Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 6

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 6
FRAMSÓKN f" FYRSTA ISLENSKA KVENNABLADID Undir lok 19. aldar hljóp mik- ið fjör í jafnréttisbaráttu kvenna. Á sama tíma var heil- mikil gróska í tímaritaútgáfu hér á landi (t.d. Eimreiðin, Sunnanfari, Iðunn og Dags- skrá). Það voru mæðgur frá Seyðisfirði, Sigríður Þorsteins- dóttir og Ingibjörg Skaptadótt- ir sem hófu útgáfu fyrsta kvennablaðsins en þær gáfu út og ritstýrðu tímaritinu Fram- sókn, sem var helgað baráttu- málum kvenna. Tímaritið Framsókn kom út mánaðar- lega frá janúar 1895 og var prentað í prentsmiðju Austra á Seyðisfirði en eigandi hennar var Skapti Jónsson, eiginmað- ur Sigríðar. Árið 1899 keyptu Ólafía Jóhannsdóttir og Jar- þrúður Jónsdóttir blaðið, fluttu það til Reykjavfkur og ritstýrðu því í þrjú ár. Kvenna- blað Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur, sem kom fyrst út í febrúar 1895, átti að vera til fróðleiks og skemmtunar en var ekki pólitískt blað. Töluverðar deil- ur voru um það hvort væri „fyrsta" kvennablaðið, Fram- sókn eða Kvennablaðið en hið síðarnefnda varð mun langlíf- ara en það kom út mánaöar- lega í 26 ár. A forsíðu fyrsta tölublaðs Framsóknar segja þær mæðgur m.a. „Framsókn vill leitast við að styðja lítilmagnann, rjetta hlut þeirra sem ofurliði eru bornir, hvetja hina óframfærnu til einurðar, ryðja braut kúguð- um en frjálsbornum anda fram til starfs og menningar. í stuttu máli: Aðaltilgangur Framsókn- ar er sá, að hlynna að menntun og sjálfstæði íslenzkra kvenna, og að undirbúa þær til að girn- ast og nota þau réttindi er ald- irnar kunna þeim að geyma. ..." Ritstjórar Fram- sóknar stóðu svo sannarlega við þessi orð en allt efni blaös- ins var skrifað í þeim tilgangi aö gera konur meðvitaðar um stöðu sína og að undirbúa þær undir að nota aukin réttindi sín. Framsókn flutti fréttir af því helsta sem var að gerast í stjórnmálum líðandi stundar og hvatti konur til að mynda sér skoðun og hafa áhrif, þrátt fyrir það að þær hefðu ekki almennan kosningarétt. Fram- sókn ræddi mikið um fjárráð giftra kvenna, menntun og bindindismál, sem öll tengjast innbyrðis og skiptu sköpum í réttindabaráttu kvenna. Giftar konur voru valdalausar, þær voru ekki fjár síns ráðandi en samt hvíldi ábyrgð heimilis á þeirra herðum og því var það hagur þeirra að eiginmaðurinn drykki ekki allt út, eða eyddi heimilispeningunum á annan hátt. Mest allt efni blaðsins tengist réttindabaráttu kvenna á einn eða annan hátt. Þó má skipta því gróflega í nokkra flokka, t.d. greinar sem vekja konur til umhugsunar um stjórnmál (og fjalla einkum um pólitísk mál sem varða konur), greinar um menntun kvenna (sem eru aðallega um fyrirkomulag fyr- irhugaðs kvennaskóla á Aust- urlandi), greinar um barna- uppeldi, atvinnu kvenna og bindindismál. Einnig eru erlendar fréttir af málefnum kvenna, t.d. fróðleg grein eftir Sigfús Blöndal um Kvennasýn- ingu í London en ritstjórar gagnrýna fegurðarsýningu sem þar fór fram og harma að engin íslensk kona sé til frá- sagnar um sýninguna. Auk greina og ritgerða eru smásög- ur og ljóð í blaðinu og þar birt- ust t.d. fyrstu ljóð Huldu. Um- ræður um kjör kvenna eru áberandi í smásögunum og í þeim íslensku má finna athygl- isverðar vangaveltur um kjör kvenna. Mæðgurnar Sigríður og Ingi- björg vildu vekja samtímakon- ur sínar til meðvitunar um stöðu sína og rétt. Þær hvöttu konur til að fylgjast með og mynda sér skoðun á því sem var að gerast í samfélaginu og að hafa áhrif. Þær vildu að konur litu á sig sem eina heild og stæðu saman um sinn kven- lega arf. Þær hvöttu til sjálf- stæðis í hugsun en „Hugir margra kvenna snúast ein- göngu um hið hversdagslega: Þær álíta að annað komi sér ekki við. Þær eru margar alveg ókunnugar öllum almennings- málum og sjerstaklega hafa þær óbeit á „pólitík", það er svo ókvenlegt að hugsa um slfkt. Og þó snerta mörg þau mál þær sjálfar persónulega, þær hafa jafnt gagn af framför- um lands vors sem karlmenn- irnir." Endurtekur sagan sig, eða hafa baráttumál okkar breyst svona lítið þessi 90 ár? RV Heimildir: Byggt á óprcntaðri ritgerð Ragnheiðar M. Guðmundsdóttur: Tímaritið Frara- sókn Huglelðing um tírnaritaútgáfii kvenna um aldamótin. (Ópr. ritgerð við HÍ, jan. 1987) Hjörg Einarsdóttir: lihðaútgcfcndur á öldinni sem leið, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna II, Rvk 1986. Faimsókn Seyðisfjörður 1895—98 og Reykjavík 1899—1901. Sigrún Sigurðardóttir: íslcnsk kvcnnablöð og tímarit 1891—1985, Skrá með umsögnum Ópr. BA ritgerð í Bókasafnsfræði við HÍ, okt. 1985. GÓDGÆTI ÚR ÁRBÆJARSAFNI I Árbæjarsafni leynast úrvals- kokkar (eins og svo víða) og oft er rætt um mat bæði fornan og nýjan. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir úr ýmsum áttum: koma upp og setjið smá pipar út í. Borin fram með þeyttum rjóma og steinselju. Japanskur fiskréttur frá Aðal- björgu: 2 góð ýsuflök, roðflett 1 laukur 5 sítrónur 'A tsk ceyanne pipar 14 tsk salt smá pipar Fiskurinn er skorinn í ten- inga eða strimla og lagður í fat. Smátt saxaður laukur settur yfir. Pressið safann úr sítrón- unum og setjið kryddiö út í og hellið yfir fiskinn. Marinerað í einn sólarhring. Borið fram ískalt með hrásalati. — Aðal- björg vill endilega að við borð- um þetta með prjónum. Avocado súpa Aðalbjargar, ætt- uð úr Svíaríki: 1 avocado 1 1 grænmetissoð % dós sýrður rjómi smá hvítur pipar Hitið soðið að suðumarki. Stappið avocado saman við sýrðan rjóma og blandið því saman við soðið. Látið suðuna Sáraeinfaldur og góður eftir- réttur sem Hafdís hefur á jól- unum: Vanilluís (heimatilbúinn eða keyptur) með jarðaberjum: Jarðaberjum úr dós skellt í pott, hitað, jafnað smávegis með kartöflumjöli og svo hellt yfir ísinn.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.