Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 13

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 13
DÆMISAGA ÚR FASTEIGNAVIÐSKIPTUM „Þegar við hjónin ákváóum að fara út í okkar fyrstu sam- eiginlegu íliúöakaup kom fljótt í ljós að óskalistinn okkar var mismunandi. Maðurinn minn vildi ólmur kaupa íbúð með útsýni yfir víðan völl og helst alla leið upp á reginöræfi. Penthouse í háhýsi var draum- urinn. Hann ímyndaði sér sig sitja með kaffibollann við stofugluggann á kvöldin og dást að ljósunum íborginni og sólroðinni Esjunni. Við vorum búin að eignast okkar fyrsta barn og ég tók mér umboð til að skilgreina þarfir þess. ,,Ég vil geta séð barnið út unt eldhúsgluggann eftir 2—3 ár og ég vil lokaðan garð. Og ég vil ekki þurfa að bíða í 6—7 ár ettir að barnið komist eitt inn og út úr húsi.“ Fasteignasalinn okkar (karl) var furðu næmur á okkur. Eftir að hafa fylgst með okkur í nokkrar mínútur dró hann manninn minn afsíðis og sagði: „Láttu hana ráða þessu. Ef þú kaupir íbúð sem hún er ekki fullkomlega ánægð með get- urðu verið viss um að þurfa að flytja aftur eftir 2 ár. Það borg- ar sig ekki að fara gegn vilja kvennanna í þessum málum.“ Og maðurinn minn sá sína sæng uppreidda! Seinna þegar unginn var kominn á kreik og farinn að vilja vera úti öllum stundum prísaði hann sig sæl- an yfir að vera ekki rekinn með trítilinn upp og niður lyftu í sífellu." KONUR RÁÐA FERÐINNI Konur ráða nœr undantekningalaust teröinni viö val á íbúöarhúsnœöi. Þaö er reynsla fasteigna- sala sem Vera rœddi viö. Fasteignasalar sem Vera ræddi við könnuðust allir við svipað dæmi og birtist hér á síðunni. Einn þeirra, Björn Stefánsson hjá Fast- eignasölunni Þingholt, gekk svo langt að fullyrða að þetta væri ná- lægt þvx að vera reglan þegar um kaup og sölu á íbúðarhúsnæði væri að ræða, að því tilskyldu að engin vandamál eins og mikil fjár- þröng væru á ferðinni. ,,Konur ráða nær undantekn- ingalaust ferðinni við val á íbúð- arhúsnæði. Þegar ég kem í hús til að skoða íbúðir sem eiga að fara í sölu og allt er með eðlilegum hætti verð ég greinilega var við að það eru konurnar sem hafa ákveðið að nú skuli fjölskyldan stíga þetta skref. Eiginmaðurinn getur verið sammála eða dregið lappirnar og stundum finn ég að hann er beinlínis ósammála. En það kemur mjög sjaldan fyrir að eiginmaðurinn vilji selja en kon- an ekki. Við værum ekki komnir á staðinn ef svo væri.“ Björn bendir á aö það fari líka vaxandi að konur eigi íbúðir ein- ar. „Fleiri ógiftar konur og frá- skildar kaupa sér íbúðir en var hér á árum áður. Konur yfirtaka oft íbúðir við skilnað og þeirrar stað- reyndar að konur lifa lengur en karlar gætir líka í fasteignavið- skiptunum. Hér eru margar ekkj- ur sem sitja einar eftir í stórum íbúðum og einbýlishúsum." , ,Hvaða áhrif hefur þetta á sölu- tækni þína frammi fyrir viðskipta- vininum, til dæmis hjónum sem eru að velta fyrir sér kaupum?“ ,,Ég byrja á að reyna að átta mig á hvort þeirra hefur hið raunveru- lega vald. Langoftast er það kon- an. Þær eru oft mjög virkar í sam- ræðunum og óhræddar við að setja óskir sínar fram. Annars er þetta sjaldan vandamál. Sem bet- ur fer eru hjónin yfirleitt búin að ræða vel saman um að hverju þau leita þó einhver rnunur sé á við- horfunum." ,,Taka konur jafn virkan þátt í að ræða fjármögnunarhliðina og setja þær sig inn í fjárhagsdæmið til fulls?“ ,,Það fer vaxandi. Þekking þeirra á fjármálum er oft alveg til fyrirmyndar, þar eru þær oft eld- klárar. Ég get orðað það þannig að frammi fyrir fasteignasalanum kemur það oft fram að þær eru hinir raunverulegu fjármálastjór- ar heimilanna. Ég hugsa að end- urskoðendur myndu staðfesta að það eru konurnar sem halda nót- unum saman, passa upp á gjald- dagana og borga reikningana. Annars kernur kynslóðamunur- inn vel fram í þessu samhengi. Þegar ekkjurnar vilja selja húsið sem þær sitja eftir í við lát eigin- mannsins kemur oft í ljós að fjár- hagshliðin var aldrei þeirra deild. Þær hafa oft ráðgjafa sér við hlið í viðskiptunum og hann er yfir- leitt alltaf karl. Eins er það með hjón um fimmtugt og eldri. Þar verð ég var við nokkuð afdráttar- lausa skiptingu. Karlarnir ræða fjárhagshliðina en konurnar ekki. Hjá hjónum þaðan af yngra fer þetta að breytast. Hjá ungu fólki finn ég ekki nokkurn mun á kynj- unum hvað þetta varðar.“ ,,Hvað vega tekjur konunnar þungt í uinræðunni um fjármögn- unina?“ ,,Það er upp og ofan og er líka kynslóðabundið. Þær vega þyngst hjá aldurshópnum 30—45 ára. Konur á þeim aldri eru oftast úti í atvinnulífinu og komnar upp í tekjur sem skipta verulegu máli í heildarfjármögnuninni. Hjá yngri konum, sérstaklega þeim sem enn standa í barneignum, og hjá eldri konum vega þær minna." 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.