Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 30

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 30
bara og sofnaðir. Vaknaðir daginn eftir og fórst í vinnuna. Komst heim, boraðir, ekki mikið að vísu. En ég var óttaslegin. Hrædd um að þú tækir upp á einhverju vanhugsuðu, eins og pabbi þinn. „Hefurðu talað við Þór“. Þú ypptir öxlum og hvarfst inn í herbergið þitt. Ég þurfti að byrja upp á nýtt, telja í mig kjark til að tala um þaö sem mestu máli skipti, barnið. „Ég ræddi það við lækni" svaraöir þú snöggt. Hann útskýröi allt fyrir mér". Ég fer ekki í fóstureyðingu". Þú varst ákveðin og svo brostir þú aðeins út í annað. Ég verð að hafa eitthvað til að lifa fyrir". Ég gat ekkert sagt frekar en fyrri daginn. Gat ekki útskýrt fyrir þér aö þó þú værir tilbúin til að fórna þínu lífi fyrir vangefið barn þá lifðir þú ekki endalaust, hver væri þé tilbúinn til að taka við? Og hvað með þriðja eða fjórða ættlið, ef það bitnaði á þeim? „Hefurðu farið í rannsóknir, blóðprufu, legvatnsstungu"? „Óþarfi, það skiptir ekki máli“. „Talaðirðu við Þór“? „Nei, ég tala aldrei við hann oftar". Mér fannst eðlilegra að þú talaðir ekki við mig oftar. „Ég ætla að gleyma honum." „Fólk gleymir ekki eftir pöntunum". Þú leist snöggt á mig, sorgmædd, jafn snöggt niöur á gólfir aftur. „Hvað með hann. Kannski þarf hann á þér að halda." Þú varst undrandi. „Ég... ég... óskaði þess alltaf að... að..." það var svo margt sem ég haföi alltaf óskað. Að hafa manninn minn til að tala við, að hafa drenginn minn hjá rnér, að börnin mín yröu vinir, að ég gæti gleymt. Fólk gleymir víst ekki eftir pöntunum. Kam til drykkjar, i baksturmn, til matargerðar. „Hann getur þá látiö heyra í sér“. Ég vonaði að það væri rétt hjá þér. Hann hafði sýnt að hann átti til framtaksvilja, bara að hann væri ekki einum of langt niðri. Og Þór lét heyra í sér. Um miðja nótt, drukkinn, grjótið buldi á húsinu, stofuglugginn brotnaði. Hann öskraði, hótaði að drepa mig, hefði verið vís til þess og mér var alveg sama mín vegna, verst fyrir hann sjálfan. Þú sast í hnipri úti í horni, I náttkjólnum, og hélst fyrir eyrun. Ég hjálpaði þér á fætur. ,,Er hann farinn"? „Já lögreglan kom“. Þú horfðir á mig stórum skelfingar- augum. „Vertu róleg, það er gott aö hann fær útrás". Þú hélst áfram að stara. „Hvað skeður... hvað verður um hann"? „Ekkert. Sennilega verður hann hýstur niðri á stöð, svo fer hann heim á morgun og þú ferð og talar við hann". Þú róaðist og fórst að sofa. Um morguninn varstu orðin veik. Það var fariö að blæða. Ég hringdi á lækni, læknirinn á sjúkrabíl og þú varst lögð inn, svæfð og fóstrið fjarlægt. Þar með varst þú búin að vera, lífs- viljinn og vonin. Ástin og trúin á heiminn. Búin að vera. Og ég á ekkert eftir til að lifa fyrir eða ég hef ekki samvisku til að lifa lengur. Kannski geturðu einhvern tfma lesið þetta. Vonandi. Það er það eina sem ég bið um og þá vil ég að þú vitir að þú átt bróður sem lifir fyrir þig, gætir þín. Bróður sem elskar þig og dáir og lifir fyrir þig. Jónína Sigurjónsdóttir EFNAGERÐIN FLÓRA SÍMI 96-21400 • AKUREYRI 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.