Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 14

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 14
hún afkastaði miðað við þá sem voru að byrja. ,,Ég skar oft á við fjórar sem voru að byrja, en fékk í bónus svipað og eins klukkutíma kaup. Ég tel mig þar hafa spar- að fyrirtækinu laun þriggja starfsmanna." En nú er Erla búin með kvótann sinn í fiski. Hún hefur skapað þjóðfélaginu gjald- eyri sem henni er á engan hátt launað fyrir og sömu sögu er að segja af konum sem hafa unnið álíka lengi. ,,Konur eru búnar með heilsuna um fimmtugt í þessu starfi,“ segir hún, „kynslóðin sem hefur haldið uppi fiskvinnslunni undanfarna áratugi. Sumar eru orðnar 75% öryrkjar og and- lega álagið er ekki síður erfitt þó það sé ekki eins mælanlegt. Unga fólkið mun aldrei láta bjóða sér þennan þrældóm, það nær ekki þessum afköstum og mun ekki vinna þessi störf. Það fer í þjónustustörfin í Reykjavík." Atvinnurekendur stikkfrí En hvað fannst Erlu um verkfall Snótar og þá ákvörðun að aflétta því. Telur hún að þrýstingur bæjarbúa hafi lamað konurnar? ,,Nei, við erum nú meðvitaðri en svo að við látum tröllasögur um að við séum að fara með allt á hausinn hafa áhrif á okkur,“ sagði hún. ,,Það er alveg merkilegt hvað atvinnurekendur geta alltaf verið stikkfrí. Það er aldrei neitt þeim að kenna. Fólk er svo fljótt að gleyma, en ég er ekki búin að gleyma því þegar við vorum atvinnulausar í haust í 2-3 daga í viku vegna þess að fisk- urinn var allur settur í gáma. Þá voru út- gerðarmenn ekki að setja bæinn á haus- inn! Við mótmæltum þessum útflutningi og höfðum áhyggjur af því að fyrirtæki í Hull og Grimsby gætu keypt okkar fisk og selt á lægra verði en við í Bandaríkjunum. En því var að engu sinnt. Nú er talað eins og þetta sé að gerast fyrst núna þegar Snót fer í verkfall “ Erla benti í þessu sambandi á hve einhliða fréttaflutningur út frá hagsmunum at- vinnurekenda getur spillt fyrir og að vissu leyti þrýst á fólk. T.d. kom frétt í bæjarblaði einu í Vestmannaeyjum um að aukin launakostnaður fyrirtækja í Eyjum myndi verða 50-60 milljónir ef Akureyrarsam- komulagið yrði samþykkt. ,,Þó æsifréttamennskan verði oft til að rugla fólk og ýmis ólga í bænum hafi haft áhrif á Snótarkonur meðan á verkfallinu stóð, tel ég að mestu máli hafi skipt um þá ákvörðun að aflétta verkfalli, að raunveru- legur stuðningur annarra verkalýðsfélaga varð ekki meiri. Við vildum að farið yrði í aðgerðir um allt land,“ Sagði Erla Einars- dóttir að lokum. p/þ Það er undir okkur komið. . . Viðtal við Guðrúnu E. Ólafs- dóttur formann verka- kvennafélags Keflavíkur. — Að undanförnu hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að konur eigi að semja sjálfar. Að þær hafi meiri möguieika á að ná fram sínum kröfum í kjarasamningum ef hinar hefðbundnu kvennastéttir skipuleggi sig í sér félög. Nú hefur Verkakvennafélagið í Keflavík tekið upp þveröfuga stefnu og hyggst sameinast körlunum í Verkalýðs- og sjómannafélaginu. Hvaða ávinning sjá- ið þið í sameiningunni? Tillagan um að við tækjum upp viðræður við karlana er frá mér komin en þessi hug- mynd er ekkert ný í félaginu. Ég lagði þessa tillögu fram á síðasta aðalfundi Verkakvennafélagsins og hún var sam- þykkt. Ástæðan fyrir þessu er kannski ekki síst sú umræða sem hefur átt sér stað að undanförnu um skipulagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar. Eins