Vera - 01.09.1990, Side 6

Vera - 01.09.1990, Side 6
FRAMSÓKN FYRSTA ÍSLENSKA KVENNABLAÐIÐ Undir lok 19. aldar hljóp mik- ið fjör í jafnréttisbaráttu kvenna. Á sama tíma var heil- mikil gróska í tímaritaútgáfu hér á landi (t.d. Eimreiðin, Sunnanfari, Iðunn og Dags- skrá). Það voru mæðgur frá Seyðisfirði, Sigríður Þorsteins- dóttir og Ingibjörg Skaptadótt- ir sem hófu útgáfu fyrsta kvennablaðsins en þær gáfu út og ritstýrðu tímaritinu Fram- sókn, sem var helgað baráttu- málum kvenna. Tímaritið Framsókn kom út mánaðar- lega frá janúar 1895 og var prentað í prentsmiðju Austra á Seyðisfirði en eigandi hennar var Skapti Jónsson, eiginmað- ur Sigríðar. Árið 1899 keyptu Ólafía Jóhannsdóttir og Jar- þrúður Jónsdóttir blaðið, fluttu það til Reykjavíkur og ritstýrðu því í þrjú ár. Kvenna- blað Bríetar Bjarnhéðinsdótt- ur, sem kom fyrst út í febrúar 1895, átti að vera til fróöleiks og skemmtunar en var ekki pólitískt blað. Töluverðar deil- ur voru um það hvort væri ,,fyrsta“ kvennablaðið, Fram- sókn eða Kvennablaðið en hið síðarnefnda varð mun langlíf- ara en það kom út mánaðar- lega í 26 ár. A forsíðu fyrsta tölublaðs Framsóknar segja þær mæðgur m.a. „Framsókn vill leitast við að styðja lítilmagnann, rjetta hlut þeirra sem ofurliöi eru bornir, hvetja hina óframfærnu til einurðar, ryðja braut kúguð- um en frjálsbornum anda fram til starfs og menningar. f stuttu máli: Aðaltilgangur Framsókn- ar er sá, að hlynna að menntun og sjálfstæði íslenzkra kvenna, og að undirbúa þær til að girn- ast og nota þau réttindi er ald- irnar kunna þeim að geyma. ...“ Ritstjórar Fram- sóknar stóðu svo sannarlega við þessi orð en allt efni blaðs- ins var skrifað í þeim tilgangi að gera konur meðvitaðar um stöðu sína og að undirbúa þær undir að nota aukin réttindi sín. Framsókn flutti fréttir af því helsta sem var aö gerast í stjórnmálum líðandi stundar og hvatti konur til að mynda sér skoöun og hafa áhrif, þrátt fyrir það að þær hefðu ekki almennan kosningarétt. Fram- sókn ræddi mikið um fjárráð giftra kvenna, menntun og bindindismál, sem öll tengjast innbyrðis og skiptu sköpum í réttindabaráttu kvenna. Giftar konur voru valdalausar, þær voru ekki fjár síns ráðandi en samt hvfldi ábyrgð heimilis á þeirra herðum og því var það hagur þeirra að eiginmaðurinn drykki ekki allt út, eða eyddi heimilispeningunum á annan hátt. Mest allt efni blaðsins tengist réttindabaráttu kvenna á einn eða annan hátt. Þó má skipta því gróflega í nokkra flokka, t.d. greinar sem vekja konur til umhugsunar um stjórnmál (og fjalla einkum um pólitísk mál sem varða konur), greinar um menntun kvenna (sem eru aöallega um fyrirkomulag fyr- irhugaðs kvennaskóla á Aust- urlandi), greinar um barna- I Árbæjarsafni leynast úrvals- kokkar (eins og svo víða) og oft er rætt um mat bæði fornan og nýjan. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir úr ýmsum áttum: Avocado súpa Aðalbjargar, ætt- uð úr Svíaríki: 1 avocado 1 1 grænmetissoð % dós sýrður rjómi smá hvítur pipar Hitið soðið að suðumarki. Stappið avocado saman við sýrðan rjóma og blandið því saman við soðið. Látið suðuna uppeldi, atvinnu kvenna og bindindismál. Einnig eru erlendar fréttir af málefnum kvenna, t.d. fróðleg grein eftir Sigfús Blöndal um Kvennasýn- ingu í London en ritstjórar gagnrýna fegurðarsýningu sem þar fór fram og harma að engin íslensk kona sé til frá- sagnar um sýninguna. Auk greina og ritgerða eru smásög- ur og ljóð í blaðinu og þar birt- ust t.d. fyrstu ljóð Huldu. Um- ræður um kjör kvenna eru áberandi í smásögunum og í þeim íslensku má finna athygl- isverðar vangaveltur um kjör kvenna. Mæðgurnar Sigríður og Ingi- björg vildu vekja samtímakon- ur sínar til meðvitunar um stöðu sína og rétt. Þær hvöttu konur til að fylgjast með og mynda sér skoðun á því sem var að gerast í samfélaginu og að hafa áhrif. Þær vildu að konur litu á sig sem eina heild og stæðu saman um sinn kven- lega arf. Þær hvöttu til sjálf- stæðis í hugsun en „Hugir koma upp og setjiö smá pipar út í. Borin fram með þeyttum rjóma og steinselju. Japanskur fiskréttur frá Aöal- björgu: 2 góð ýsuflök, roðflett 1 laukur 5 sítrónur 'A tsk ceyanne pipar 'A tsk salt smá pipar Fiskurinn er skorinn í ten- inga eða strimla og lagður í fat. Smátt saxaöur laukur settur yfir. Pressið safann úr sítrón- margra kvenna snúast ein- göngu um hið hversdagslega: Þær álíta að annað komi sér ekki við. Þær eru margar alveg ókunnugar öllum almennings- málum og sjerstaklega hafa þær óbeit á ,,pólitík“, það er svo ókvenlegt að hugsa um slíkt. Og þó snerta mörg þau mál þær sjálfar persónulega, þær hafa jafnt gagn af framför- um lands vors sem karlmenn- irnir.“ Endurtekur sagan sig, eða hafa baráttumál okkar breyst svona lítið þessi 90 ár? RV Heimildir: Byggt á óprentaðri ritgerð Ragnheiðar M. Guðmundsdóttur: Tím'Aritið Fram- sókn Hugleiðing um tímaritaútgáfu kvenna um aldamótin. (Ópr. ritgerð við HÍ, jan. 1987) Björg Einarsdóttir: Blaðaútgefendur á öldinni sem leið, Úr ævi og starfi íslenskra kvenna II, Rvk 1986. Framsókn Seyðisfjörður 1895—98 og Reykjavík 1899—1901. Sigrún Sigurðardóttir: íslensk kvennablöð og tímarit 1891—1985, Skrá með umsögnum Ópr. BA ritgerð í Bókasafnsfræði við HÍ, okt. 1985. unum og setjið kryddiö út í og hellið yfir fiskinn. Marinerað í einn sólarhring. Borið fram ískalt með hrásalati. — Aðal- björg vill endilega að við borð- um þetta með prjónum. Sáraeinfaldur og góður eftir- réttur sem Hafdís hefur á jól- unum: Vanilluís (heimatilbúinn eða keyptur) meö jarðaberjum: Jarðaberjum úr dós skellt í pott, hitað, jafnað smávegis með kartöflumjöli og svo hellt yfir ísinn. GÓÐGÆTI ÚR ÁRBÆJARSAFNI

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.