Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 30

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 30
og pirring, og reyndi að hlusta á skilaboð líkamans varðandi þreytu. Það má t.d. sjá tíma fyrir hvfld í dagbókum míhum frá þessum tíma. Ég hlífði mér þegar loftvog stóð lágt og reyndi að losa um spennu með því að auka lík- amsrækt og útiveru, stunda jóga og sofa nóg. Ég lét t.d. verða af því að kaupa mér nýja, dýra kodda. Samhliða þessu fór ég að skoða tilfinningamálin í samhengi við sjúkdóma, lagði vinnu í að rækta sambandið við manninn minn og börnin, en lærði jafnframt að segja nei þegar verkefnin hlóðust upp. Ég áttaði mig einnig á því að ég ber ekki ábyrgð á tilfinninga- málum allra sem eru í kringum mig, hætti að reyna að þóknast öllum, því það er ekki lífsnauð- syn að öllum líki við mann." Það að lfka við sjálfan sig finnst Guðnýju þó bráðnauðsynlegt og meinar að það létti manni lífið að leyfa sér öðru hvoru að eiga ,,ást- arævintýri með sjálfum sér", þ.e.a.s. taka sér frí frá amstri hversdagsins og fara t.d. ein í ferðalag og láta sér líða vel. „Samhliða þessu öllu vandi ég mig á að drekka mikið vatn, tók stóra og rétt samsetta skammta af allskonar bætiefnum, vítamín, steinefnum og þess háttar og hélt ristlinum hreinum." Síðast nefnda atriðið virðist hafa skipt sköpum fyrir Guðnýju og hefur hún að eigin sögn fundið sérstakar aðferðir við að losa rist- ilinn við úrgangsefni, sem henta henni vel. ,,Á þessu stigi fór ég að endur- skoða gömul gildi um hvað sé hollt eða ekki hollt og umræðan var þá komin á það stig sem við þekkjum í dag, þ.e.a.s. að sama grænmetið er ekki hollt fyrir alla og einstaklingar eru mismunandi hvað þetta varðar. Ég tók matar- æðið til endurskoðunar, fór að sleppa hinu og þessu sem ég borðaði áður fyrr og í dag er ég nánast komin út í macrobíótískt fæði." Guðný útskýrir hvernig hún með þessu móti losaði sig við hvern sjúkdóminn á fætur öðrum og að hún er nú laus við öll óþægindin. Hún rekur nú heilsuvörubúð — Græna línan — og hefur atvinnu af því að hjálpa öðrum. Mígrenið hvarf eins og hinir sjúkdómarnir það er því eðlilegt að spyrja hvers vegna Mígrensamtökin séu henni „Aðferöirnar sem ég komst í snertingu við á þessum tíma eru óhefðbundnar án þess þó aö vera dul- arfullar á nokkurn hátt, og segja má að þœr byggi ó vís- indalegum vinnu- brögðum." svo mikið hjartans mál? ,,Mígrensamtökin eru mjög merk samtök sem hafa afrekað heil- miklu síðan þau voru stofnuð 1978. Mígrenermjögerfiðursjúk- dómur, ekki síst fyrir konur sem liggja mjög fljótt undir ámæli fyr- ir móðursýki. Sjúkdómurinn hef- ur svo margbrotin einkenni og það er ómetanlegt að skiptast á reynslu eins og hægt er innan samtakanna. Ég verð þó að viður- kenna að ég varð hissa þegar nokkrar konur leituðu til mín og báðu mig að taka að mér for- mennskuna, mig sem hafði ekki lengur neitt mígren. Eftir um- hugsunartíma ákvað ég þó að þetta skyldi ég gera og ég held að ég sé að „afplána" sjálfboðavinnu í þágu fólks sem líður eins og mér leið." í síðustu Veru, þar sem fjallað er nánar um mígren, kom fram gagnrýni á að samtökin séu ekki nógu virk og að ástæðuna megi ef til vill rekja til þess að konur eru þar í meirihluta. „Starfsemin fellst aðallega