Vera - 01.05.1988, Page 35

Vera - 01.05.1988, Page 35
Ég gleymi þvi aldrei þegar ég hélt henni í fanginu í fyrsta sinn, hún var svo falleg og óskaplega lítil, mér fannst hún eins og brothætt brúða. Þetta var reynsla mín af því að verða amma í fyrsta sinn, síðan hef ég eignast tvö yndisleg barnabörn. Svo nú er ég amma þriggja barna og mér finnst það stórkostlegt en um leið finn ég til mikillar óbyrgðar gagnvart þessum litlu mannverum og geri allt sem ég get til að reynast þeim góð amma og vinur. Mér finnst sem sagt ég hafa miklum skyldum að gegna í þessu hlutverki mínu sem amma og ég efast ekkert um að þannig er varið um allar ömmur. Friðarömmur Ég sat eitt kvöld og horfði ó fréttirnar í Ríkisútvarpinu þegar ég heyrði allt í einu hræðilega frétt „fangelsanir og pyntingar ó börnum í Suður Afríku". Það var eins og ég hefði verið löðrung- uð. Hverskonar heimur er það sem við lifum í? Hverskonar fólk lif- ir í þessum heimi? Mér varð hugsað til barnabarnanna minna þriggja 2ja óra, 4ra ára og 8 óra. Eftir því sem fréttirnar segja eru það meðal annars börn ó þessum aldri sem mega sæta þessari hræðilegu meðferð. Hvað er hægt að gera? Hvað get ÉG gert? Það er ef til vill ekki mikið, en eitt er víst að það gerist ekkert ef ekki er reynt og ef manni finnst eitthvað aðkallandi eða brýnt þó þýðir ekki að bíða eftir að einhver annar geri hlutinn fyrir mann. Ég var lengi búin að bíða eftir að hér ó íslandi yrðu stofnuð friðarsamtök amma, en nú fann ég allt í einu að það var ekki nokkur minnsta óstæða til að bíða, ég gat rétt eins ótt frum- kvaeðið að stofnun slíkra samtaka sjólf. Ég hafði samband við nokkrar ömmur sem ég þekki og þeim fonnst þetta góð hug- ^nynd. Við hittumst og ræddum mólin og stofnuðum samtökin /,Friðarömmur". Síðan er liðinn nokkur tími og við höfum hist og rætt mólin fram °9 til baka og velt því fyrir okkur hvað við getum gert. Það koma UPP ýmsar spurningar, eins og hvað við getum gert hér lengst norður ó íslandi til að hafa óhrif ó meðferð barna hingað og bangað í heiminum. Er yfirleitt nokkuð sem ógnar lífi barnabarn- Qnna okkar hér ó okkar friðsæla landi (sem gleymist svo oft að er hersetið)? Er þetta ef til vill vitleysa að vera að stofna enn ein friðarsamtökin sem heyrist svo aldrei í? Amma Ragnhildur og Ragnhildur litla. Ljósmynd: Eggert Birgisson. Við fyrstu spurningunni er því til að svara að númer eitt er að lóta sér koma við hvernig aðbúnaður barna í heiminum er. Hvar sem er í heiminum þar sem farið er illa með börn og lífi þeirra eða öryggi ógnað þó kemur það okkur við. Við bregðumst skyldum okkar sem ömmur ef við í það minnsta ekki vekjum at- hygli ó svo hræðilegum glæp sem það er að fara illa með börn. Hvað fsland varðar þó er landið hersetið og hvert land sem er hersetið hlýtur að vera meiri hætta búin að lenda í stríðsótökum ef stríð brytist út, en land sem hefur engan her. Þar að auki eru ó ferðinni kjarnorkuknúnir kafbótar jafnvel með kjarnorkuvopn um- hverfis landið sem gætu ollið ófyrirsjóanlegu tjóni ef eitthvert slys henti þó. Eigum við bara að bíða og sjó, ef til vill lagast þetta einhvern tímann. Nei, við eigum oð hjólpast að við að koma ó friði í heiminum svo barnabörnin okkar geti lifað góðu og heilbrigðu lífi, við bregðumst þeim ef við sitjum og höldum að okkur hönd- um. Það er verðugt verkefni fyrir ömmur að vinna fyrir friðinn, enginn amma vill aó barnabörnin hennar eigi ó hættu aó vera síðasta kynslóðin sem lifir í þessum heimi. Við megum heldur ekki loka augunum fyrir þeim ógnum sem stafa af eiturefnavopnum eða hinum svo kölluðu „hefðbundnu vopnum", það sem liggur í meiningu þessara orða, hefðbundin vopn, er vægast sagt ógnvænlegt. Eigum við bara að sætta okkur við að drópstól séu til vegna þess að komin sé hefð fyrir að þau séu til? Nei og aftur nei, við sættum okkur ekki við nein vopn, stríð eða hverskonar ofbeldi, við vinnum af öllum kröftum ó móti öllu slíku og lótum í okkur heyra. Opinn fundur hjá Friðarömmum Þið sem þetta lesið og hafið hug á að starfa með okkur hafið samband í síma 651679 og fáið upplýsingar. Sunnudaginn 8. maí, Mæðradaginn verður haldinn opinn fundur hjá Ömmusam- tökunum á Hótel Sögu. Ég býst ekki við að þessi Vera verði komin út þá, en við ætlum að reyna að auglýsa hann vel. Ragnhildur Eggertsdóttir 35

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.