Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 26
brjósti, þetta getur ekki verið rétt.
Svo fór ég að athuga hvernig ég
skrifa, og kemst að raun um að
Helga segir satt, ég er alveg á bóla-
kafi inni íhefðinni. Nú er ég alveg
hætt að skrifa nema texta fyrir
börn í vinnunni. Þörfin fyrir að
skrifa er ekki fyrir bí en ég er búin
að gefa hana uppá bátinn, vegna
þess aö ég finn að tímarnir hafa
breyst svo mikið að það sem ég
hafði að segja, og hefði getað tjáð,
er ekki þörf fyrir lengur, það er
annað sem fólk vill. Það þýðir
ekkert að bjóða uppá upphitaðan
velling, þegar fólkið vill bara kók!
Það eru margar konur á mínum
aldri sem gera engar kröfur og
vænta einskis og þykir bara allt í
lagi með það sem ráðamenn láta
okkur í té. Ráðamenn eru í raun
launað starfsfólk sem á að vinna í
okkar þágu (og miðað við þau
laun sem þeir þiggja ættu þeir að
skila mikilli og góðri vinnu) en
þeir eru ekki alvitrir og almáttug-
ir. Þeirra hugmyndir um hvað
hentar öldruðum eða börnum
þurfa ekki að vera réttu hug-
myndirnar. Þeir eiga að fá hug-
myndirnar frá fólkinu. Það er alls
ekki víst að það sem þeir eru að
útbúa fyrir aldraða, t.d. bygging-
ar, athvarf, föndur, tómstunda-
starf, ferðalög og fleira, sé það
sem aldraðir vilja, þetta er það
sem ráðamennirnir vilja og hafa
ákveðið að skuli vera. Ég vil þetta
til dæmis ekki. Það sem fátækum
hugum dettur fyrst í hug að grípa
til er föndur og ferðalög. Auðvit-
að er gaman að ferðast. Auðvitað
er gaman að skapa eitthvað með
höndunum, föndra og mála. Það
er líka gaman að tala og lesa. Það
er líka gaman að fara í leikhús og
tónleika. Það er hægt að gera svo
margt, ef maður fær tækifæri til
þess. Það er ef ég má nota það fé
sem ég hef handa á milli og velja
sjálf. Þámyndiégt.d. faraíheims-
reisu og það þarf enginn að hafa
band til að leiða mig, ég skal gera
það sjálf ef ég hef ráð á því.
Eg gekk í Kvenréttindafélagið af
því að ég vildi kvenréttindi. Nú
viljum við jöfn réttindi karla og
kvenna. Ég gekk fljótt í Kvenna-
listann án þess að verða virkur
þátttakandi, ég borgaði bara mín
gjöld og hef verið áskrifandi að
Veru frá upphafi. En ég var mjög
upptekin af þessu framtaki
kvenna og hef fylgst vel með mál-
flutningi Kvennalistakvenna. Ég
hef tekið eftir því hvað það er við
ramman reip að draga þegar
Kvennalistakonur mæta fulltrú-
um gömlu stjórnmálaflokkanna,
hvort sem það eru konur eða karl-
ar. Það er reynt að koma inn af-
brýðisemi og öfund hjá konum
annarra pólitískra afla gagnvart
þessu framtaki og reynt að niður-
lægja Kvennalistakonurnar á ýms-
an hátt, t.d. með því að segja að
Kvennalistakonur þykist of góðar
til þess að vinna með karlmönn-
um. Þetta er mesti misskilningur.
Kvennalistakonur eru ekki of
góðar til að vinna með karlmönn-
um, þær vilja það gjarnan, en á
jafnréttisgrundvelli. Kvennalista-
konur hafa ekki horn í síðu
kvenna sem vilja vinna með karl-
mönnum innan síns flokks, þær
hafa horn í síðu þess viðhorfs að
konan skuli bara fá að vera með,
en ekki vera sett á oddinn, og ekki
treyst. Kvennalistakonur vilja að
konum sé treyst og þær fái að vera
í forsæti, ekki bara með, heldur
bókstaflega við hliðina á og jafn
réttháar til framvarðarstöðunnar í
jiessum pólitísku flokkum. Ég hef
tekið eftir þessum tilraunum til að
eyðileggja Kvennalistann og
hvernig reynt er að vekja afbrýði-
semi og öfund milli kvenna. Ég
hef setið hjá þar til nú, tíminn fer
að verða naumur og það var ann-
aöhvort að hrökkva eða stökkva.
Ég stökk.
R V
VORHREINGERNING VERU
Um daginn réöust Verukonur í það stórvirki aö taka
til í kjallaranum. Nú liggja þar eintök af blaöinu fró
upphafi í snyrtilegum stöflum. Þessi blöö 42 að tölu
fóst ó skrifstofu Veru aö Laugavegi 17. Verðiö er aö-
eins 2500 krónur. Nú er tœkifœriö aö eignast allar
Verurnar.
HEIMILIS-
IÐNAÐUR í
ÞVOTTAHÚSI
„Það er hugarró að
fara inn í þessa þrjá
fermetra sem ég hef
fyrir mig og köttinn.“
Hún minnir að vissu leyti á per-
sónu úr gömlu bókunum hennar
Snjólaugar Braga, þið munið
þessar sem aldrei féll verk úr
hendi, elduðu, bökuðu, voru sí-
prjónandi og vel liðtækar utan-
húss sem innan. Heimili hennar
er fallegt, húsið skemmtilegt,
börnin þrjú vel uppalin, falleg og
vel klædd. Það ilmar allt af heil-
brigði og hamingju, nóg til að við
þessar venjulegu með rykrottur á
parketinu fáum hroll. En hlutirnir
eru sjaldnast eins og þeir líta út
fyrir að vera. Þessi gullfallegu
börn hafa þjáðst af eyrnabólgu
meira en góðu hófi gegnir ogjóna
Björg Jónsdóttir er ekki að streð-
ast við að uppfylla ofurkonu hlut-
verkið. Hún er bara hún sjálf
„venjuleg húsmóðir í Kópavogi“,
sem fellur aldrei verk úr hendi af
því að henni finnst svo gaman að
vinna. Hún var nýbúin að mála
bflskúrshurðina þegar ég kom,
um helgina hafði hún bakað
kransaköku fyrir eina vinkonuna,
svo þrífur hún tveggja hæða hús-
ið, hugsar um börnin og garðinn,
eldar kólestrolsnauðan mat fyrir
eiginmanninn sem þjáðist af of
háu kólestroli og gerir allt annað
sem tilheyrir húsmóðurstarfinu.
Þegar Jóna Björg vill fá hvfld frá
öllu saman fer hún inn í þvotta-
hús, þar sem hún hannar, sníður
og saumar fallegustu barnaföt í
bænum. „Þetta er ekki bara til að
drýgja heimilispeningana, það að
fara þarna inn, þetta er griðarstað-
ur. Það að búa til fallega flík gefur
mér heilmikið ef vel tekst til, það
er hugarró að fara inn í þessa þrjá
fermetra sem ég hef fyrir mig og
köttinn."
Jóna Björg er meinatæknir að
mennt en hefur einungis unnið
26