og þið vitið er orðið mjög brýnt að taka þau mál til gagngerrar endurskoðunar. Síðasta þing VMSÍ sam- þykkti að deildarskipta verkalýðsfélögun- um og taka upp sérdeild fyrir fiskvinnslu- fólk, sérdeild fyrir fólk í matvælaiðnaði o.s.frv. Okkur fannst þá engin ástæða til að vera með konur í fiskvinnslunni sér og karl- ana sér heldur reyna að sameina þessa tvo hópa. Það hefur líka sitt að segja fyrir þessa sameiningu að þessi tvö félög hafa átt mjög gott samstarf í 15 ár eða allt frá því við fluttum í sama hús með skrifstofur okk- ar. Sem dæmi um samstarf okkar má nefna að við höfum m.a. haft sameiginlega trúnaðarmenn á mörgum vinnustöðum. Yfirleitt hafa þetta verið konur. — En eru þetta þá ekki vinnustaðir þar sem konur eru i meirihluta? Jú, þetta á t.d. við um mötuneytið hjá Varnarliðinu og nokkur fiskvinnsluhús. Á þessum stöðum eru konur í meirihluta. — Hafa konurnar innan Verkakvennafé- lagsins tekið virkan þátt í félagsstarfinu? Já ég held að við getum verið sæmilega ánægðar með virknina. Það eru yfirleitt svona 70—80 konur sem mæta á fundina. Auðvitað má segja að það sé engin mæt- ing miðað við að það eru um 1000 konur f félaginu en þetta er ekkert verra en gerist og gengur. Það verður líka að taka það með í reikninginn að hóparnir hér eru mjög blandaðir og það gerir okkur stundum erf- itt fyrir. Þegar mikill tími fer í það á félags- fundi að ræða málefni kvenna sem vinna á Keflavíkurflugvelli þá verða konurnar sem vinna í fiskinum óánægðar og þetta dregur úr mætingu á fundina. — Nú hefur maður oft heyrt að þar sem karla- og kvennafélög eru aðskilin eða fé- lögunum skipt í kvenna- og karladeild sé mæting á fundi mun betri hjá konunum. Er sömu sögu að segja frá Keflavík? Já konurnar hér mæta betur en karlarnir en hins vegar er Verkalýðs- og sjómanna- félagið talsvert stærra félag. Ég held að fé- lagsmenn þar séu um 1500 talsins. — Óttast þú ekkert að mæting kvenn- anna versni við sameiningu félaganna. Að konurnar dragi sig í hlé og karlarnir yfirtaki fundina? Nei, sérstaklega ekki ef þetta samein- aða félag verður deildarskipt. Ég held að deildarskiptingin geti aukið virknina því þá er hægt að halda sérstaka fundi um hags- munamál hverrar deildar en ekki blanda saman ólíkum umræðuefnum. — Hvernig vinnið þið núna að kröfugerð einstakra hópa sem þið semjið fyrir? Fyrir utan kjarasamning VMSÍ erum við með ýmsa sérsamninga s.s. við Flugleiðir, íslenska aðalverktaka og Keflavíkurbæ og þegar við förum í þá samningagerð þá köll- um við viðkomandi starfshóp á fund hjá okkur og mótum kröfugerðina í samráði við hann. Það mun ekkert breytast við sameiningu félaganna enda vinna karlarn- ir þetta alveg eins. — Eruð þið ekkert hræddar við að kröfu- gerðin taki þá meira mið af hagsmunum karla en kvenna? Það er undir okkur sjálfum komið hvort við látum gleypa okkur eða ekki. Við höf- um líka hugsað okkur að ganga út frá jöfnu hlutfalli karla og kvenna í öllum stjórnum og nefndum. Ef t.d. karl verður formaður félagsins þá verður kona varaformaður og öfugt. í þeim samkomulagsdrögum sem verða lögð fyrir aðalfundi beggja félag- anna er gert ráð fyrir þessari jöfnu skipt- ingu milli karla og kvenna. Ég er það mikil jafnaðarmanneskja í mér að mér finnst að þetta eigi að vera á jafnréttisgrundvelli. 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.