Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 7

Vera - 01.05.1988, Blaðsíða 7
Ljósmynd: Páll Ásgeirsson ari heimsstyrjöldina. Elin Wagner getur þess í bókinni Vackar- klocka aö mennta- og kvenfrelsiskonur víöa í Evrópu hafi haft með sér félagsskap þar sem þær ræddu og lásu um forna kvenna- menningu og völd kvenna og áhrif forðum daga. Hún sjálf var í slíkum hópi og fór a.m.k. einu sinni í pílagrímsferö til Krítar þar sem fræöimönnum ber saman um aö friösamleg menning hafi þrifist I aldaraðir en henni síðan verið eytt skyndilega á grimmdar- legan hátt. Margs konar fornminjar benda til virðingarstöðu og frelsis kvenna á Krít og víðar á því menningarsvæði til forna. Mikill fjörkippur kom I umræður um mæðraveldi með útkomu bókar Roberts Briffault árið 1927 en bók hans hét Mæður. Eins og Bachofen lagði hann áherslu á móðurina sem kjarnann I mannfé- lagshópnum I árdaga mannkyns og bók hans þykir öllu traustara fræðirit en Móðurréttur. Þrátt fyrir miklar vangaveltur og talsverð skrif um efnið komust menn ekki að þessu sinni að óyggjandi niðurstöðu um tilvist mæðraveldis, hnignun þess og endalok enda verður spurning- unni seint svarað sökum skorts á nógu handbærum heimildum. Málið virðist hafa legið í þagnargildi öll stríðsárin síðari og allt fram á sjöunda áratuginn að Nýja kvennahreyfingin tók það upp á nýj- an leik. Þá var rykið dustað af Bachofen og Briffault og margar fleiri heimildir rannsakaðar og skoðaðar frá öðrum sjónarhóli en fyrr. Með auknum kvennarannsóknum hefur aftur hlaupiö fjör- kippur í hugmyndirnar um mannlíf á forsögulegum tímum, stöðu kvenna þá og menningu þeirra bæði sýnilega og ósýnilega í ár- Þúsundir. Hættuleg hugmynd? Eins og fyrir 100 árum eru skiptar skoðanir meðal kvenfrelsis- kvenna um málið. Sumar hafna hugmyndinni alveg og telja hana meira að segja hættulega málstað kvenna. Þeirra á meðal eru Dr. Marielouise Janssen-Jurreit og mannfræðingurinn Joan Bram- berger. Báðar salla þær Bachofen niður fyrir óvönduð vinnubrögð og hæpnar fullyrðingar og það með réttu. Jurreit telur að ást Bachofens á málstað kvenna sé talsvert seyrug, þegar grannt sé skoðað sé hann í bókinni fyrst og fremst að lofsyngja fallos sonar- ins en ekki dýrð móðurinnar og mun hún hafa þar nokkuð til síns máls. Hún bendir einnig á að hann setji karlamenningu ofar kvennamenningu þegar hann fjallar um hrun kvennamenningar. Synirnir hafi rifið sig frá ofurvaldi móðurinnar, hinu ,,mýstíska“ valdi hennar, burt frá því lága og dimma sem einkennir konur (að dómi karlveldis) og til hins háleita og bjarta sem einkennir karla. Joan Bramberger tekur enn dýpra í árinni og segir: „Goðsagan um mæðraveldi er aðeins eitt tækið sem notað er til að halda kon- um á sínum stað. Við verðum að ganga af þessari goðsögn dauðri eigi konan að verða frjáls". (J. B. bls. 280). Hún segir þetta eftir að hafa rakið í skemmtilegri grein hvernig nokkrir þjóðflokkar í S- Ameríku, í Terra del Fuego og í hitabeltisskógum Amason og Brasilíu, nota goðsögur um völd kvenna fyrrum til að kúga þær og halda þeim niðri. Sögurnar eru þannig að fyrir ævalöngu réðu konurnar öllu og kúguðu karlana grimmilega. Þær vissu einar um helgidóma þjóðflokksins og höfðu á þeim stranga bannhelgi. Brytu karlar þá bannhelgi eða hlýddu ekki konunum í einu og öllu var þeim refsað stranglega. Loks tóku karlarnir sig til, svo kúgaðir sem þeir voru, brutu bannhelgina og komust að því hverjir leynd- ardómarnir voru og hrifsuðu völdin af konunum. Síöan sneru þeir dæminu við, kúguðu konur og fóru illa með þær. Sögur af þessu tagi, segir Bramberger, notar karlveldið hvar- vetnagegn konum. Þær eru taldarsannaað konurséu ófærar um að stjórna, kunni ekki að fara með völd, glutri þeim niður þegar minnst vonum varir og standi eftir berskjaldaðar. Þess utan sé veldi kvenna ekkert betra en veldi karla og konur muni setjast í húsbóndasætið og haga sér eins og húsbóndinn fái þær tækifæri til. Sjálfsagt hafa báðar þessar fræðikonur sitthvað til síns máls en að mínum dómi yfirsést þeim í því að taka góðar og gildar rök- semdir karlveldis um valdbeitingu kvenna. Það er ekkert sem bendir til þess að konur sem hópur hafi nokkurs staðar kúgað karla eða að menningarbylting hafi orðið á þann veg að feðra eða karlveldi hafi lotið í lægra haldi fyrir kvenna- eða mæðraveldi en eins og áður segir úir og grúir af goðsögum og sögnum um hið gagnstæða. Karlarnir í Tera del Fuego hafa augljóslega búið til þessar sögur í því skyni að afsaka harðýðgi sína við konur. Friðsamleg kvennamenning Marilyn French, sú hin samaog ég hef vitnað talsvert til í tveim- ur fyrri greinum mínum um kvennasögu, færir í bók sinni Beyond Power góð rök fyrir friðsamlegri kvennamenningu á forsöguleg- um tímum þar sem konur höfðu völd og stjórnuðu án þess að kúga aðra. Þær beittu ekki því eyðileggjandi drottnunarvaldi sem við þekkjum svo mætavel í okkar menningu og sem margir halda að sé hið eina mögulega í mannlegum samskiptum. Hún bendir á núverandi matriliniersamfélög séu ekki samkeppnissinnuð held- ur sé einkenni þeirra samvinna og samhjálp. Flest þessi samfélög eru samt sem áður ,,karlasamfélög“ þ.e. karlarnir hafa á hendi öll formleg völd. Undantekning eru Írókes-indíánar í N.-Ameríku sem nálgast það að iðka fullkomið jafnrétti kynjanna. Það er líka frið- samlegt samfélag. Sama er að segja um Mbuti-þjóðflokkinn í Afriku. Það er veiðimannasamfélag og afar jafnréttissinnað. Kon- ur veiða ekki siður en karlar og feður eru ákaflega barngóðir og blíðir. Annars eru heimildir Marilyn French og annarra fræöimanna sem nú eru að rannsaka mæðraveldi og kvennamenningu þær sömu og áður; goðsögur, núverandi „frumstæð" samfélög, nýjar túlkanir á eldri frásögnum landkönnuða frá nýja heiminum, siðir og venjur sem stinga í stúf við ríkjandi form, fornleifar af ýmsu tagi og ritaðar heimildir, sumar ævafornar. Ég hef áöur talað um matrilocal og matrilinier skipulag sem merki um mæðra- eöa kvenveldi fyrr á tímum. Hér á landi má nefna íslenska nafnahefð til marks um hið sama. Börn eru að vísu yfirleitt kennd við feður sína en ekki mæður þó að slíkt hafi ævin-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.