Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 42

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 42
Hagir aldraðra Reykvíkinga - könnun gerð 1986 Á árinu 1986 gekkst félagsmálaráð fyrir könnun á högum og húsnæðisþörf aldraðra Reykvíkinga. Náði hún til tveggja hópa borgarbúa 67 ára og eldri. Annars vegar var tekið 329 manna úr- tak meðal þess fólks sem er á biðlista hjá borginni eftir leiguhúsnæði eða vistheimilisrými. Hins vegar var tekið 313 manna úrtak meðal allra Reykvík- inga 67 ára og eldri. Könnun þessi gef- ur mjög miklar og athyglisverðar upp- lýsingar um þessa hópa s.s. um heimil- isaðstæður, tekjur, getu til daglegra verka, þörf þeirra fyrir þjónustu og ósk- ir. Fátækt aldraðra í Ijós kom í þessari könnun aö fátækt ákveðins hóps aldraöra er mikil og þaö fólk býr hvorki við félagslegt né efnahagslegt öryggi. Þannig kom t.d. fram aö um 31% einhleypra og 27% sambúðarbólks í biölistarúrtakinu voru meö tekjur um eöa undir kr. 20.000 (samsvarar 24.258 kr. í dag). Sambærilegar tölur í almenna úrtakinu voru 26 og 16%. Voru konur greinilega mun verr settar en karlar aö þessu leyti því 32% einhleypra kvenna, bæði í biðlistaúrtakinu og því almenna, voru með tekjur undir þessum mörkum. Sambærilegar tölur fyrir karla voru 28% í biölistaúrtakinu og 10% í almenna úrtakinu. Þá kom fram að um 29% biðlistaúrtaksins býr í leigu- húsnæði og 10% almenna úrtaksins. Meirihlutinn er í leiguhúsnæöi á almennum markaöi. 15 einstaklingar í biölistaúrtakinu höföu salerni sameiginlegt meö öörum, 9 höföu enga baðaðstöðu, 18 höfðu baö sameiginlegt með öörum, 5 höföu enga eldunaraðstöðu, 24 kvörtuöu undan kaldri íbúö, 26 undan leka og 63 undan erfiöum stigum. Þá höfðu 32% biðlistaúrtaksins ekki þvottavél á heimilinu. Skortur á heimilisþjónustu Eitt af því sem könnunin leiddi í Ijós er aö stór hluti aldraðra fær ekki þá heimilisþjónustu sem þeir telja sig hafa þörf fyrir. Af þeim einstaklingum í biölistaúrtakinu sem fá heimilisþjónustu segir þriöji hver aö þjónustan sé ekki nægjanleg og fimmtungur almenna úrtaksins hefur sömu sögu aö segja. Um þriöjungur svarenda biö- listarúrtaksins, sem ekki hafa heimilisþjónustu, þurfa á henni að halda að eigin mati og fjórðungur svarenda al- menna úrtaksins. Hlutfallslega fleiri konur en karlar segiast þurfa á aðstoöinni aö halda. Óhætt mun aö fullyrða aö þessir einstaklingar ofmeta ekki þörf sína því flestir sem komnir eru yfir 67 ára aldur muna tímanna tvenna og gera ekki miklar kröfur til sam- ‘élagslegrar þjónustu. Ljósmynd: Páll Ásgeirsson. Þegar athugaö var hvaða verk svarendur ættu erfiö- ast með að sinna kom í Ijós aö 13% kvenna í biðlistaúr- takinu eiga erfitt meö að þrífa og fá ekki aðstoð viö það og 14% þeirra eiga erfitt með að komast á milli staöa og hafa ekki aðstoð við þaö, 8% kvenna í almenna úrtakinu átti erfitt meö aö komast feröa sinna. Aöeins 2% karla í báöum úrtökunum áttu í erfiðleikum meö aö komast á milli staöa. í biðlistaúrtakinu eiga 8—9% karla og kvenna erfitt meö aö kaupa inn og 9% karla eiga erfitt meö aö elda. Athyglisvert var aö 8% kvenna í biðlistar- úrtakinu á erfitt með aö klæða sig og hátta og hefur ekki aðstoð við það. 42

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.