ukraníu og gullstjarna „Móður Kvennhetju" orðunnar. HVERNIG ÞETTA ALLT BYRJAÐI Semsagt fyrir sex árum síðan lagði Barbara Wiedner svuntuna sína á hilluna og ákvað að berjast fyrir friði með ömmum veraldar. í dag þýðir því lítið að leita hennar í eldhúsinu, þar sem lítill tími er til matargerðar, hvað þá baksturs sem hún hefur yndi af. Frekar situr hún og les bækur sem bera heiti eins og „Gandhi" og „You Cant Hug With Nuclear Arms“. Þó segist hún ekkert hafa á móti því að aö hverfa þangað aftur en þó ekki fyrr en að takmarki henn- ar hafi verið náð. En hvað varð til þess að Barbara Wiedner hóf feril sinn sem frið- arsinni og hvernig mótaðist sú hugmynd að stofna friðarsamtökin „Grandmothers For Peace"? Árið 1981 ákveður Barabara að gerast sjálfboðaliði hjá samtök- um sem heita „The Catholic Worker". Hlutverk þeirra er að hjálpa fjölskyldum fanga og fæða þá fátæku, sem fjölgar sífellt með kon- um og börnum í meirihluta. Sú reynsla sem Barbara fékk af vinnu sinni og félögum samtakanna, sem voru upplýstari um gang mála.varð til þess að hún fór að efast um réttlæti bandarísks þjóð- félags. Barbara fór að fylgjast betur með fljótlega beindist áhugi henn- ar að öðru veigamiklu málefni. Á „Mather” herflugvelli aðeins 15 mílur í burtu frá heimili hennar eru geymd hundrað og fimmtíu kjarnorkuvopn. Hún gerði sér grein fyrir þeirri ógnun sem yfir samfélagi hennar vofði, fjölskyldu hennar, börnum og barnabörn- 32 um, öllu er hún hafði lifað fyrir. Barbara ákvað því að nú gæti hún ekki þagað lengur. Hún stóð vikulega ásamt trúarlegum friðarhópi fyrir framan hliðið á Mather herflugstöðinni og mótmælti tilveru kjarnorkuvopnanna þar. Ári seinna bjó barnabarn hennar, Laurie Vendley, til fyrir hana skilti sem á stóð „Grandmother For Peace“ þetta var fyrsta mót- mælaskiltið sem Barbara hafði haldið á um æfina. Þessi löghlíðni borgari sem ekki einu sinni hafði fengið stöðumælasekt, stóð nú fyrirframan hlið herflugstöðvarinnar með stórt skilti og mótmælti yfirvöldunum. Hún stóð viku eftir viku og mótmælti tilveru kjarn- orkuvopnanna á „Mather” herflugvelli því að hún gat ekki afborið þá tilhugsun að barnabörn hennar yrðu síðasta kynslóðin á jörð- inni. Skilti Barböru vakti mikla athygli og sú hugmynd kom stöðugt upp á yfirborðið að hún ætti að stofna friðarhóp fyrir hönd amma. Sú tilhugsun óx Barböru Wiedner í augum; Hún! Húsmóðirin, að stofna friðarhóp, nei það gæti hún aldrei gert og lét hún því þar við sitja. AMMA BJARGAR OKKUR FRÁ SPRENGJUNNI Á föstudaginn langa 1982 tóku fimm friðarsinnar sig til, héldust í hendur, lögðust á kné, báðust fyrir og stöðvuðu umferð við her- stöðina. Fyrir þátttöku sína í þessum aðgerðum var Barbara hand- tekin í fyrsta skipti og næstu fjórum dögum eyddi hún í „Rio Con- summnes Correctional Center”, staður sem ætlaður er konum sem brotið hafa af sér. Á Páskadag hringdi hún úr fangelsinu í dóttur sína, Kathleen, í Concord og frétti þá að fimm ára barna- barn hennar, Edward, hefði orðið vitni að handtöku hennar í sjón- varpinu er teiknimyndasería hans var trufluð af fréttaágripi sjón- varpsins. Hann sá þegar amma hans var leidd í handjárnum inn i lögreglubifreið og voru viðbrögð hans að sögn Barböru þau að hann sagði vinum sínum og vandamönnum: „Amma mín elskar okkur svo mikið að hún fór í fangelsi til þess að bjarga okkur frá sprengjunni”. Orð Edwards litla snertu ömmu mjög og á meðan að Barbara sat í fangelsi hafði hún nægan tíma til þess að velta orðum barna- barns síns fyrir sér og ákvað að tími væri kominn fyrir friðarsam- tökin „Grandmothers For Peace". Barbara segist hafa gert sér það Ijóst hvað hún í raun og veru hafði gert fyrir Edward litla, hún hafði friðað hann frá hræðslunni við stóru sprengjuna og að hann treysti henni gjörsamlega til þess að sjá um þetta málefni. „Edward skildi hana, hann treysti henni og traust hans byggðist á ást. Hann óttast ekki eins og önnur börn gera um framtíð sína heldur huggaði vini sína með því að amma hans og vinir hennar ætluðu að bjarga þessu öllu saman”. Hún hugsaði með sjálfri sér að með því að safna saman stórum hópi af ömmum, sem bæru sömu tilfinningar til þessa málefnis, gætu þær gert hið sama fyrir stóra kynslóð hræddra barna alls staðar í heiminum. SAMTÖKIN STOFNUÐ MEÐ ll DOLLURUM Fangelsisvistin hafði geysileg áhrif á Barböru: Hún segist hafa orðið fyrir mikilli trúarlegri reynslu þegar hún var handtekin og lát- in afklæðast öllu og skilin eftir ein um tíma í litlum klefa. „Einvera mín og einangrun hjálpuðu mér að hafa samband við hluta af mér sem enginn annar hafði aðgang að. Þeir gátu svipt mig öllu nema því eina sem ég virkilega trúði á innst í hjarta mínu og á þessu augnabliki óx ég og varð miklu sterkari og frjálsari en nokkru sinni áður. Mér óx styrkur til þess að halda áfram því sem ég var byrjuð á. Þetta voru frábærustu Páskar sem ég hef hingað til upplifað”, sagði Barbara og í hvert skipti sem hún er handtekin fyllist hún sömu tilfinningu og segist því ekkert hafa á móti því að sitja inni „ef þeir endilega vilja hafa það þannig”. Eftir fangelsisvist hennar 1982 söfnuðust saman ellefu konur á heimili Barböru og í stofu hennar voru samtökin „Grandmothers For Peace" stofnuð með upphæð sem nam alls ellefu dollurum. Samtökin voru stofnuð með það markmið í huga að berjast gegn vígbúnaöarkapphlaupinu og þeim kjarnorkuvopnatilraunum sem eiga sér stað í heiminum og til þess að hvetja ömmur veraldar til að taka afstöðu í baráttunni fyrir friði með ást og kærleik að vopni.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.