í að halda fræðslufundi og gefa út fréttabréf með íslenskum og þýddum greinum, en við höfum einnig fastan opnunartíma á skrif- stofu okkar að Borgartúni 27 kl. 17—19 á mánudögum. Það skal segjast eins og er að tilraun okkar með að hafa rabbkvöld fór út um þúfur vegna þátttökuleysis, en það má ekki gleyma því að það er ekki létt fyrir mígrensjúklinga að taka sig upp á kvöldin og fara á fund." Guðný er engan vegin sátt við þá skýringu að konur eigi erfitt með að beita sér þegar málefnið er eig- in veikindi og segir að bráðnauð- synlegt sé að kafa dýpra. ,,Við gætum nokkrar konur gert gífurlegt átak og búið tii mikla athygli um mígren í heila viku — en þar með er málið ekki leyst. Samtökin beittu sér t.d. fyrir því að fá skyndimóttöku þar sem sjúklingar gætu komið og fengið aðhlynningu og legið úr sér kast. Samið var við barnaheimilið við Dalbraut um að taka á móti börn- um veikra kvenna á meðan köstin stóðu yfir, en þessi aðstaða var bara aldrei notuð." Og hvers vegna? ,Jú þær eru svo vanar að liggja með kvöl sína heima. Fela hana og passa hana, eru svo vanar að bera hana einar að þeim datt hreinlega ekki í hug að fara í mót- tökuna. Auðvitað væri það strax lausn ef konur mundu fara að nota slflca aðstöðu, þvíþá mundi þessi sjúkdómur fara að kosta samfélagið peninga. Það er t.d. staðreynd að þeir í Bandaríkjun- um eru farnir að rannsaka bein- þynningu vegna þess að sjúkdóm- urinn er farinn að kosta svo mik- ið. Enda hef ég stundum sagt það að ef beinþynning væri vandamál karla væri þegar búið að opna beinþynningardeild við hliðina á hjartadeildinni við Landspítal- ann. Mígren er sjúkdómur sem er mjög neðarlega í stéttaskiptingu sjúkdóma. Það er fyrst og fremst vegna þess að hann er ósýnilegur og í öðru lagi vegna þess að hann herjar aðallega á konur. Því miður erum við konur svo vanar að grafa þjáningar okkar að mígrensjúkl- ingar fara einfaldlega ekki út í samfélagið og segja: Ég er með mígren, hjálpiði mér! í stað þess að gera hann sýnilegan verður hann oft persónulegt vandamál konunnar. Þessu þarf að breyta og konur að brjótast út úr því munstri sem þær eru svo fastar í vegna uppeldis og hefða." Guðný heldur því fram að þrátt fyrir að virkni félagsmanna ein- skorðist nær eingöngu við stjórn- ina hafi félagið afrekað heilmargt og hún er með langan lista yfir það sem verið hefur á dagskrá. Þar má m.a. nefna rannsóknir á vegum félagsins á sambandi á milli mataræðis og mígren sem gerðar voru í samvinnu við Helga Valdimarsson og Brynhildi Briem. Að áhuginn fyrir að fá að vita meir um sjúkdóminn er mik- ill sannast m.a. á hinni miklu sölu á bók sem félagið gaf út í fyrra — Mígrenbyltingin — meðferð án lyfja eftir breska lækninn John Mansfield. „Bókin selst mjög vel þrátt fyrir að hún hefur eiginlega ekkert ver- ið auglýst. Við finnum einnig hvað þörfin fyrir að tala er mikil, á skrifstofunni, því síminn hefur nánst ekkert stoppað síðustu mánudaga. Auðvitað mundi ég gjarnan vilja ná betur til félags- manna og finna fyrir virkni þeirra, en félag eins og Mígren- samtökin hafa náð tilgangi sínum ef þeim tekst að hjálpa einum mígrensjúklingi — þó að það sé ekki nema til að minnka kvalir hans. X 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.